Bæjarráð - 597. fundur - 8. desember 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerð nefndar.



Félagsmálanefnd 2/12. 322. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


2. liður. Kostnaður vegna íslenskunáms foreldra skólabarna af erlendum uppruna mun rúmast innan fjárhagsáætlunar 2009.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf bæjarstjóra. ? Útsvarsprósenta fyrir árið 2009.  2008-12-0018.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 3. desember sl., þar sem hann gerir grein fyrir tillögu sinni, um að útsvarsprósenta hjá Ísafjarðarbæ verði 13,03% fyrir árið 2009, eins og var á þessu ári 2008.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga bæjarstjóra verði samþykkt.



3. Minnisblað bæjarritara. ? Álagning fasteignagjalda á Kirkjuból 4 í Skutulsfirði.  2007-11-0069.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 3. desember sl., þar sem gerð er lauslega grein fyrir erindi Kristjáns Ólafssonar, Urðarvegi 41, Ísafirði, um að fá endurskoðaða álagningu fasteignagjalda á eign sína Kirkjuból 4 í Skutulsfirði.  Jafnframt er gerð grein fyrir áliti bæjarlögmanns á erindi Kristjáns.


Bæjarráð hafnar erindi Kristjáns Ólafssonar um endurskoðun á álagningu fasteignagjalda á eignina Kirkjuból 4 í Skutulsfirði með tilvísun til samþykktar um búfjárhald í Ísafjarðarbæ nr. 998 frá 20. desember 2001.


 


4. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. ? Tilnefning í byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar á Ísafirði.  2008-04-0014.


Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 1. desember sl., þar sem tilkynnt er, að stofnunin hafi tilnefnt Helga Kr. Sigmundsson, lækni, sem fulltrúa sinn í byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.



5. Bréf Andrésar F. Kristjánssonar. ? Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.  2006-03-0038.


Lagt fram bréf frá Andrési F. Kristjánssyni, f.h. eigenda Meðaldals í Dýrafirði, dagsett 28. nóvember sl., er  varðar aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.  Í bréfinu koma fram ábendingar er varða golfvöllinn í Meðaldal í Dýrafirði.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.



6. Bréf Guðjóns Andersen, Ísafirði. ? Stígur milli Hlíðarvegar og Hjallavegar á Ísafirði.  2008-12-0019.


Lagt fram bréf frá Guðjóni Andersen, Hlíðarvegi 33, Ísafirði, dagsett 1. desember sl., þar sem hann greinir frá ástandi göngustígs á milli Hlíðarvegar og Hjallavegar á Ísafirði, nánar tiltekið upp á milli húsanna Hlíðarvegar 31 og 33.  Stígurinn er ósléttur og á honum engin lýsing.  Óskað er eftir að úr verði bætt hið fyrsta.


Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar til skoðunar.



7.Afrit bréfa Sturlu Böðvarssonar, 1. þingmanns Norðvesturkjördæmis, til forsætisráðherra, menntamálaráðherra, samgönguráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  2008-11-0042.


Lögð fram afrit bréfa Sturlu Böðvarssonar, 1. þingmanns Norðvesturkjördæmis, til forsætisráðherra, menntamálaráðherra, samgönguráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dagsett 28. nóvember sl.  Í bréfunum er greint frá haustfundi þingmanna Norðvesturkjördæmis með sveitarstjórnamönnum á Vestfjörðum, sem haldinn var á Tálknafirði þann 23. október sl., þar sem hagsmunamál sveitarfélaganna á Vestfjörðum voru til umræðu, sem og staðan í efnahagsmálum og óvissu henni samfara.


Lagt fram til kynningar. 



8. Afrit af bréfi bæjarstjóra til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. ? Stofnun lögbýlis í Jökulfjörðum.  2006-04-0054. 


Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, dagsett þann 5. desember sl., er varðar heimild ráðuneytisins til að stofna lögbýli á jörðunum Kjós og Leiru í Jökulfjörðum.  Í bréfi bæjarstjóra er að nokkru rakin forsaga málsins og í lok bréfsins óskað eftir svörum við þremur spurningum bæjarstjóra er hljóða svo.


1. Er ekki litið á bréf Ísafjarðarbæjar til umsækjanda dags. 28. apríl 2008, er fylgdi umsókn hans til ráðuneytisins, sem formlega umsögn? Ef svo er, hvers vegna?


2. Var ráðuneytinu ekki kunnugt um afstöðu Ísafjarðarbæjar, til þess að stofna lögbýli á jörðunum Kjós og Leiru?


3. Komi nú í ljós að ráðuneytinu hafi, þrátt fyrir allt, verið vel kunnugt um afstöðu Ísafjarðarbæjar, kemur þá til greina að endurskoða þessa ákvörðun?


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:10.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?