Bæjarráð - 560. fundur - 4. febrúar 2008

Þetta var gert:

1. Fulltrúar menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar mættir á fund bæjarráðs.


 Til fundar við bæjarráð eru mættir fulltrúar í menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar þau Ingi Þór Ágústsson, formaður og Inga Ólafsdóttir, varaformaður.  Rætt var um vinabæjasamskipti Ísafjarðarbæjar á norðurlöndum og hugsanlega fjölgun vinabæja í öðrum löndum.  Jafnframt var rætt um árlega viðburði og viðburðastjórnun í Ísafjarðarbæ.


 


2. Fundargerðir nefnda.


 Félagsmálanefnd 29/1.  302. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boð um þátttöku í tilraunaverkefni.   2008-01-0082.


 Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 17. janúar s.l., þar sem fram kemur, að á árinu 2007 ýtti Samb. ísl. sveitarf. úr vör tilraunaverkefni, þar sem kefisbundinn samanburður var gerður á lykiltölum vegna grunnskólahalds.  Á árinu 2008 hefst önnur umferð þessarar vinnu og vill sambandið fjölga þátttakendum úr fjórum í tólf og býður Ísafjarðarbæ þátttöku í verkefninu.


 Bæjarráð samþykkir að Ísafjarðarbær taki þátt í verkefninu.   4. Listi bæjartæknifræðings yfir framkvæmdir í Ísafjarðarbæ 2008.


 Lagður fram listi Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, um framkvæmdir Eignasjóðs í Ísafjarðarbæ á árinu 2008.  Tekið skal fram að ekki er um tæmandi lista að ræða.


 Lagt fram til kynningar.5.  Tölvubréf bæjarstjóra. - Ráðning fjármálastjóra, framlenging umsóknarfrests.  2007-01-0088.


 Lagt fram tölvubréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Talent ráðningar-skrifstofu dagsett 30. janúar s.l., þar sem fram kemur að umsóknarfrestur um starf fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar verði framlengdur til 6. febrúar n.k.


 Bæjarráð staðfestir framlengingu umsóknarfrests.6. Afrit bréfs Íbúasamtakanna Átaks, Þingeyri, til Vegagerðarinnar. 2008-01-0100.


 Lagt fram afrit bréfs Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri til Vegagerðarinnar dagsett þann 29. janúar s.l., þar sem kvartað er undan snjómokstri á leiðinni Þingeyri - Ísafjörður.


 Bæjarráð óskar eftir skýringum frá Vegagerðinni.7. Bréf Áslaugar Alfreðsdóttur. - ,,Fóður og fjör?, styrkbeiðni.  2008-01-0101.


 Lagt fram bréf frá Áslaugu Alfreðsdóttur dagsett 29. janúar s.l., f.h. undirbúnings- hóps um ,,Fóður og fjör úti á landi? í fyrsta skiptið víðs vegar um land dagana 21.-24. febrúar n.k.  Óskað er eftir stuðningi við verkefnið með styrkveitingu að upphæð krónur 100.000.-.


 Bæjarráð óskar eftir umsögn atvinnumálanefndar.8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Fundargerð stjórnar.  2002-04-0007.


 Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 29. janúar s.l., ásamt fundargerð stjórnar Fjórðungssambandsins frá fundi er haldinn var þann 22. janúar s.l.


 Lagt fram til kynningar.9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Sveitarstjórnarlög með skýringum.  2008-01-0105.


 Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 29. janúar s.l., þar sem fram kemur að sambandið hefur gefið út bókina Sveitarstjórnarlögin ásamt skýringum og athugasemdum, eftir Sesselju Árnadóttur lögfræðing og MPA.  Bókin er til sölu hjá Samb. ísl. sveitarf.


 Bæjarráð samþykkir að keyptar verði tólf bækur fyrir Ísafjarðarbæ.10. Bréf Landssamtaka landeigenda á Íslandi. - Aðalfundarboð.  2008-02-0001.


 Lagt fram aðalfundarboð frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi, þar sem boðað er til aðalfundar er haldinn verður í Sunnusal Hótel Sögu fimmtudaginn 14. febrúar n.k. og hefst kl. 15:00.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja aðalfundinn.11. Bréf bæjartæknifræðings. - Uppfylling í lón á Suðureyri.  2005-12-0008.


 Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 31. janúar s.l., er varðar fyllingu upp í lónið á Suðureyri, vegna fyrirhugaðra bygginga á svæðinu, sem er í samræmi við auglýst aðal- og deiliskipulag.


 Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi falið bæjartæknifræðingi, að láta klára uppfyllingar undir byggingu þriggja húsa við lónið á Suðureyri, þannig að hægt verði að hefja byggingaframkvæmdir með vorinu.12. Önnur mál.


 Sigurður Pétursson spurðist fyrir um breytt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.   


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?