Bæjarráð - 603. fundur - 26. janúar 2009


Þetta var gert:


1. Fundargerðir.



Almannavarnanefnd 21/1.  4. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Atvinnumálanefnd 20/1.  91. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Félagsmálanefnd 20/1.  324. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Fræðslunefnd 20/1.  279. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Minnisblað bæjarritara. ? Afslættir á fasteignagjöldum 2009 vegna elli- og örorkulífeyrisþega, sem og félagasamtaka.  2008-09-0008.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 23. janúar sl., er varðar afslætti á fasteignagjöldum ársins 2009 til elli- og örorkulífeyrisþega, sem og til félagasamtaka. Í minnisblaðinu og á meðfylgjandi gögnum kemur fram hvernig þessu var háttað á árinu 2008 hjá Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tekjumörk vegna styrkja til greiðslu á fasteignaskatti og holræsagjaldi elli- og örorkulífeyrisþega árið 2009 hækki um 5% frá árinu 2008.  Aðrar reglur hvað það varðar verði óbreyttar frá árinu 2008.


Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn, að styrkur til félagasamtaka á greiðslu fasteignaskatts og holræsagjalds verði að hámarki kr. 120.000.- á árinu 2009 eða sá sami og árið 2008. 



3. Afrit bréfs Bændasamtaka Íslands. ? Bótaréttur vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms.  2009-01-0047.


Lagt fram afrit bréfs frá Bændasamtökum Íslands dagsett 16. janúar sl., sem sent var Samb. ísl. sveitarf., þar sem fjallað er um bótarétt vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms.  Í bréfinu er bent á ákveðna þætti sem hafðir verði að leiðarljósi við framkvæmdir í almennaþágu.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar til kynningar.



4. Bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga. ? Atvinnuhorfur - fyrirheit um ný störf. 2008-10-0036.


Lagt fram bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga dagsett þann 15. janúar sl., þar sem fram kemur, að á stjórnarfundi Verkalýðsfélags Vestfirðinga þann 5. janúar sl., var samþykkt að senda bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar erindi er varðar þær aðstæður er skapast hafa á vinnumarkaði og fjölgun atvinnulausra í sveitarfélaginu.


Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi nú þegar óskað eftir fundi með formanni Verkalýðsfélags Vestfirðinga.


Bæjarráð vísar bréfinu til atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.



5. Bréf Yfirfasteignamatsnefndar. ? Beiðni um umsögn vegna kæru. 2007-11-0069.


Lagt fram bréf Yfirfasteignamatsnefndar frá 16. janúar s.l., er varðar beiðni um umsögn vegna kæru Björns Jóhannessonar hrl. f.h. Kristjáns Ólafssonar, Urðarvegi 41, Ísafirði, þar sem kærð er ákvörðun Ísafjarðarbæjar, að breyta skattlagningu fasteignaskatts á fasteign kæranda að Kirkjubóli 4, Ísafirði.  Óskað er svars innan 14 daga frá dagsetningu bréfs þessa.


Bæjarráð vísar málinu til Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns og óskar eftir að hann svari erindinu.



6. Til umræðu mál tengd fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.   2008-09-0008.


Rætt um frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2009 eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 22. janúar sl.  Farið yfir launaliði og aðra rekstrarliði í frumvarpinu.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:45.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?