Bæjarráð - 592. fundur - 3. nóvember 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.Félagsmálanefnd 21/10.  320. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Hafnarstjórn 21/10.  137. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Menningarmálanefnd 23/10.  154. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Starfshópur um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ 30/10.  4. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar 27/10.  22. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Umhverfisnefnd 22/10.  301. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Umhverfisnefnd 30/10.  302. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Samb. ísl. sveitarf. ? Fjármálaráðstefna 2008.  2008-11-0003.


Lögð fram tilkynning frá Samb. ísl. sveitarf., þar sem fram kemur að fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2008 verður haldin á Hilton Nordica Reykjavík Hótel fimmtudaginn 13. og föstudaginn 14. nóvember n.k.  Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar verða sendar síðar.


Bæjarráð og fjármálastjóri mæta fyrir hönd Ísafjarðarbæjar á fjármálaráðstefnuna.3. Bréf Félags áhugamanna um víkingaverkefnið. ? Styrkbeiðni vegna áframhaldandi framkvæmda.  2008-10-0055.


Lagt fram bréf frá Félagi áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar dagsett 20. október s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 1.000.000.-, til áframhaldandi framkvæmda á árinu 2009, við byggingu víkingasvæðisins á Oddanum á Þingeyri.


Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar til umsagnar. 4. Bréf Engilberts Ingvarssonar, Hólmavík. ? Styrkbeiðni vegna stofnunar fræðaseturs að Lyngholti á Snæfjallaströnd.  2008-10-0050.


Lagt fram bréf frá Engilbert Ingvarssyni, Hólmavík, dagsett 17. október s.l., þar sem hann greinir frá endurbyggingu húseignarinnar Lyngholts á Snæfjallaströnd og þeirri hugmynd að koma þar upp fræðasetri.  Sótt er um styrk frá Ísafjarðarbæ til að standa undir hluta framkvæmdakostnaðar.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar.5. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða. ? 20. fundur. 2007-02-0137.


Lögð fram 20. fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá 11. október s.l., fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.6. Bréf Knattspyrnusambands Íslands. ? Fjárframlag til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga.  2008-11-0004.


Lagt fram bréf frá Knattspyrnusambandi Íslands dagsett 24. október s.l., þar sem fram kemur að stjórn sambandsins hefur ákveðið að verja allt að 140 milljónum króna, til aukins barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins, til að bregðast við gjörgbeyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi.


Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.7. Bréf Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum. ? Ályktun Vinnumarkaðsráðs.  2008-06-0034.


Lagt fram bréf frá Vinnumarkaðsráði Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, dagsett 29. október s.l., þar sem komið er á framfæri ályktun, er samþykkt var á fundi ráðsins þann 27. október s.l. og er svohljóðandi.  ,,Vinnumarkaðsráð Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum skora á sveitarstjórnir á Vestfjörðum og ríkisvaldið að halda sig við þær framkvæmdaáætlanir sem samþykktar hafa verið til næstu ára.?


Lagt fram til kynningar.8. Bréf Ungmennafélags Íslands. ? Samþykkt tillaga frá samráðsfundi UMFÍ. 2008-10-0075.


Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett 29. október s.l., þar sem greint er frá tillögu er samþykkt var á 36. sambandsráðsfundi UMFÍ, sem haldinn var í Stykkishólmi þann 11. október s.l. og hljóðar svo.


,,36. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn á Hótel Stykkishólmi 11. október 2008, þakkar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir það mikla frumkvæði er hún tekur í samskiptum sínum við HSV. 


Þetta frumkvæði hefur skilað því, að fjárhagslegt öryggi HSV og aðildarfélaga þess, hefur styrkst verulega og með því styrkur til að sinna sínu veigamikla hlutverki í eflingu íþrótta- og tómstundalífs í Ísafjarðarbæ.?


Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.9. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. ? Ný gjaldskrá.   2008-02-0082.


Lagt fram minnisblað frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, er varðar umsögn um drög að gjaldskrá fyrir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.  Á 589. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 29. september s.l., var lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 22. september s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 19. september s.l.  Fundargerðinni fylgja drög að gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit Vestfjarðasvæðis og var óskað eftir að sveitarfélögin ljúki umfjöllun um gjaldskrána fyrir 15. október n.k.  Bæjarráð vísar drögum að gjaldskrá til fjármálastjóra til skoðunar og umsagnar.


Undirritaður hefur farið yfir gjaldskrána og borið hana saman við fyrri gjaldskrár og komist að þeirri niðurstöðu, að gjaldskráin sé innan eðlilegra marka og geri ekki athugasemd við hana.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga að gjaldskrá fyrir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða verði samþykkt.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:15.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?