Bæjarráð - 567. fundur - 31. mars 2008

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


 Atvinnumálanefnd 18/3.  82. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefndar 26/3.  285. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Tvö bréf atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.


 Lagt fram bréf frá atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar dagsett 12. mars s.l., þar sem greint er frá afgreiðslu nefndarinnar á erindi frá bæjarstjórn um línuívilnun.  Nefndin telur það ekki í verkahring sínum, að koma með einstakar tillögur um framkvæmd aflamarkskerfisins.


 Jafnframt lagt fram bréf frá atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar dagsett 12. mars s.l., þar sem greint er frá afgreiðslu nefndarinnar á erindi frá bæjarstjórn vegna byggðakvóta.  Atvinnumálanefnd leggur til, að skorað verði á sjávarútvegsráðherra að almennt verði úthlutun byggðakvóta í upphafi fiskveiðiársins og það sé tryggt að aðilar nái að nýta sér úthlutunina innan raunhæfs tímaramma.  Það er því tillaga nefndarinnar, að áskorunin verði frekar með fyrrnefndum áherslum, en ekki þeim sem koma fram í áskorun, sem upprunalega var vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn.


Guðmundur Þór Kristjánsson, nefndarmaður í atvinnumálanefnd, skilaði séráliti um málið.


 Lagt fram til kynningar.


 


3. Drög að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 2009 - 2011.


 Lögð fram drög að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 2009 - 2011.  Drögin sýna fjárfestingaráætlun fyrir árið 2008, 3ja ára fjárfestingaráætlun 2009 - 2011 og fjármagnsstreymi.


 Bæjarráð vísar drögum að þriggja ára áætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



4. Ráðning í stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar.


 Að beiðni Svanlaugar Guðnadóttur, formanns bæjarráð, var málið tekið á dagskrá bæjarráðs til umræðna.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að ráðning Margrétar Halldórsdóttur, sem íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar, verði staðfest.





5.  Minnisblað Þóris Sveinssonar, fráfarandi fjármálastjóra.  2008-03-0031.


 Lagt fram minnisblað frá Þóri Sveinssyni, fráfarandi fjármálastjóra, dagsett 17. mars s.l., er varðar horfur á lánamörkuðum og fjármögnun framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2008.


 Lagt fram til kynningar.



6. Afrit af bréfi Lögsýnar ehf., til byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar. 2005-07-0027.


 Lagt fram afrit af bréfi Lögsýnar ehf., Ísafirði, dagsett 10. mars s.l., stílað á byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.  Erindi bréfsins er um úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, er varðar byggingu sumarbústaðar á lóðinni nr. 62 í Tungudal í Skutulsfirði.


 Bæjarráð bendir á að málið er í vinnslu hjá umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.



7. Bréf Slysavarnadeildarinnar Tinda. - Álagning fasteignagjalda.  2008-03-0052.


 Lagt fram bréf frá Slysavarnadeildinni Tindum í Hnífsdal dagsett 28. mars s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort húseign félagsins Strandgata 1, Hnífsdal, njóti ekki sömu afsláttar af fasteignagjöldum, sem aðrar eignir deildarinnar samkvæmt samningi við Ísafjarðarbæ.


 Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarritara að ganga frá málinu.



8. Bréf samgönguráðuneytis. - Meðferð og afgreiðsla ársreikninga sveitarfélaga.


 2008-03-0030. 


 Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 12. mars s.l., til sveitarfélaga, er  varðar meðferð og afgreiðslu ársreikninga sveitarfélaga.  Í bréfinu kemur fram, að ársreikningur sveitarsjóða, stofnana og fyrirtækja sveitarfélaga skuli vera tilbúinn til afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir lok aprílmánaðar og fullnaðarafgreiðslu sé lokið eigi síðar en 1. júní.


 Lagt fram til kynningar.



9. Bréf Friðfinns S. Sigurðssonar. - Kauptilboð í gæsluvallarhús við Túngötu á Ísafirði.  2006-05-0022.


 Lagt fram bréf frá Friðfinni S. Sigurðssyni á Þingeyri, dagsett 14. mars s.l., þar sem hann gerir kauptilboð í gæsluvallarhús við Túngötu á Ísafirði.  Verði tilboðinu tekið skuldbindur hann sig til að fjarlægja húsið fyrir 1. júní n.k.


 Bæjarráð samþykkir tilboði Friðfinns S. Sigurðssonar, enda verði gengið frá grunni hússins í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.



10. Bréf Húsafriðunarnefndar. - Silfurgata 5, Ísafirði.  2007-09-0043.


 Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins dagsett 14. mars s.l., þar sem greint er frá umfjöllun nefndarinnar um húseignina Silfurgötu 5, Ísafirði.  Í bréfinu kemur fram, að Húsafriðunarnefnd mælist eindregið til þess, að húsið verði ekki rifið heldur verði því fundið nýtt hlutverk og ytra byrði þess fært nær upprunalegri mynd.  Húsafriðunarnefnd lýsir vilja sínum til að koma að þessu verkefni, bæði með beinu fjárframlagi og ráðgjöf.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar og byggingar-nefndar Grunnskólans á Ísafirði.



11. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Uppgjör framlaga ársins 2007.


 Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 4. mars s.l., þar sem gerð er grein fyrir uppgjöri framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2007.  Jafnframt er fjallað um úthlutanir framlaga á árinu 2008.


 Lagt fram til kynningar. 



12. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - 53. Fjórðungsþing.  2008-03-0060.


 Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 26. mars s.l., þar sem fram kemur að stjórn Fjórðungssambandsins hefur samþykkt að boða til 53. Fjórðungsþings dagana 5. og 6. september n.k. og verður þingið haldið á Reykhólum.


 Lagt fram til kynningar.      


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:23.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?