Bæjarráð - 572. fundur - 5. maí 2008


Þetta var gert:


1. Fulltrúar frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Grunnskólanum á Ísafirði mæta á fund bæjarráðs vegna stöðugilda við GÍ.


 Á fund bæjarráðs eru mættar þær Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Olga Veturliðadóttir, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, vegna tillögu fræðslunefndar í 3. lið 272. fundargerðar frá 22. apríl s.l., þar sem lagt er til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún  heimili 40% aukningu á stöðugildum við GÍ og leggur til að stjórnunarhlutfall deildarstjóra verði 60 %.  Bæjarráð óskaði frekari upplýsinga um málið á 571. fundi sínum þann 28. apríl s.l.


 Á grundvelli upplýsinga frá grunnskólafulltrúa og skólastjóra GÍ, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að heimiluð verði umbeðin aukning á stöðugildum við Grunnskólann á Ísafirði.


 


2. Fundargerðir nefnda.


 Félagsmálanefnd 29/4.  310. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Menningarmálanefndar 29/4.  146. fundur.


 Fundargerðin er í tólf liðum.


 8. liður.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að veittur verði


 styrkur til Nemendafélags MÍ, vegna húsaleigu á Torfnesi.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Staðardagskrárnefnd 22/4.  32. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Staðardagskrárnefnd 30/4.  33. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Bréf verkefnastjóra tæknideildar. - Tilboð í málun leikskólans Laufáss á Þingeyri.  2008-04-0084.


 Lagt fram bréf frá Jóhanni Bæring Gunnarssyni, verkefnastjóra á tæknideild, dagsett 30. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir tilboði er borist hefur í málun á leikskólanum Laufási á Þingeyri, að upphæð kr. 2.595.670.- frá Bjarndísi Friðriksdóttur, Ísafirði.  Aðeins eitt tilboð barst, en kostnaðaráætlun var kr. 2.025.865.-.  Jóhann leggur til að tilboðinu verði tekið.


 Bæjarráð samþykkir tillögu Jóhanns Bærings Gunnarssonar, verkefnastjóra.


 


4. Bréf Brynhildar Pálmadóttur. - Beiðni um niðurfellingu sorpeyðingarjalds af steypustöð á Söndum, Dýrafirði.  2008-04-0001. 


 Lagt fram bréf frá Brynhildi Pálmadóttur, lögfræðingi, dagsett 23. apríl s.l., þar sem hún f.h. Pálmars Kristmundssonar, óskar eftir niðurfellingu sorpeyðingargjalds af steypustöð á Söndum í Dýrafirði.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort og hver afgreiðsla hefur verið á sambærilegum málum og kynna það fyrir bæjarráði.


 


5.  Bréf iðnaðarráðuneytis. - Raforku- og gagnaflutningskerfi á Vestfjörðum. 2008-04-0065.


 Lagt fram bréf frá iðnaðarráðuneyti dagsett 23. apríl s.l., þar sem vísað er til ályktunar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um raforku- og gagnaflutningskerfi á Vestfjörðum.  Í bréfinu kemur fram afstaða ráðuneytisins og frekari upplýsingar.


 Bæjarráð vísar bréfi iðnaðarráðuneytis til umræðu í bæjarstjórn.


  


6. Boðun ársfundar Vaxtarsamnings Vestfjarða 2007.


 Lagt fram bréf um boðun ársfundar Vaxtarsamnings Vestfjarða fyrir árið 2007.  Fundurinn verður haldinn þann 13. maí n.k. í sal Þróunarseturs Vestfjarða á Ísafirði og hefst klukkan 10:30.


 Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:05.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?