Bæjarráð - 591. fundur - 20. október 2008


Þetta var gert:1. Fundargerðir nefnda.


Fræðslunefnd 14/10, 277. fundur


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Starfshópur um endurskoðun sorpmála 30/9, 2. fundur


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Starfshópur um endurskoðun sorpmála 15/10, 3. fundur


Fundargerðin er einn liður.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Stjórn skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 13/10, 29. fundur


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Þjónustuhópur aldraðra 10/9, 58. fundur


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Þjónustuhópur aldraðra 9/10, 59. fundur


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


2. Umræða um fjárhagsáætlun og stöðu vinnunnar. 2008-09-0008.


Til fundar við bæjarráð kom Jón H. Oddson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, til að ræða stöðu vinnunnar við fjárhagsáætlun. Vegna þeirra atburða, sem orðið hafa að undanförnu í efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur hægst á vinnunni enda erfitt að finna viðmið til að ganga út frá. Fjármálastjóri gerði grein fyrir vinnu við uppsetningu á nýja fjárhagskerfinu, Navision Financial (Microsoft Dynamics Nav.). Fjárhagsáætlun 2009 verður unnin í þessu nýja kerfi. Gerð fjárhagsáætlunar hefur tafist um a.m.k. eina viku.


Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir samráðsfundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir sl. föstudag í Reykjavík. Umræðuefnið var alvarlegt ástand í efnahagsmálum og hvernig sveitarfélögin geta brugðist við. Samstaða er meðal sveitarfélaga um að standa vörð um grunnþjónustuna og rætt var um að halda gjaldskrám óbreyttum að mestu leyti þar til mál skýrast betur.


Á fundinum var kynnt hvernig Lánasjóður sveitarfélaga mun koma að fjármögnun með innlendu lánsfé til sveitarfélaganna. Bundnar eru vonir við að Lánasjóður geti byrjað að lána stærri lán upp úr miðjum nóvember n.k.3. Ársfundur Byggðasafns Vestfjarða. 2008-10-0056.


Lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða þar sem boðað er til ársfundar safnsins í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsin á Ísafirði þann 7. nóvember n.k.


Bæjarráð felur formanni bæjarráðs, menningarmálanefndar og bæjarstjóra að mæta á ársfundinn, en hvetur jafnframt aðra bæjarfulltrúa og nefndarmenn í menningarmálanefnd til að mæta.


 


4. Samþykkt aðgerðaáætlun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. 2008-10-0036.


Lögð fram aðgerðaáætlun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem unnin var í samstarfi meiri- og minnihluta og samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar 16. október sl. Samkvæmt áætluninni er hlutverk bæjarráðs að fylgjast með framgangi hennar.5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ? aukafundur.


Lögð fram fundargerð 757. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október sl., en þá var haldinn aukafundur vegna þess efnahagsvanda sem sveitarfélögin og þjóðin öll stendur frammi fyrir.6. Stjórn samtaka um betri byggð í Reykjavík, beiðni um fund. 2008-09-0010.


Lagt fram bréf Samtaka um betri byggð í Reykjavík dags. 17. október sl.,  þar sem óskað er eftir fundi með bæjarráðsmönnum vegna flugvallarins í Vatnsmýri.


Bæjarráð býður Samtök um betri byggð velkomin á sinn fund og felur bæjarstjóra að finna hentugan fundartíma. Bæjarfulltrúum verður boðið að sitja fundinn.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:10.


        


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.Er hægt að bæta efnið á síðunni?