Bæjarráð - 606. fundur - 16. febrúar 2009


Þetta var gert:


1. Vinnuáætlun vegna hagræðingarkröfu í fjárhagsáætlun 2009. 2008-09-0008.



Á fund bæjarráðs auk kjörinna fulltrúa í bæjarráð, Svanlaugar Guðnadóttur, Gísla H. Halldórssonar, Örnu Láru Jónsdóttur, sem og Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra og Þorleifs Pálssonar, bæjarritara,  eru mættir eftirtaldir aðilar.


Bæjarfulltrúar: Birna Lárusdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.  Starfsmenn: Margrét Geirsdóttir, Kristín Ósk Jónasdóttir, Jóhann B. Helgason, Jón H. Oddsson og Guðmundur M. Kristjánsson. 


Til umræðu er vinnuáætlun og valkostir er kynntir eru vegna hagræðingarkröfu samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009.


Bæjarráð samþykkir fram lagða vinnuáætlun og að haldnir verði opnir íbúafundir í byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar, sem hér segir.



Miðvikudagur 18. febrúar n.k.


Flateyri klukkan 18:00.


Þingeyri klukkan 20:30.


Fimmtudagur 19. febrúar n.k.


Suðureyri klukkan 18:00.


Ísafirði klukkan 20:30.


Bæjarráð samþykkir í tengslum við tillögur um hagræðingu í fræðslumálum á Flateyri og Suðureyri, að skipaður verði fimm manna vinnuhópur fyrir hvorn stað.  Í hvorum hópi eigi sæti einn kjörinn fulltrúi (bæjarfulltrúi eða fulltrúi úr fræðslunefnd), einn fulltrúi frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu, einn fulltrúi foreldra, einn fulltrúi skólastjóra og kennara og einn fulltrúi íbúa án beinna hagsmunatengsla við grunnskólann.


Vinnuhóparnir fái tvær vikur til að fara yfir þær hagræðingartillögur er lagðar hafa verið fram og skal halda a.m.k. einn opinn fund með íbúum.  Vinnuhóparnir skili af sér til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.


   


2. Fundargerðir.


Félagsmálanefnd 10/2. 325. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Fræðslunefnd 10/2.  281. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 9/2.  308. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf bæjarstjóra. ? Endurskoðun á skipan nefnda.  2009-02-0024.    


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. febrúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir vinnu sinni varðandi beiðni bæjarráðs um endurskoðun á skipan nefnda hjá Ísafjarðarbæ. Helstu breytingar eða sameiningar nefnda gætu orðið þessar. 


Í atvinnumálanefnd verði fulltrúum fækkað úr fimm í þrjá. 


Félagsmálanefnd mun taka að sér verkefni fyrirhugaðrar jafnréttisnefndar. 


Menningarmálanefnd og stjórn Skíðasvæðis verði sameinaðar íþrótta- og tómstunda-nefnd. 


Hafnarstjórn, landbúnaðarnefnd og staðardagskrárnefnd verði sameinaðar umhverfis-nefnd.


Bæjarráð vísar málinu til frekari afgreiðslu í bæjarstjórn.



4. Áhættustýringanefnd. ? Svar við fyrirspurn í bæjarráði 9. febrúar sl.  2009-02-0026.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. febrúar sl., þar sem hann svarar fyrirspurn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa, um áhættustýringanefnd, fyrirspurn er lögð var fram á fundi bæjarráðs þann 9. febrúar sl.


Arna Lára Jónsdóttir þakkar fyrir svör bæjarstjóra. 


Bæjarráð samþykkir að áhættustýringanefndin verði lögð niður og verkefni hennar færist til bæjarráðs.  Bæjarráð styður álit áhættustýringanefndar, að ekki skuli orðið við kröfu skilanefndar gamla Landsbankans, um uppgjör á samningi um áhættusýringu langtímalána. 



5. Bréf Skíðafélags Ísfirðinga. ? Unglingameistaramót Íslands.  2009-02-0020.


Lagt fram bréf frá Jónu Lind Karlsdóttur f.h. Skíðafélags Ísafjarðar, dagsett 9. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir að Unglingameistaramót Íslands á skíðum verði haldið hér á Ísafirði dagana 3.-6. apríl n.k.  Félagið óskar eftir að Ísafjarðarbær bjóði keppendum og þeim sem koma að mótinu til kaffisamsætis að móti loknu.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd. 



6. Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar. ? Gjaldfrjálst í sund og líkamsrækt fyrir atvinnulausa í Ísafjarðarbæ.  2008-10-0036.


Lögð fram tillaga frá íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar, undirrituð af formanni íþrótta- og tómstundanefndar og íþrótta- og tómstundafulltrúa, þar sem lagt er til að atvinnulausir í Ísafjarðarbæ fái frítt í sund og þá líkamsræktaraðstöðu, sem til staðar eru í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins.  Jafnframt er lagt til að haft verði samstarf við Vinnumálastofnun á Vestfjörðum, um að atvinnulausir fái þar afhent aðgangskort vegna þessa.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga íþrótta- og tómstundanefndar verði samþykkt með þeirri viðtót að um sex mánaða reynslutíma verði að ræða.    



7. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. ? Aðalfundarboð.  2009-01-0040.


Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 10. febrúar s.l., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins fyrir árið 2008 föstudaginn 13. mars n.k. klukkan 15:30 á Hilton Reykjavík Norcica hótel í Reykjavík.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Lagt fram til kynningar. 



8. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2009-02-0033.


Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 6. febrúar s.l., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 6. febrúar sl.


Lagt fram til kynningar.



9. Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.


Lagðar fram til kynningar fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 105., 106., 107. og 108. fundi.


Lagt fram til kynningar.


 


10. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Ársreikningur HV 2008 o.fl.  2009-02-0034.


Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða ásamt eftirtöldum gögnum.  Ársreikningur HV 2008.  Skýringar á rekstrarkostnaði HV 2008.  Eignalisti HV í árslok 2008.  Viðskiptayfirlit HV fyrir árið 2008.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?