Bæjarráð - 559. fundur - 28. janúar 2008

Þetta var gert:





1. Staða útistandandi krafna Ísafjarðarbæjar almennt.


 Til fundar við bæjarráð eru mættir Þórir Sveinsson, fjármálastjóri og Hjörtur Sigurðsson, innheimtufulltrúi, til viðræðna um stöðu útistandandi krafna Ísafjarðarbæjar almennt.  



2. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 24/1.  93. fundur.


 Fundargreðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 22/1.  132. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 23/1.  87. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 4. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.


 6. liður.B.  Bæjarráð óskar Skíðafélagi Ísfirðinga til hamingju með að


 vera fyrirmyndarfélag samkvæmt gæðastöðlum ÍSÍ.  


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 23/1.  281. fundur.


 Fundargerðin er í þrettán liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf bæjartæknifræðings. - Vatnsflóð á HSÍ.  2007-12-0067.


 Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 16. janúar s.l., þar sem hann gerir grein fyrir flóðum er verða í kjallara Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, við ákveðnar náttúrulegar aðstæður.  Í bréfinu er bent á væntanlegar framkvæmdir er trúlega draga úr þessu vandamáli, sem og vatnselg er veldur vanda á Urðarvegi á Ísafirði.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ með tilvísun til bréfs bæjartækni- fræðings.



4. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Ályktun frá fastanefnd FV.


 Lögð fram ályktun frá fastanefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál.  Þar sem nefndin lýsir yfir fullum stuðningi við fyrirhugaða byggingu samgöngumiðsvöðvar í Vatnsmýri í Reykjavík.


 Bæjarráð tekur undir ályktun fastanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.



5.  Bréf Kirkjuráðs. - Jörðin Sandar í Dýrafirði.  2008-01-0081.


 Lagt fram bréf frá Kirkjuráði dagsett 18. janúar s.l., þar sem Kirkjuráð fyrir hönd Kirkjumálasjóðs vill vekja athygli Ísafjarðarbæjar á nokkrum atriðum viðvíkjandi jörðina Sanda í Dýrafirði.  Meðal annars er bent á ákveðnar takmarkanir og skilyrði, er sett voru við sölu jarðarinnar til Þingeyrarhrepps, samkvæmt afsali dagsettu 9. maí 1938.


 Lagt fram til kynningar.



6. Bréf Matthildar Helgadóttur. - Beiðni um ferðastyrk.  2008-01-0077.


 Lagt fram bréf Matthildar Helgadóttur, Fjarðarstræti 38, Ísafirði, dagsett þann 21. janúar s.l., þar sem hún óskar eftir ferðastyrk að upphæð kr. 150.000.-. Beiðnin er vegna boðs á 52. þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í lok febrúar n.k., þar sem Matthildi hefur verið boðið að halda erindi.


 Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.-, er bókist á lið 21-81-995-1.



7. Bréf Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi. - Ólafsvíkuryfirlýsingin. 2008-01-0078.


 Lagt fram bréf frá Stefáni Gíslasyni, verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi, dagsett 18. janúar s.l., er fjallar um Ólafsvíkuryfirlýsinguna er varð til á 3. landsráðstefnu um Staðardagskrá 21, sem haldin var í Ólafsvík 12.-13. október 2000.  Í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að taka Ólafsvíkuryfirlýsinguna til formlegrar umræðu og afgreiðslu, hafi það ekki þegar verið gert.


 Ísafjarðarbær gerðist aðili að yfirlýsingunni árið 2002.  Lagt fram til kynningar.



8. Bréf samgöngunefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um samgönguáætlun.  2008-01-0085.


 Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 17. janúar s.l., ásamt frumvarpi til laga um samgönguáætlun, 292. mál.  Í bréfinu óskar nefndin eftir umsögn um frumvarpið, er berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 17. febrúar n.k.


 Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um frumvarpið.


 


9. Stjórn Byggðasafns Vestfjarða. - Fundargerð 17. fundar. 


 Lögð fram fundargerð 17. fundar stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, er haldinn var þann 21. janúar s.l. í Hagalínsstofu í Safnahúsinu Eyrartúni á Ísafirði.


 Lagt fram til kynningar.



10. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 750. stjórnarfundar.


 Lögð fram fundargerð 750. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 18. janúar s.l., á Hótel Héraði á Egilsstöðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



11. Bréf bæjarstjóra. - Vestfjarðanefndin, staða verkefna.


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 25. janúar s.l., þar sem hann gerir grein fyrir fundi er haldinn var í Vestfjarðanefnd þann 17. janúar s.l. Í bréfinu koma fram upplýsingar um þann árangur er þegar hefur náðst í fjölgun starfa á Vestfjörðum og þær áætlanir sem framundan eru.


 Bæjarráð þakkar bréf bæjarstjóra.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?