Bæjarráð - 569. fundur - 14. apríl 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.


 Fræðslunefnd 8/4.  271. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 9/4.  90. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 9/4.  286. fundur.


 Fundargerðin er í tíu liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Þjónustuhópur aldraðra 30/1.  54. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Þjónustuhópur aldraðra 3/4.  55. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Rannsóknarsjóðs Bjarna Benediktssonar. - Styrkbeiðni.  2008-04-0017.


 Lagt fram bréf frá Rannsóknarsjóði Bjarna Benediktssonar dagsett í mars s.l., þar sem óskað er efir styrk til sjóðsins.  En í tilefni af því, að 100 ár eru liðin frá fæðingu Bjarna Benediktssonar, lagaprófessors og forsætisráðherra, hefur verið ákveðið að stofna til styrkveitinga á sviði lögfræði og sagnfræði.


 Lagt fram til kynningar.


 


3. Félags- og menningarmiðstöð, Hafnarstræti 11, Flateyri.  Samstarfs-samningur.  2008-04-0005.


 Lagður fram samstarfssamningur á milli Félags- og menningarmiðstöðvar, Hafnarstræti 11, Flateyri og Ísafjarðarbæjar, um rekstur ,,Félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri?.  Samningurinn var samþykktur af félaginu á aðalfundi þess.  Jafnframt er lögð fram fundargerð frá aðalfundi samstarfsaðila um rekstur Félags- og menningarmiðstöðvar, er haldinn var þann 27. mars s.l. á Flateyri.  Fundargerðinni fylgja þrjár ályktanir frá fundinum.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.


  


4. Bréf bæjartæknifræðings. - Björgunarmiðstöð á Ísafirði.   2007-09-0041.


 Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 8. apríl s.l., varðandi fund er hann sat ásamt bæjarstjóra, sýslumanninum á Ísafirði, fulltrúa Björgunarfélags Ísafjarðar og fulltrúa Neyðarlínunnar, um byggingu björgunarmiðstöðvar á Ísafirði.  Í bréfinu er óskað eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í starfshóp, en það hafa aðrir greindir aðilar gert.  Fram kemur í bréfinu að bæjartæknifræðingur gerir ráð fyrir að halda utan um verkefnið fyrir hönd starfshópsins og þá mun slökkviliðsstjóri einnig vinna með starfshópnum.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ingi Þór Ágústsson, bæjarfulltrúi, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar.


 


5.  Bréf bæjarstjóra. - Hornstrandanefnd, endurtilnefning. 


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir að Ísafjarðarbær hefur átt tvo fulltrúa í Hornstrandanefnd í ein 8-9 ár, eða allt síðan forveri Umhverfisstofnunar bauð bænum tvö sæti í nefndinni.  Bæjarstjóri hefur setið í nefndinni frá upphafi, en skipt hefur verið nokkrum sinnum um hinn fulltrúa Ísafjarðarbæjar.  Guðni G. Jóhannesson er nú fulltrúi Ísafjarðarbæjar, en tilnefna þarf fulltrúa í hans stað, þar sem Guðni hefur látið af störfum sem bæjarfulltrúi.


 Bæjarráð vísar tilnefningu í Hornstrandanefnd til bæjarstjórnar.   



6. Bréf Valdimars Kristinssonar, Reykjavík. - Reykjavíkurflugvöllur ofl. 2008-03-0018.


 Lagt fram bréf frá Valdimar Kristinssyni, viðskipta- og landfræðingi, er fjallar um Reykjavíkurflugvallarmálið, skiptar skoðanir og hugsanlegar úrlausnir.


 Lagt fram til kynningar. 



7. Bréf bæjarstjóra. - Svör við fyrirspurnum Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, um tölvumál.


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 11. apríl s.l., er varðar fyrirspurnir frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa, um tölvumál.  Í bréfinu svarar bæjarstjóri fyrirspurnum Sigurðar.


 Bæjarráð staðfestir þá ákvörðun að kaupa vinnutölvur til afnota fyrir bæjarfulltrúa, að upphæð kr. 850.000.-, enda rúmast það innan samþykktrar fjárhagsáætlunar 2008.  Tölvurnar eru í eigu Ísafjarðarbæjar og afhentar bæjarfulltrúum til afnota vegna starfa sinna.



8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð XXII. landsþings sambandsins, ásamt öðrum gögnum.  2008-02-0038.


 Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 7. apríl s.l., ásamt fundargerð XXII. landsþings sambandsins með ályktunum og samþykktum þess og fleiri gögnum, sem lögð voru fram á þinginu.


 Lagt fram til kynningar.



9. Áfangaskýrsla Landsnets. - Flutningskerfi Vestfjarða.


 Lögð fram áfangaskýrsla Landsnets frá því í desember 2007, um ,,Flutningskerfi Vestfjarða?.  Skýrslan er unnin af Írisi Baldursdóttur og Kolbrúnu Reinholdsdóttur, Verkefnisstofunni Afl.


 Lagt fram til kynningar. 



10. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007.


 Lögð fram drög að ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007.  Ársreikningurinn er settur upp af Þóri Sveinssyni, fráfarandi fjármálastjóra og Guðmundi E. Kjartanssyni, löggiltum endurskoðanda Ísafjarðarbæjar.  Guðmundur E. Kjartansson og Margrét Högnadóttir frá Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum, eru mætt til fundar við bæjarráð.


 Bæjarráð vísar drögum að ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007 til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 17. apríl n.k.



11. Fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa.


 Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, óskaði eftir upplýsingum um afgreiðslu á tillögu  Magnúsar Reynis Guðmundssonar, bæjarfulltrúa, um mismunandi álagningu fasteignagjalda á bílgeymslur, er lögð var fram á 239. fundi bæjarstjórnar 21. febrúar s.l.    


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:18.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?