Bæjarráð - 577. fundur - 9. júní 2008


Þetta var gert:


1. Fulltrúi Sæfara, félags áhugamanna um sjósport á Ísafirði og fulltrúar HSV koma til fundar við bæjarráð. ? Trúnaðarmál.


Á fund bæjarráðs eru mættir þeir Örn Torfason, fulltrúi Sæfara félags áhugamanna um sjósport á Ísafirði, Jón Páll Hreinsson, formaður HSV og Ingi Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri HSV.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við fulltrúa Sæfara og HSV.



2. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 3/6.  315. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Stjórn skíðasvæða Ísafjarðarbæjar 28/5.  27. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf menntamálaráðuneytis. ? Menntaþing 2008.  2008-06-0012.


Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 3. júní s.l., þar sem fram kemur, að ákveðið hefur verið að efna til Menntaþings föstudaginn 12. september 2008.  Þingið verður haldið á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og stendur frá klukkan 9:00 til 16.00.


Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


 


4. Bréf samgönguráðuneytis. ? Úrskurður ráðuneytisins í stjórnsýslumáli  nr. 8/2008.  2007-11-0003.


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneytinu dagsett 2. júní s.l., er varðar úrskurð ráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 8/2008, Ólína Þorvarðardóttir og Bryndís Friðgeirs-dóttir, f.h. vefsíðunnar skutull.is gegn Ísafjarðarbæ, sem kveðinn var upp 2. júní s.l.  Úrskurður ráðuneytisins fylgir bréfinu.


Í úrskurðarorðum segir:  Hafnað er kröfu Ólínu Þorvarðardóttur og Bryndísar Friðgeirsdóttur, f.h. skutuls.is, þess efnis að ákvörðun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, um að hafna erindi þeirra vegna vefmiðilsins skutuls.is, þann 12. nóvember 2007, hafi verið ólögmæt.


Lagt fram til kynningar.


 


5. Viðræður við Hestamannafélagið Hendingu. ? Uppkaup skeiðvallar félagsins í Hnífsdal.  2006-04-0053.


Lögð fram fundargerð samningafundar Ísafjarðarbæjar og Hestamannafélagsins Hendingar vegna skeiðvallar í Hnífsdal, frá fundi er haldinn var þann 4. júní s.l.  Fundargerðinni fylgir yfirlit Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, yfir fundi, símtöl o.fl. vegna skeiðvallar Hendingar í Hnífsdal.


Jafnframt er lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til Hestamannafélagsins Hendingar dagsettu 4. júní s.l., þar sem Ísafjarðarbær leggur fram tvö aðskilin tilboð er varða væntanleg uppkaup á skeiðvelli Hendingar í Hnífsdal.


Lagt fram til kynningar.  


   


6. Bréf Danish theatre company Terra Nova.  2008-05-0069.


Lagt fram bréf Danish theatre company Terra Nova dagsett 27. maí s.l., þar sem verið er að kanna hvort Ísafjarðarbær hafi áhuga á að taka þátt í sameiginlegu norrænu verkefni um leikhúsverk, sem farið verði með um Danmörku, Noreg, Svíþjóð, Færeyjar og Ísland sumarið 2009.


Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.



7. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 754. fundar stjórnar.


Lögð fram 754. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 23. maí s.l., að Borgartúni 30 í Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.



8. Bréf fjármálastjóra. ? Nýtt upplýsingakerfi.  2008-06-0021.


Lagt fram bréf frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, til bæjarráðs, dagsett 6. júní s.l., er varðar könnun hans á nýju upplýsingakerfi fyrir Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að heimild verði veitt til að skipta yfir í Navision bókhalds- og upplýsingakerfi. 



9. Bréf bæjarstjóra. ? Stuðningur sveitarfélaga við stjórnmálastarfsemi.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs, dagsett 6. júní s.l., er varðar lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra og skyldu sveitarfélaga með 500 íbúa eða fleiri til að veita stjórnmálasamtökum, sem hafa fengið mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum, fjárframlög til starfsemi sinnar.  Bréfi bæjarstjóra fylgja lög nr. 162 frá 21. desember 2006.


Lagt fram til kynningar.  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:45. 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?