Bæjarráð - 571. fundur - 28. apríl 2008

Þetta var gert:





1. Auglýst starf umsjónarmanns eigna. - Niðurstaða viðtala kynnt fyrir bæjarráði.  2008-03-0049.


 Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Gerður Eðvarsdóttir, mannauðs- stjóri, komu á fund bæjarráðs og kynntu niðurstöður viðtala við umsækjendur um nýtt starf umsjónarmanns eigna á tæknideild Ísafjarðarbæjar.


 Í samræmi við tillögu bæjartæknifræðings og mannauðsstjóra leggja fulltrúar meirihluta í bæjarráði til, að Jóhann Bæring Gunnarsson, Ísafirði, verði ráðinn í starf umsjónarmanns eigna á tæknideild Ísafjarðarbæjar.



2. Fundargerðir nefnda.


 Atvinnumálanefnd 18/4.  83. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Barnaverndarnefnd 22/4.  98. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Fræðslunefnd 22/4.  272. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 3. liður.  Bæjarráð óskar frekari upplýsinga um beiðni um aukið stöðugildi við Grunnskólann á Ísafirði.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 23/4.  91. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 1. liður.  Bæjarráð samþykkir að fresta frágangi á samningi við Golfklúbbinn Glámu á Þingeyri, þar til aðrir samstarfssamningar við HSV liggja fyrir.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 23/4.  287. fundur.


 Fundargerðin er í sautján liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf Sigrúnar Sigurðardóttur. - Fyrirhuguð stofnun Starfsendurhæfingar Vestfjarða.  2008-04-0098.


 Lagt fram bréf frá Sigrúnu Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðingi M.Sc., Ólafsfirði, dagsett 12. apríl s.l., er varðar fyrirhugaða stofnun Starfsendurhæfingar Vestfjarða og könnun vilja hagsmunaaðila á starfssvæði til stofnunar slíkrar starfsendurhæfingar.


 Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.


  


4. Fundarboð til eigenda jarðarinnar Hvamms í Dýrafirði.  2008-04-0086.


 Lagt fram fundarboð til eigenda jarðarinnar Hvamms í Dýrafirði.  Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 6. maí n.k. klukkan 14:00 í Grafarvogskirkju, sal Lionsklúbbsins.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn f.h. Ísafjarðarbæjar.


 


5.  Fundargerð 103. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði.


 Lögð fram fundargerð 103. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði, frá fundi er haldinn var þann 10. mars s.l. á skrifstofu skólameistara MÍ.


 Lagt fram til kynningar.


  


6. Bréf félags- og tryggingamálanefndar Alþingis. - Þingsályktun  um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum.


 Lagt fram bréf félags- og tryggingamálanefndar Alþingis dagsett 22. apríl s.l., þar sem óskað er umsagnar á tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til 2010, 534. mál.  Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en þann 13. maí n.k.


 Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:25.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?