Bæjarráð - 602. fundur - 19. janúar 2009


Þetta var gert:


1. Fjárhagsáætlun ársins 2009. ? Drög að fjárhagsáætlun lögð fram í bæjarráði.  2008-09-0008.


Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2009.  Á fund bæjarráðs eru mætt Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, Jón H. Oddsson, fjármálastjóri og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri. Jafnframt sátu fundinn  bæjarfulltrúarnir Birna Lárusdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir, fyrir utan þá bæjarfulltrúa er setu eiga í bæjarráði.  Jafnframt sitja bæjarstjóri og bæjarritari fundi bæjarráðs.


Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar,  stofnana hans og fyrirtækja, fyrir árið 2009, til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 22. janúar n.k.


 


2. Fundargerðir.


Íþrótta- og og tómstundanefnd 14/1.  102. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Umhverfisnefnd 14/1.  306. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Bréf samgönguráðuneytis. ? Afsláttur sveitarfélaga á fasteignagjöldum. 2009-01-0031.


Lagt fram bréf til sveitarfélaga frá samgönguráðuneytinu dagsett 7. janúar sl., er varðar fyrirkomulag afslátta á fasteignagjöldum einstakra sveitarfélaga, til elli- og örorkulífeyrisþega.  Á grundvelli 102. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, fer ráðuneytið þess á leit við sveitarfélög landsins, að þau upplýsi ráðuneytið um þær reglur sem í gildi eru varðardi afslætti á fasteignaskatti.  Óskað er að upplýsingarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 2. febrúar n.k.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu þegar gengið hefur verið formlega frá reglum Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009.4. Bréf Félags tónlistarskólakennara. ? Staða tónlistarskólanna í landinu. 2008-10-0036.


Lagt fram bréf Félags tónlistarskólakennara til sveitarfélaga, dagsett 6. janúar sl., er varðar ályktun um stöðu tónlistarskólanna í landinu. Í bréfinu eru sveitarfélög hvött til að gæta þess, að ekki verði vegið að tónlistarskólanum og því þýðingarmikla starfi sem hann stendur fyrir.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til fræðslunefndar. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:25.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?