Bæjarráð - 575. fundur - 27. maí 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 23/5.  313. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


1. liður.  Bæjarráð óskar upplýsinga frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu um hvort þjónustan rýmist innan gildandi fjárhagsáætlunar.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Fræðslunefnd 20/5.  273. fundur.


Fundargerðin er í ellefu liðum.


6. liður.  Bæjarráð óskar eftir að skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði komi á næsta fund bæjarráðs til viðræðna um erindið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


2. Bréf bæjarstjóra. ? Umsögn um stofnun lögbýla. 2006-04-0054.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 22. maí s.l., er varðar beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, um umsögn vegna stofnunar lögbýla á jörðunum Leiru og  Kjós í Jökulfjörðum.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu á grundvelli gagna í bæjarráði.3. Minnisblað bæjarritara. ? Sorpeyðingargjöld, beiðni um niðurfellingu. 2008-04-0001.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 23. maí s.l., er varðar beiðni um niðurfellingu sorpeyðingargjalds af steypustöð á Söndum í Dýrafirði.  Erindið var áður fyrir bæjarráði þann 5. maí s.l.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu á grundvelli minnisblaðs bæjarritara. 4. Bréf Atla Gunnarssonar. ? Menningartengd ferðaþjónusta, styrkbeiðni. 2008-05-0063.


Lagt fram bréf Atla Gunnarssonar, Ljósvallagötu 8, Reykjavík, dagsett 21. maí s.l., þar sem hann kynnir undirbúning að stofnun fyrirtækis, sem sérhæfir sig í menningartengdri ferðaþjónustu á Vestfjörðum með áherslu á frönskumælandi ferðamenn.  Óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við stofnun fyrirtækisins.


Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar til umsagnar.5. Minnisblað forstöðumanns Upplýsingamiðstöðvar. ? Samningur við Handverkshópinn Koltru, Þingeyri.  2008-03-0062.


Lagt fram minnisblað Heimis Hanssonar, forstöðumanns Upplýsingamiðstöðvar, dagsett 22. maí s.l.  Minnisblaðið varðar viðræður hans við fulltrúa Handverkshópsins Koltru á Þingeyri, vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri.  Bæjarráð fól bæjarstjóra þann 7. apríl s.l., að ræða við forstöðumann Upplýsingamiðstöðvar um hugsanlega samningsgerð o.fl. við fulltrúa Koltru á Þingeyri.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Koltru, um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri, á grundvelli umræðna í bæjarráði.6. Þakkarkveðja frá Skelli, Ísafirði. ? Öldungamót BLÍ.


Lögð fram til kynningar þakkarkveðja frá Blakfélaginu Skelli á Ísafirði, vegna stuðnings Ísafjarðarbæjar við Öldungamót BLÍ 2008, er haldið var hér í Ísafjarðarbæ.7. Bréf Menningarráðs Vestfjarða. ? Boðun aðalfundar.  2008-05-0048.


Lagt fram bréf frá Menningarráði Vestfjarða dagsett 17. maí s.l., þar sem boðað er með dagskrá, til aðalfundar Menningarráðs þann 18. júní n.k.  Fundurinn verður haldinn á Patreksfirði. Jafnframt er lögð fram skýrsla Menningarráðs um starfsárið 2007.


Bæjarráð felur formanni menningarmálanefndar að mæta á aðalfund Menningarráðs fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.8. Bréf Hestamannafélagsins Hendingar. ? Skeiðvöllur á Búðartúni í Hnífsdal. 2007-07-0027.


Lagt fram í bæjarráði bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu á Ísafirði dagsett 27. maí s.l., þar sem félagið gerir grein fyrir sínum hugmyndum er varða verðmæti skeiðvallar félagsins í Hnífsdal.


Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar þann 22. maí s.l.,  felur bæjarráð bæjarstjóra og forstöðumanni tæknideildar að hefja formlegar samningaviðræður við Hestamannafélagið Hendingu, um uppkaup skeiðvallar félagsins í Hnífsdal.  


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?