Bæjarráð - 593. fundur - 10. nóvember 2008


Þetta var gert:


1. Fulltrúar frá ,,Betri byggð? í Reykjavík mæta á fund bæjarráðs.  2008-09-0010.



Á fund bæjarráðs eru mætt þau Halldóra Thoroddsen og Örn Sigurðsson, fulltrúar ,,Betri byggðar? í Reykjavík, til að kynna afstöðu samtakanna til veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.  Eins og kunnugt er hafa samtökin m.a. barist fyrir því að flugvellinum verði lokað í Vatnsmýrinni og þar skipulögð íbúabyggð. 



2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2008.   2007-09-0079.


Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2008 ásamt skýringum.  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fór yfir þau gögn er lágu fyrir og veitti frekari upplýsingar. 


Bæjarráð leggur til, að tillögum að endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2008 verði vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. 



3. Undirbúningur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.   2008-09-0008.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir þeim undirbúningi sem er í gangi vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.  Ljóst er að tímaáætlun sú sem sett var s.l. haust mun ekki standast og hugsanlegt að fjárhagsáætlun verði ekki afgreidd fyrr en í janúar 2009.  Áfram verður unnið að fjárhagsramma fyrir árið 2009.


 


4. Fundargerðir nefnda.



Félagsmálanefnd 4/11.  321. fundur.


Fundargerðin er í sex  liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 6/11.  30. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



5. Bréf Jafnréttisstofu. ? Jafnréttisdagatal 2009, styrkbeiðni.  2008-11-0001.


Lagt fram bréf Jafnréttisstofu dagsett 3. nóvember s.l., er varðar styrkbeiðni vegna útgáfu á jafnréttisdagatali, sem verður dreift í alla skóla og leikskóla landsins, stofnana og fjölmenningarlegra vinnustaða ofl.  Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 50.000.- til útgáfunnar.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



6. Bréf Ungmennafélags Íslands. ? Standið vörð um íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu.  2008-10-0075.


Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett 29. október s.l., þar sem kynnt er samþykkt tillaga frá 36. sambandsráðsfundi UMFÍ frá 11. október s.l.  Tillagan er um að standa vörð um íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Sent íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar. 



7. Bréf Landsnets. ? Kerfisáætlun 2009-2013. ? Afl og orkujöfnun 2011/12. 2008-11-0011.


Lagt fram bréf frá Landsneti dagsett 28. október s.l., ásamt Kerfisáætlun ársins 2008, sem nær til næstu fimm ára þ.e. 2009-2013, sem og skýrslu sem ætlað er að veita markaðsaðilum yfirlit yfir eiginleika og þróun flutningskerfa næstu árin.  Þá fylgir og skýrsla um Afl- og orkujöfnuð 2011/12, sem nú kemur út í þriðja sinn.  Eintök af Kerfisáætlun og skýrslum má nálgast á skrifstofu Landsnets eða á heimasíðu Landsnets.  www.landsnet.is.  Lagt fram til kynningar.


  


8. Bréf menntamálaráðuneytis. ? Íslensk formennska í norrænu ráðherranefndinni 2009.  2008-11-0013.


Lagt fram bréf frá menntamálaráðherra dagsett 31. október s.l., er varðar íslenska formennsku í norrænu ráðherranefndinni 2009.  Með bréfinu fylgir til kynningar formennskuáætlun menntamálaráðuneytisins, ,,Menntun, sköpunarkraftur og frumkvæði á tímum hnattrænna breytinga?.


Lagt fram til kynningar.



9. Bréf menntamálanefndar Alþingis. ? Frumvarp til laga um Háskóla á Ísafirði.  2008-11-0007.


Lagt fram bréf frá menntamálanefnd Alþingis dagsett 3. nóvember s.l., ásamt frumvarpi til laga um Háskóla á Ísafirði, 46. mál.  Óskað er umsagnar um frumvarpið og að svör berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 21. nóvember n.k.


Bæjarráð fagnar öllum tillögum er miða að því að festa háskólakennslu og háskólastarfsemi enn frekar í sessi á Vestfjörðum.  Jafnframt minnir bæjarráð á fyrri samþykktir bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um Háskóla á Ísafirði. 


Bæjarráð felur bæjarritara að senda bókun bæjarráðs og fyrri samþykktir til menntamálanefndar Alþingis.



10. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2008-02-0082.


Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 3. nóvember s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 31. október s.l.  Fjárhagsáætlun ársins 2009 var lögð fram á fundi nefndarinnar og þar samþykkt og fylgir hún fundargerðinni.  Sveitarfélög þurfa að samþykkja fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2009 og er óskað eftir að athugasemdir sveitarfélaga, ef einhverjar eru, berist eftirlitinu fyrir þann 1. desember næstkomandi.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bendir heilbrigðisnefnd Vestfjarða á, að sveitarfélög þurfa að skera niður í sínum rekstri og hagræða vegna fyrirsjáanlegrar tekjulækkunar.


Bæjarráð lítur svo á að hið sama gildi um stofnanir sveitarfélaganna.



11. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerð stjórnar ofl. 2002-04-0007.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 30. október s.l., ásamt fundargerð stjórnar frá 29. október s.l., sem og minnisblað varðandi fund, um Svæðisskipulag Vestfjarða, er haldinn var þann 22. október s.l.


Lagt fram til kynningar.



12. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 758. stjórnarfundar. 


Lögð fram 758. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 31. október s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



13.Bréf Rekstrarstjórnar Stjórnsýsluhúss. ? Rekstrarframlög.  2008-11-0014.


Lagt fram bréf frá Rekstrarstjórn Stjórnsýsluhúss frá 5. nóvember s.l., þar sem fram kemur að stjórnin hefur ákveðið að hækka rekstrarframlög frá og með 1. janúar 2009 um 20%.  Hækkunin er til að vega upp á móti verðlagshækkunum á þessu ári og mæta þeim hækkunum, sem fyrirsjáanlegar verða á næsta ári.


Bréfi Rekstrarstjórnar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2009.



14. Sjúkraflug frá Ísafjarðarflugvelli.  2008-11-0020.


Málið er tekið upp í bæjarráði að ósk Gísla H. Halldórssonar og Sigurðar Péturssonar, bæjarráðsmanna.


Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu Ísafjarðarbæjar um að sjúkraflugvél verði áfram staðsett á Ísafjarðarflugvelli, þar sem enn hafi ekki verið settur upp búnaður til næturflugs á Þingeyrarflugvelli, sem er forsenda fyrir fullnægjandi öryggi í sjúkraflugi.


    


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?