Bæjarráð - 573. fundur - 13. maí 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.


 Atvinnumálanefnd 6/5. 84. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Félagsmálanefnd 6/5.  311. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Landbúnaðarnefnd 8/5.  85. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 1. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögur landbúnaðarnefndar.


 


 Menningarmálanefnd 5/5.  147. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Þjónustuhópur aldraðra 7/5.  56. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ,


 að falla frá sumarlokun á Tjörn á Þingeyri.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - Boðun aðalfundar.


 Lagt fram bréf frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 7. maí s.l., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins fyrir rekstrarárið 2007.  Fundurinn er boðaður miðvikudaginn 21. maí n.k. og hefst kl. 14:00, í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum.



3. Bréf mannauðsstjóra. - Ráðningarferli um starf umhverfisfulltrúa. 2008-03-0048


 Lagt fram bréf frá Gerði Eðvarsdóttur, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 7. maí s.l., þar sem rætt er um ráðningarferli um starf umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar með tilvísun til bæjarmálasamþykktar sveitarfélagsins.


 Bæjarráð telur að bæjarstjórn eigi að ráða í stöðu umhverfisfulltrúa með tilvísun til 65. greinar bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.





4. Bréf Andrésar Guðmundssonar vegna Skólahreysti 2008.  2008-05-0015.


 Lagt fram bréf frá Andrési Guðmundssyni f.h. Skólahreysti, móttekið 7. maí s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu á leigu íþróttahússins á Torfnesi þann 3. apríl s.l.


 Bæjarráð samþykkir beiðni bréfritara um styrk er færist á 21-81-995-1.



5.  Bréf VST-Rafteikning hf.  - Sameining fyrirtækja.  2008-05-0009.


 Lagt fram bréf frá VST-Rafteikningu hf., dags. 25. apríl s.l., þar sem greint er frá sameiningu fyrirtækjanna Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. og Rafteikninga hf.


 Lagt fram til kynningar.


  


6. Bréf Sonju M. Hreiðarsdóttur hdl. - Ráðgjöf á sviði vinnuréttar og vinnumarkaðsréttar.  2008-05-0003.


 Lagt fram bréf Sonju Maríu Hreiðarsdóttur hdl., þar sem hún kynnir þjónustu sína, sem er m.a. ráðgjöf og eða aðstoð á sviði vinnuréttar og vinnumarkaðstéttar.


 Lagt fram til kynningar.



7. Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis. - Dagur barnsins 25. maí n.k. 2008-05-0011.


 Lagt fram bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneyti dagsett 2. maí s.l., er fjallar um dag barnsins, er haldinn verður þann 25. maí n.k. og hlotið hefur yfirskriftina ,,Gleði og samvera?.


 Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.



8. Bréf frá Swiss International Holiday Exhibition.  2008-05-0017.


 Lagt fram bréf frá Swiss International Holiday Exhibition móttekið 7. maí s.l., boð um þátttöku í ferðamálasýningu.


 Bæjarráð óskar umsagnar Markaðsstofu Vestfjarða.



9. Þrjú bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. - Beiðni um umsögn þriggja frumvarpa.  2008-05-0004.  -0005.  -0006.


 Lögð fram þrjú bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis dagsett 2. maí s.l., en móttekin þann 5. maí s.l., þar sem óskað er umsagnar um eftirtalin frumvörp til laga.


Frumvarp til laga um Fiskræktarsjóð, 554. mál, hlutverk og staða sjóðsins.


Frumvarp til laga um flutning stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu, 531. mál, breyting ýmissa laga.


Frumvarp til laga um fiskeldi, 530. mál, heildarlög.


 Umsagnarfrestur á öllum frumvörpum er til 14. maí n.k.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsögnum Ísafjarðarbæjar.



10. Samb. ísl sveitarf. - Fundagerð 753. stjórnarfundar frá 25. apríl 2008.


 Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 753. fundi er haldinn var þann 25. apríl s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.


 Lagt fram til kynningar.



11. Trúnaðarmál.


 Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.



12. Staða í ráðningarmálum upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0047


 Gerður Eðvarsdóttir, mannauðsstjóri, mætti á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir stöðunni varðandi ráðningu í starf upplýsingafulltrúa hjá Ísafjarðarbæ.  Sjö sóttu um stöðuna og voru tekin viðtöl við fimm umsækjendur.  Tveir af þeim umsækjendum drógu síðan umsóknir sínar til baka.  Mannauðsstjóri og bæjarritari tóku viðtölin og leggja til að Hálfdán Bjarki Hálfdánarson verði ráðinn upplýsingafulltrúi.


 Með tilvísun til framangreindrar tillögu samþykkir bæjarráð að Hálfdán Bjarki Hálfdánarson verði ráðinn upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar.  





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:40.





Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


 


 


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?