Bæjarráð - 580. fundur - 7. júlí 2008


Þetta var gert:


1.Byggðakvóti 2007/2008. ? Úthlutun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. 2008-04-0081.


Lagt fram að nýju í bæjarráði bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 27. júní s.l., þar sem tilkynnt er úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2007/2008. Bréfið var áður lagt fram til kynningar á 379. fundi bæjarráðs. Umræður urðu um ýmis ákvæði í reglugerð nr. 605, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2007/2008.


Bæjarráð felur bæjarritara að móta hugmyndir að úthlutun á byggðakvóta í Ísafjarðarbæ fyrir þetta fiskveiðiár 2007/2008 á grundvelli umræðna í bæjarráði.  Hugmyndirnar verði sendar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til umsagnar.


Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.    



2. Fundargerðir nefnda.


Menningarmálanefnd 3/7.  149. fundur. 


Fundargerðin er í einum lið.


Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 100.000.- til sjónvarpsmyndarinnar ,,Eitur í æðum?.


Bæjarráð vísar umsókn Ferðaþjónustu Grunnavíkur ehf., til umsagnar í atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð óskar eftir að menningarmálanefnd fjalli aftur um erindi Tónlistarfélags Ísafjarðar og fundi með fulltrúa eða stjórn félagsins, um frekara samstarf  við félagið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 30/6.  293. fundur.


Fundargerðin er í ellefu liðum.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar um gjaldskrá fyrir útgáfu framkvæmda- og stöðuleyfa vísað til annarar umræðu á næsta fundi bæjarráðs.


10. liður. Tillaga umhverfisnefndar um auglýsingu samþykkt.


Bæjarráð staðfestir fundargerðina í heild sinni.



3. Minnisblað grunnskólafulltrúa. ? Kennslustundaúthlutun við GÍ. 2008-06-0050.


Lagt fram minnisblað Kristínar Ó. Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar dagsett þann 1. júlí s.l., er varðar aukin kennslustundafjölda við Grunnskólann á Ísafirði skólaárið 2008/2009.  Erindi þessa efnis var áður tekið fyrir á 579. fundi bæjarráðs undir 274. fundargerð fræðslunefndar 5. lið.  Þörfin fyrir fleiri kennslustundir kemur til af því, að skipta þarf upp einum árgangi nemenda í þrjár bekkjardeildir í stað tveggja áður.


Með tilvísun til útskýringa í minnisblaði grunnskólafulltrúa samþykkir bæjarráð aukinn kennslustundafjölda við Grunnskólann á Ísafirði, sem nemur 25 kennslustundum.  Kostnaði við þessar breytingar er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2008.



4. Minnisblað bæjarritara. ? Endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ. ? Skipun starfshóps. 2008-06-0054


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 23. júní s.l., þar sem fram kemur, að bæjarráð frestaði skipan starfshóps, um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ, á 579. fundi sínum þann 30. júní s.l. og er nú tekið fyrir að nýju í bæjarráði.


Bæjarráð samþykkir að neðangreindir aðilar eigi sæti í starfshópnum og er honum ætlað að skila niðurstöðum eigi síðar en 1. desember 2008.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður,  Sigurður Mar Óskarsson og Ásthildur C. Þórðardóttir.



5. Opnir dagar í Brussel í október 2008. 2008-07-0017


Lagðar fram upplýsingar frá Samb. ísl. sveitarf. um ,,Opna daga í Brussel? í október n.k.  Um er að ræða opna daga Héraðanefndar Evrópusambandsins er verða haldnir 6. ? 9. október n.k.  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru meðal þeirra, sem verða með framlag í ár á þessum helsta viðburði sveitarstjórnarmanna í Evrópu.


Bæjarráð samþykkir að þrír bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar sæki ráðstefnuna ,,Opna daga í Brussel? í október n.k.


   


6. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 755. stjórnarfundar.


Lögð fram fundargerð 755. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 27. júní s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.


  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:20.


Þorleifur Pálsson.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?