Bæjarráð - 566. fundur - 17. mars 2008

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 11/3.  95. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Fræðslunefnd 11/3.  270. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 2. liður.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að


 Grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar verði samþykkt.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Landbúnaðarnefnd 3/3.  84. fundur.


 Fundagerðin er í fjórum liðum.


 2. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar,


 enda haldi nefndin sig innan fjárhagsáætlunar ársins.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefndar 12/3.  284. fundur.


 Fundargerðin er í tíu liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Bréf Háskólaseturs Vestfjarða. - Umsögn um rannsóknastofu á sviði sjávarútvegs.  2008-02-0039.


 Lagt fram bréf frá Háskólasetri Vestfjarða dagsett 5. mars s.l., ásamt umsögn vegna tillögu frá Landssambandi smábátaeigenda, um stofnun sjálfstæðrar rannsóknarstofu á sviði sjávarútvegs með aðsetur á Vestfjörðum.  Bæjarráð óskaði eftir umsögn Háskólaseturs, á 562. fundi sínum er haldinn var þann 18. febrúar s.l.


 Bæjarráð þakkar Háskólasetir Vestfjarða fyrir umsögnina og vísar málinu til umræðu í bæjarstjórn.3. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ofh. - Aðalfundarboð.  2008-01-0071.


 Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett þann 11. mars s.l., þar sem boðað er til aðalfundar fyrir árið 2007.  Fundurinn verður föstudaginn 4. apríl n.k. og hefst kl. 15:30 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík.  Fundurinn er haldinn í tengslum við XXII. landsþing Samb. ísl. sveitarf.


 Bæjarráð samþykkir, að Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á aðalfundinum.4. Bréf samgönguráðuneytis. - Móttaka ályktunar.  2008-03-0018.


 Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 11. mars s.l., þar sem ráðuneytið staðfestir móttöku á erindi frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar dagsettu 7. mars s.l., um hægagang við að reisa samgöngumiðstöð við flugvöllinn í Reykjavík.


 Lagt fram til kynningar.5.  Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga til Vegagerðarinnar. - Ályktun um snjómokstur.   2008-03-0026.


 Lagt fram afrit bréfs Fjórðungssambands Vestfirðinga til Vegagerðarinnar dagsett 12. mars s.l., er varðar ályktun um snjómokstur, frá fundi starfshóps um endurskoðun samgönguáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga, er haldinn var þann 10. mars s.l.  Einkum er rætt um snjómokstur um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar og norður í Árneshrepp á Ströndum.


 Bæjarráð tekur undir ályktun starfshóps um endurskoðun samgönguáætlunar FV og leggur áherslu á að snjómokstur verði hafinn sem fyrst.6. Fjárfestingastofa. - Skýrsla um netþjónabú og staðarvalsathuganir.  2007-11-0001.


 Lögð fram skýrsla Fjárfestingastofu frá því nú í mars, um netþjónabú og staðarvalsathuganir, en Fjárfestingastofa ákvað síðla árs 2007, að láta gera staðarvalsúttekt á nokkrum sveitarfélögum með það að markmiði að kanna möguleika þeirra til að taka á móti netþjónabúi.  Ísafjarðarbær ásamt Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi tóku þátt í þessu verkefni.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Skýrslunni vísað til atvinnumálanefndar. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?