Bæjarráð - 560. fundur - 4. janúar 2010


Þetta var gert:1.         Fundargerðir nefnda.            Félagsmálanefnd 15/12.  336. fundur.            Fundargerðin er í fimm liðum.Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Umhverfisnefnd 16/12.  323. fundur.            Fundargerðin er í átta liðum.Fundargerðin lögð fram til kynningar. 2.         Bréf Krabbameinsfélagsins Sigurvonar. - Beiðni um afnot af            íþróttahúsinu á Flateyri.            Lagt fram bréf frá Krabbameinsfélaginu Sigurvon á Ísafirði, dagsett 22. desember 2009, þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu á Flateyri endurgjaldslaust laugardaginn 16. janúar n.k.            Bæjarráð samþykkir erindið, enda falli ekki aukakostnaður á Ísafjarðarbæ vegna þessa.   3.         Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis til sveitarfélaga. - Fjárhagsaðstoð            sveitarfélaga.  2009-12-0033.            Lagt fram bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneyti til sveitarfélaga dagsett     15. desember 2009, þar sem gerð er grein fyrir samkomulagi er gert var milli ráðuneytisins, Samb. ísl. sveitarf. og samtaka félagsmálastjóra í desember 2007, um að ráðuneytið skyldi árlega uppfæra grunnfjárhæð vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, í samræmi við hækkun á gengi neysluverðsvísitölu samkvæmt 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 og birta fjárhæðina í leiðbeiningum ráðuneytisins.  Grunnfjárhæð hækki til einstaklinga úr kr. 115.567.- í kr. 125.540.- eða um 8,63%.            Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og Skóla- og fjölskylduskrifstofu.           4.         Bréf Náttúrustofu Vesturlands. - Greinargerð NV um umhverfisvottun            Íslands.  2009-12-0039.Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vesturlands dagsett 10. desember 2009, ásamt greinargerð NV um umhverfisvottun Íslands. Með henni er vakin athygli á nýstárlegri og raunhæfri leið til að byggja upp ímynd landsins og styrkja á sama tíma ferðaþjónustu, útflutningsgreinar og sjálfbæra þróun.Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar. 5.         Bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs. - Yfirlit yfir framkvæmdir ofl.            2009-06-0042.            Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði Skrúðs dagsett í desember 2009, þar sem m.a. er gerð grein fyrir framkvæmdum á árinu 2009, kostnaði við þær ofl.  Í bréfinu er jafnframt greint frá, að tekið hefur verið rafmagn í garðinn og hefur sjóðurinn greitt allan stofnkostnað.  Leitað er eftir því, að Ísafjarðarbær greiði fastakostnað sem af því hlýst.            Bæjarráð þakkar framkvæmdasjóði fyrir gott samstarf og vísar bréfinu til starfsmanns Ísafjarðarbæjar er fer með málefni Skrúðs f.h. Ísafjarðarbæjar. 6.         Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð Heilbrigðisnefndar            Vestfjarða frá 11. desember 2009.  2009-02-0033.Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 11. desember 2009, ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 11. desember 2009.  Í 1. lið fundar-gerðarinnar er tillaga um nýja gjaldskrá og er óskað staðfestinga sveitarfélaga á henni.Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010, þann 17. desember 2009. 7.         Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, 115. fundur.            Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá 115. fundi er haldinn var þann 14. desember 2009.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 8.         Samb. ísl. sveitarf. - 770. fundargerð stjórnar.                Lögð fram 770. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf., en fundurinn var haldinn þann 11. desember 2009, að Borgartúni 30 í Reykjavík.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 9.         Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis. - Niðurstöður könnunar um            innleiðingu laga um leik- og grunnskóla.  2009-12-0022.            Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis dagsett 18. desember 2009, ásamt könnun Félagsvísindastofnunar á innleiðingu og framkvæmd laga nr. 90/2008, um leikskóla og grunnskóla, sem unnin var fyrir ráðuneytið.            Bæjarráð vísar skýrslunni til fræðslunefndar og Skóla- og fjölskylduskrifstofu.              Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:15.


Þorleifur Pálsson, ritari


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs


Birna Lárusdóttir


Sigurður Pétursson.Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?