Bæjarráð - 588. fundur - 15. september 2008


Þetta var gert:


1. Undirbúningur gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. 2008-09-0008


Jón H. Oddsson fjármálastjóri kom á fund bæjarráðs til að ræða meginforsendur fjárhagsáætlunar ársins 2009 í samræmi við samþykktan vinnuferil við gerð fjárhagsáætlunar. Forsendur voru ræddar og ákveðið að hefja gerð fjárhagsáætlunar í samræmi við umræður á fundinum. Þegar lengra er liðið á haustið verða forsendur endurskoðaðar ef þörf reynist á því.


  


2. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 9/9.  87. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Kristján G. Jóhannsson formaður atvinnumálanefndar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið vegna endurskoðunar samnings milli Alsýnar og Ísafjarðarbæjar. Kristján kynnti stöðu viðræðna við Alsýn fyrir bæjarráði. Á næsta fundi atvinnumálanefndar verður málið endanlega afgreitt.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Menningarmálanefnd 9/9.  150. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum. ? Lögreglusamþykktir á Vestfjörðum. 2007-04-0048.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 12. september s.l., er varðar drög að samræmdri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum.  Bréfið kom áður fyrir fund bæjarráðs þann 8. september s.l.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt af hálfu Ísafjarðarbæjar með þeirri breytingu að inn í III. kafla um ökutæki megi bæta í 22. grein, fjórðu málsgreinar, banni við því að vörubifreiðar 5 tonn eða meira og fólksflutningabifreiðum sem flytja megi 10 farþega eða fleiri, sé óheimilt að leggja í íbúðahverfum, nema á bifreiðastæðum sem sérstaklega séu til þess gerð.4. Byggðasafn Vestfjarða. ? Fundargerð stjórnar frá 9. september 2008. 2007-02-0137


Lögð fram fundargerð stjórnar Listasafns Ísafjarðar.


Fundargerðin er lögð fram til kynningar.5. Bréf Jóhanns B. Gunnarssonar verkefnastjóra Eignasjóðs vegna öryggiskerfis á Hlíf I. 2008-07-0034


Lagt fram bréf dags. 12. september sl. vegna kaupa á nýju öryggiskerfi fyrir Hlíf I. Tilboð barst frá Icepharma og hljóðar upp á 3.530.000 kr. Til viðbótar er kostnaður við uppsetningu.


Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkið og það fjármagnað með því að taka 2.000.000 kr. út af lið vegna sérgreindra verkefna af rekstri Hlífar I. Viðbótarkostnaði umfram er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2008.


 


6. Umsögn þjónustuhóps aldraðra vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Ísafjarðarbæ. 2008-06-0016


Lögð fram umsögn þjónustuhóps aldraðra dagsett 10. september sl. um þörf fyrir hjúkrunarheimili í Ísafjarðarbæ. Í umsögninni kemur fram að brýn þörf sé fyrir 33 rými á Ísafirði, 10 á Flateyri og 9 á Þingeyri eða alls 52 hjúkrunarrými.


Bæjarráð þakkar fyrir umsögn þjónustuhópsins og vísar henni til nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis til umfjöllunar. Bæjarráð felur Sigurði Péturssyni og Svanlaugu Guðnadóttur að fara á fund ráðherra með kröfur Ísafjarðarbæjar vegna byggingar hjúkrunarheimilis.7. Bréf Vinnueftirlitsins dags. 3. september sl. vegna öryggis á vinnustöðum. 2008-09-0031


Lagt fram bréf Vinnueftirlitsins dags. 3. september sl. vegna öryggis á vinnustöðum og erlendra starfsmanna.


Bæjarráð vísar erindinu til verkefnastjóra Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar. 8. Bréf bæjarstjóra til bæjarráðs vegna fjárlagaerindis Ísafjarðarbæjar. 2008-09-0033


Lagt fram bréf bæjarstjóra dags. 12. september sl. þar sem hann gerir grein fyrir fjárlagaerindi sem hann og formaður bæjarráðs lögðu fyrir fjárlaganefnd Alþingis.


Lagt fram til kynningar.9. Búnaðarsamband Vestfjarða, ályktun vegna veiða á mink og ref. 2008-09-0041


Lagt fram bréf Búnaðarsambands Vestfjarða dags. 30. ágúst sl. þar sem áskorun aðalfundar Búnaðarsambandsins skorar á sveitarstjórnir á Vestfjörðum að samræma veiðar á mink og ref.


Bæjarráð bendir á að 53. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Reykhólum dagana 5. og 6. september 2008 fól stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga að útfæra hugsanlega yfirfærslu málaflokksins til Fjórðungssambandsins og þar með alla umsýslu í tengslum við eyðingu refa- og minka á Vestfjörðum.10. Fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa ? frestun framkvæmda. 2007-09-0079


Sigurður Pétursson bæjarráðsfulltrúi óskar eftir því að á næsta fundi bæjarráðs verði lagt fram yfirlit yfir þær framkvæmdir sem lagt er til að verði frestað frá samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2008.11. Næsti fundur bæjarráðs.


Ákveðið að næsti fundur bæjarráðs verði haldinn mánudaginn 29. september n.k.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:15.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. sem jafnframt ritaði fundargerð.Er hægt að bæta efnið á síðunni?