Bæjarráð - 605. fundur - 9. febrúar 2009


Þetta var gert:


1. Fundargerðir.Starfshópur um endurskoðun sorpmála 23/1.  6. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Á fundinn mættu sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og bæjarstjóri Bolungarvíkur, auk nefndarmanna og stafsmanna Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð bendir á að haft verði samráð við Fjórðungssamband Vestfirðinga vegna svæðisáætlunar um sorpmál.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Minnisblað bæjarritara. ? Skrá yfir starfsheiti er ekki hafa verkfallsheimild í verkföllum.  2009-01-0035.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 5. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir starfsheitum þeirra starfsmanna er ekki hafa verkfallsheimild í verkföllum með tilvísun til laga nr. 94/1986.  Skráin er yfir starfsheiti sem viðkomandi stéttarfélög hafa samþykkt.  Óskað er staðfestingar bæjarráðs/bæjarstjórnar svo hægt sé að auglýsa skrána í B-deild Stjórnartíðinda.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framangreindur starfsheitalisti verði staðfestur.   3. Bréf umsjónarmanns eigna. ? Styrkbeiðnir vegna húsaleigu í íþróttahúsum.  2009-02-0007.  


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Gunnarssyni, umsjónarmanni eigna, dagsett 5. febrúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir innkomnum umsóknum um niðurfellingu húsaleigu vegna afnota af mannvirkjum Ísafjarðarbæjar. Umsóknirnar eru vegna:


a. Búddahátíð á Ísafirði þann 24. maí n.k. í íþróttahúsinu Torfnesi


b. Þorrablót Stútungs á Flateyri þann 7. febrúar sl. í íþróttahúsinu Flateyri.


c. Nemendafélag MÍ, Söngkeppni Framhaldsskóla 7. mars n.k. í íþróttahúsinu Torfnesi.


Bæjarráð samþykkir að gjald Búddahátíðar fyrir afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi verði sama gjald og fyrir afnot af félagsheimili fyrir stórdansleik eða kr. 39.400.- og sama gildi um afnot vegna Stútungs af íþróttahúsinu á Flateyri.


Jafnframt samþykkir bæjarráð að Nemendafélag MÍ greiði sama gjald kr. 39.400.- fyrir afnot af íþróttahúsinu Torfnesi.4. Fundargerð fundar sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, bæjarstjóra Bolungarvíkur og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.  2009-02-0023.


Lögð fram fundargerð frá fundi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, bæjarstjóra Bolungarvíkur og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, er haldinn var á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 4. febrúar sl.


Bæjarráð tekur undir niðurstöður framkvæmdastjóra sveitarfélaganna um að stefna að sameiginlegu útboði á sorphirðu. 


Bæjarráð leggur til að fulltrúar frá Súðavíkurhreppi og Bolungarvíkurkaupstað hafi seturétt á fundum starfshóps um endurskoðun sorpmála með málfrelsi og tillögurétt.


 


5. Aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi.  2009-02-0011.


Lagt fram aðalfundarboð með dagskrá og ásamt bréfi frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi. Fundurinn er boðaður þann 20. febrúar n.k. og verður haldinn í Harvardsal II, Hótel Sögu og hefst klukkan 16:00.


Lagt fram til kynningar.6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? XXIII. landsþing Samb. ísl. sveitarf. 2009-02-0012.


Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 3. febrúar sl., þar sem boðað er til XXIII. landsþings Samb. ísl. sveitarf. er haldið verður föstudaginn 13. mars n.k. á Hilton Reykjavík Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Í bréfinu er óskað eftir að sveitarfélög fari yfir síðustu kjörbréf sinna fulltrúa og geri breytingar ef ástæða er til og tilkynni í síðasta lagi þann 1. mars n.k.  Skipan fulltrúa Ísafjarðarbæjar var sem hér segir á síðasta þingi.


Ingi Þór Ágústsson, aðalmaður. Birna Lárusdóttir, varamaður.
Svanlaug Guðnadóttir, aðalmaður. Gísli H. Halldórsson, varamaður.
Arna Lára Jónsdóttir, aðalmaður. Sigurður Pétursson, varamaður.Bæjarráð óskar eftir athugasemdum, um hugsanlegar breytingar á fulltrúum, fyrir næsta fund bæjarráðs.7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Megináherslur í úrgangsmálum.  2009-01-0082.


Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 27. janúar sl., þar sem fjallað er um ný drög að megináherslum sambandsins í úrgangsmálum samanber 24. tölulið 758. fundagerðar stjórnar frá 12. desember 2008, þar sem drögin voru staðfest.  Áherslurnar fylgja bréfinu.


Bæjarráð vísar erindinu til starfshóps um endurskoðun sorpmála, sem og til umhverfisnefndar.  8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerð stjórnar frá 14. janúar sl. ásamt gögnum tengdum stjórnarfundinum.   


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 29. janúar sl., ásamt fundargerð stjórnar FV frá 14. janúar sl. og einum sex erindum með tilvísun til afgreiðslu stjórnarfundarins.


Lagt fram til kynningar.9. Endurskoðun á skipan nefnda hjá Ísafjarðarbæ.  2009-02-0024.


Bæjarráð óskar eftir að farið verði í þá vinnu að endurskoða skipan nefnda hjá Ísafjarðarbæ og óskar eftir að tillaga um nýja skipan verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs ef kostur er.10. Útimarkaður.  2009-02-0025.


 Bæjarráð felur atvinnumálanefnd í samstarfi við umhverfisfulltrúa, hafnarstjóra og upplýsingafulltrúa, að kanna möguleika og framkvæmd þess, að koma á fót markaði sem beint yrði sérstaklega að skipafarþegum. Ef þetta reynist fýsilegt ætti að stefna að framkvæmd strax í sumar. Um gæti verið að ræða útimarkað þar sem bændur, listamenn og aðrir bæjarbúar gætu selt afurðir sínar.11. Arna Lára Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.  2009-02-0026.


Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista, leggur fram eftirfarandi fyrirspurn.  Ég óska eftir því að fá neðangreindar upplýsingar um áhættustýringanefnd sem hefur starfað síðan 22. desember 2003.


1. Hvert var verksvið nefndarinnar ?


2. Hversu oft hefur nefndin fundað ?


3. Farið er fram á að fá fundargerðir nefndarinnar birtar.


Jafnframt er farið fram á að áhættustýringarnefndin verði kölluð saman til þess að ljúka sínum málum og hún geri grein fyrir störfum sínum.  Í framhaldi verði nefndin lögð niður.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:25.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Arna Lára Jónsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?