Bæjarráð - 595. fundur - 24. nóvember 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.


Menningarmálanefnd 18/11.  155. fundur.


Fundargerðin er í tveimur  liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Minnisblað bæjarstjóra. ? Skólaakstur frá Ingjaldssandi. 2007-10-0040.


Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 21. nóvember s.l., er varðar skólaakstur frá Ingjaldssandi í Önundarfirði. Í minnisblaði bæjarstjóra eru trúnaðarupplýsingar er varða kostnað og er ekki ætlast til að þær séu bókaðar í fundargerð.  Bæjarráð fól bæjarstjóra s.l. haust að gera drög að reglum um skólaakstur frá Ingjaldssandi og koma tillögur bæjarstjóra fram í lok minnisblaðsins.


Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samkomulags við viðkomandi aðila á grundvelli tillagna bæjarstjóra. 



3. Framkvæmd tillagna Vestfjarðanefndar. 2008-11-0061.


Lagt fram yfirlit tekið saman af Aðalsteini Óskarssyni, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, um framkvæmd tillagna Vestfjarðanefndar, um flutning starfa til Vestfjarða og stofnun nýrra starfa hér á vegum hins opinbera.


Bæjarráð þakkar Aðalsteini Óskarssyni fyrir góða samantekt.  Jafnframt hvetur bæjarráð Vestfjarðanefndina til að halda vöku sinni, til að tryggja að farið sé eftir áður mótaðri stefnu. 



4. Bréf Bandalags Íslenskra Skáta. ? Styrkbeiðni vegna Evrópsks skátamóts. 2008-10-0065.


Lagt fram bréf frá Bandalagi Íslenskra Skáta dagsett 28. október s.l., er varðar styrkbeiðni vegna Evrópsks skátamóts, er haldið verður á Íslandi á komandi sumri.  Hluti mótsins verður hér á Ísafirði og á Hornströndum og áætlað er að um 100 skátar komi til Ísafjarðarbæjar.  Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 459.900.-, sem greinist í kostnað við gistingu í skólum, aðgengi að sundstöðum og söfnum og matarkostnað.


Bæjarráð vísar til bókunar íþrótta- og tómstundanefndar frá 100. fundi nefndarinnar, þar sem lagt er til að styrkja Bandalag Íslenskra Skáta, án þess að fara út í beinan útlagðan kostnað.   



5. Bréf Veraldarvina. ? Sjálfboðaliðar til vinnu.  2008-02-0028.


Lagt fram tölvubréf frá Veraldarvinum á Íslandi dagsett 18. nóvember s.l., þar sem samtökin og starfsemi þeirra eru kynnt.  Í lok bréfsins bjóða samtökin fram sjálfboðaliða til að vinna að umhverfistengdum verkefnum sumarið 2009.


Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar til frekari skoðunar.



6. Bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.   2008-10-0036.


Lagt fram bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dagsett 14. nóvember s.l., til bæjar- og sveitarstjórna.  Bréfið er ritað í ljósi efnahagslegra þrenginga sem steðja nú að íslensku samfélagi, þar með talið sveitarfélögum og íþróttahreyfingunni.  Í bréfinu kemur fram, að stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur ályktað um að leggja beri áherslu á að treysta stoðir barna- og unglingastarfs o.fl.


Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.



7. Bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga. ? Tilmæli til stjórnenda fyrirtækja og stofnana.  2008-10-0036.


Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga móttekið 17. nóvember s.l., þar sem stjórn félagsins beinir tilmælum í sjö liðum til stjórnenda fyrirtækja og stofnana í ljósi efnahagsþrenginga og óvissu á vinnumarkaði.


Bæjarráð þakkar fyrir bréfið og vísar því til skoðunar hjá sviðsstjórum og mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:10.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?