Bæjarráð - 584. fundur - 18. ágúst 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.Atvinnumálanefnd 12/8.  86. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Kristján G. Jóhannsson formaður atvinnumálanefndar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið til að ræða samning Ísafjarðarbæjar við Alsýn.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Íþrótta- og tómstundanefnd 13/8.  96. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


1. tölul. Bæjarráð óskar eftir betri rökstuðningi fyrir því að Ísafjarðarbær leggi til stofnfé í styrktarsjóðinn Framför og felur bæjarstjóra að ræða málið við HSV.


2.  tölul. Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Umhverfisnefnd 6/8. 195. fundur.


Fundargerðin er einn liður.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Þjónustuhópur aldraðra 13/8. 57. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


2. Stjórn Byggðasafns Vestfjarða, fundargerð. 2007-02-0137


Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá 19. fundi sem haldinn var föstudaginn 8. ágúst sl.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar stjórn og starfsfólki Byggðasafns Vestfjarða til hamingju með Íslensku safnaverðlaunin sem forseti Íslands afhenti á Bessastöðum 13. júlí sl. Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Viljayfirlýsing milli utanríkisráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar. 2008-07-0001


Lögð fram viljayfirlýsing milli utanríkisráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar dags. 11. ágúst sl. Yfirlýsingin er undirrituð af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra í þeim tilgangi að eiga samstarf um úttekt á möguleikum þess að koma á auknum samskiptum og viðskiptum milli Grænlands og Ísafjarðarbæjar með sérstakri áherslu á A-Grænland. Mun Ísafjarðarbær leggja til 500.000 kr. vegna úttektarinnar á móti 500.000 kr. utanríkisráðuneytis. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða mun annast úttektina.


Bæjarráð staðfestir viljayfirlýsinguna og lýsir yfir ánægju með hana.4. Bréf grunnskólafulltrúa vegna stöðugilda við Grunnskólann á Suðureyri. 2008-08-0014


Lagt fram bréf dags. 12. ágúst sl. frá Kristínu Ósk Jónasdóttur grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu er óskað eftir aukningu á stöðugildi almennra starfsmanna við skólann sem nemur 0,57 stöðugildum á ársgrundvelli vegna aukinnar þarfar fyrir sérúrræði og stuðning.


Bæjarráð óskar eftir umsögn fræðslunefndar.5. Kauptilboð í Vallargötu 1 á Þingeyri. 2006-07-0008


Lagt fram bréf dags. 13. júlí sl. (móttekið 2. ágúst sl.) með kauptilboði í Vallargötu 1 á Þingeyri. Húsið er einnig nefnt Gamla kaupfélagið eða Grams verslun. Tilboðsgjafi er Hrafnhildur Skúladóttir á Þingeyri. Tilboðsverð er ekki nefnt.


Bæjarstjóri upplýsti að tvö önnur tilboð hafa borist í þetta hús og hefur ekki verið unnið úr þeim ennþá vegna beiðni um frest frá fyrri tilboðsgjafanum. Fljótlega á að vera hægt að vinna úr þeim tilboðum og verði ekki af viðskiptum er hægt að ganga til samninga við Hrafnhildi Skúladóttur.


Bæjarráð samþykkir að tilboðið verði sett í vinnslu ásamt fyrri tilboðum í húsið.6. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna allsherjarþings Evrópusamtaka sveitarfélaga árið 2009. 2008-08-0017


Lagt fram bréf dags. 11. ágúst sl. frá þróunar- og alþjóðasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga CEMR er kynnt. Þingið verður haldið í Málmey í Svíþjóð dagana 22.-24. apríl 2009.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:10


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.Er hægt að bæta efnið á síðunni?