Bæjarráð - 563. fundur - 25. febrúar 2008

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


 Félagsmálanefnd 19/2.  305. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 22/2.  283. fundur.


 Fundargerðin er í níu liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Staðan í ráðningarmálum fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.


 Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir stöðu ráðningarmála í starf fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.  Ráðningarstofan Talent ráðninga, sem unnið hefur þetta mál fyrir Ísafjarðarbæ hefur komist að þeirri niðurstöðu að umsækjandinn Jón Halldór Oddsson sé hæfastur í starf fjármálastjóra, af þeim er sóttu um starfið. 


 Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók viðtal við Jón H. Oddsson ásamt ráðgjafa Talent ráðninga s.l. föstudag.  Niðurstaða bæjarstjóra er samhljóða niðurstöðu Talent ráðninga og leggur bæjarstjóri til við bæjarráð að Jón H. Oddsson verði ráðinn fjármálastjóri.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Jón H. Oddsson verði ráðin fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar.



3. Bréf Inga Þórs Ágústssonar. - Starfshópur um tölvumál Ísafjarðarbæjar.


 Lagt fram bréf Inga Þórs Ágústssonar, formanns starfshóps um tölvumál Ísafjarðarbæjar, dagsett 16. febrúar s.l., þar sem fram kemur, að á fundi starfshópsins í janúar s.l. var niðurstaðan sú að ekki væri ástæða til að starfshópurinn starfaði áfram.  Verkefni sem sett voru af stað á árinu 2005, væru í þeim farvegi, að kerfisstjóri ásamt sínum yfirmanni, geti stýrt þessum málaflokki í framtíðinni.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að starfshópurinn verði lagður niður.  



4. Bréf kerfisstjóra Ísafjarðarbæjar. - GoPro - One Systems. 2006-11-0109.


 Lagt fram bréf Valtýs Gíslasonar, kerfisstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 20. febrúar s.l., er varðar skjalavistunarkerfin GoPro eða One Systems.  Í bréfinu kemur fram, að niðurstaða starfshóps um tölvumál Ísafjarðarbæjar, kerfisstjóra og skjalastjóra Ísafjarðarbæjar, sé sú að skipta úr GoPro kerfi yfir í One Systems.  Bréfi Valtýs fylgja hugleiðingar Pernillu Rein, skjalastjóra, um GoPro og One Systems.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga kerfisstjóra verði samþykkt, enda er gert ráð fyrir kostnaði er af hlýst í fjárhagsáætlun ársins 2008.


 


5.  Bréf Landverndar. - Staðsetning jarðgangadeildar Vegagerðarinnar, á Ísafirði.  2008-02-0093.


 Lagt fram bréf Landverndar dagsett 20. febrúar s.l., hugmyndasmíð Landverndar um veggangavæðingu á Vestfjörðum, sem varanlega lausn á raunverulegum vanda.  Í bréfinu fagnar Landvernd m.a. staðsetningu jarðgangadeildar Vegagerðarinnar á Ísafirði og lýsir yfir stuðningi við tillögu um að undirbúningsrannsóknir fyrir jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar þurfi að hefjast sem fyrst.


 Lagt fram til kynningar. 



6. Bréf Nemendafélags MÍ. - Styrkbeiðni í formi niðurfellinga á húsaleigu.  2008-02-0091.


 Lagt fram bréf frá Nemendafélagi Menntaskólans á Ísafirði móttekið 21. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir gjaldfrjálsum afnotum af íþróttahúsinu á Torfnesi, vegna Sólrisuhátíðar MÍ nú um mánaðarmótin febrúar - mars.


 Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.


 


7. Bréf samgönguráðuneytis. - Kærumál vefsíðunnar skutull.is.    2007-11-0003.


 Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 12. febrúar s.l., er varðar kæru fyrirsvarsmanna vefsíðunnar skutull.is, varðandi jafnræði gagnvart fréttamiðlum í sveitarfélaginu.  Í bréfi ráðuneytisins er óskað frekari upplýsinga frá kærða og var frestur gefinn til 19. febrúar s.l.  Meðfylgjandi í gögnum til bæjarráðs er svar Halldórs Halldórs- sonar, bæjarstjóra, til ráðuneytisins, sem og afrit af bréfi vefsíðunnar skutull.is, til samgönguráðuneytis, dagsett 23. janúar sl.


 Lagt fram til kynningar.


 


8. Skrúður í Dýrafirði. - Yfirlit um vinnu og umsjón 2007. - Bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs.    2007-02-0099.


 Lagt fram bréf Þóris Arnar Guðmundssonar, starfsmanns Ísafjarðarbæjar, dagsett í febrúar 2008, þar sem gerð er grein fyrir vinnu og umsjón við Skrúð í Dýrafirði á árinu 2007.  Bréfinu fylgir rekstraryfirlit fyrir árið 2007.


 Jafnframt er lagt fram bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs dagsett í febrúar 2008, ásamt ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2007.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.



9.  Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.   2008-02-0082. 


 Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 18. febrúar s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 15. febrúar s.l.


 Lagt fram til kynningar.  


 


10.  Bréf umhverfisnefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.   2008-02-0080.


 Lagt fram bréf frá umhverfisnefnd Alþingis dagsett 18. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 327. mál, EES-reglur, rafeindatækjaúrgangur.  Umsögn berist eigi síðar en 6. mars n.k.


 Erindinu vísað til umsagnar bæjartæknifræðings.



 11. Fundargerð 102. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði.


 Lögð fram 102. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.  Fundurinn var haldinn þann 7. janúar s.l.


 Lagt fram til kynningar.



12. Raggagarður. - Fjölskyldugarður Vestfjarða í Súðavík.  2008-02-0070. 


 Lögð fram greinargerð um Raggagarð í Súðavík, þar sem er í máli og myndum greint frá sögu garðsins frá upphafi árið 2003 til dagsins í dag.


 Lagt fram til kynningar.



13. Skýrsla send frá dómsmálaráðuneyti. - Öruggar siglingar í lögsögu Grænlands.  2007-09-0017.


 Lögð fram skýrsla um öruggar siglingar í lögsögu Grænlands, er send var frá dómsmálaráðuneyti eftir fund Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, hér á Ísafirði þann 13. febrúar s.l.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



14. Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar í bæjarstjórn, vegna fasteignaskatta.


 Lögð fram svohljóðandi tillaga er Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram á 239. fundi bæjarstjórnar þann 21. febrúar s.l. og samþykkt var að vísa til bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að bifreiðageymslur, sem ekki eru metnar sameiginlega með íbúðarhúsnæði, skuli við álagningu fasteignaskatta vera í flokki með íbúðarhúsnæði og skattlagðar með 0,41% af fasteignamati í stað 1,6%.?


 Bæjarráð vísar tillögu Magnúsar Reynis til vinnslu hjá fjármálastjóra.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:45.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?