Bæjarráð - 553. fundur - 3. desember 2007

Þetta var gert:





1. Frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2008.


 Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja  fyrir árið 2008, sem áætlað er að leggja fyrir fund bæjarstjórnar þann 6. desember n.k., til fyrri umræðu. Á fund bæjarráðs er mættur Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, gerðu grein fyrir drögum að fjárhagsáætluninni.


 Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2008, til fyrri umræðu í bæjarstjórn 6. desember 2007. 


 


2. Fundargerðir nefnda.


 Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 27/11.  22. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Félagsmálanefnd 27/11.  297. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 28/11.  278. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar 26/11.  18. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf Nanortalik kommune, vinabæ Ísafjarðarbæjar á Grænlandi.  2007-11-0086.


 Lagt fram bréf frá Nanortalik kommune á Grænlandi, vinabæ Ísafjarðarbæjar, dagsett 28. nóvember s.l., þar sem rætt er um samskipti vinabæjanna á undanförnum árum og hugmyndir um að auka enn frekar þessi samskipti.  Bréfinu fylgja drög að yfirlýsingu um aukin vinabæjarsamskipti.


 Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.



4. Bréf Félags áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar. Beiðni um styrk.  2007-11-0078.


 Lagt fram bréf frá Félagi áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar dagsett 5. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 1 milljón á árinu 2008, vegna áframhaldandi framkvæmda við byggingu víkingasvæðis á Oddanum á Þingeyri.


 Bæjarráð vísar erindinu inn í vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2008.



5.  Bréf Tónlistarfélags Ísafjarðar.- 60 ára afmæli 2008.  2007-11-0081.


 Lagt fram bréf frá Tónlistarfélagi Ísafjarðar dagsett 27. nóvember s.l., þar sem greint er frá að Tónlistarfélag Ísafjarðar og Tónlistarskóli Ísafjarðar eiga 60 ára afmæli á næsta ári.  Fram kemur í bréfinu að ætlunin sé að halda veglega upp á þessi tímamót.  Óskað er eftir að Ísafjarðarbær aðstoði við undirbúning með aðkomu að  framkvæmdastjórn vegna afmælisdagskrárinnar.  Bréfinu fylgir fundargerð félagsfundar Tónlistarfélags Ísafjarðar, þar sem fram koma hugmyndir að dagskrá viðburða.


 Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar. 


 


6. Bréf Umhverfisstofnunar. - Umhverfisslys á Hornströndum.  2007-06-0051.


 Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 21. nóvember s.l., er varðar erindi Tryggva Guðmundssonar, lögfræðings á Ísafirði, frá því í júní s.l. og fjallar um það sem hann kallar ,,umhverfisslys á Hornströndum? og svar stofnunarinnar.  Hjálagt bréfinu fylgir afrit af bréfi Páls Hersteinssonar til Umhverfisstofnunar og afrit af bréfi Náttúrufræðistofnunar Íslands, varðandi þetta mál.


 Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.  Jafnframt verði bréfið sent Tryggva Guðmundssyni, lögfræðingi.



7. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Fasteignafélag sveitarfélaga.  2007-11-0087.


 Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 28. nóvember s.l., er varðar athugun sjóðsins á því, að sveitarfélög á Íslandi stofni með sér félag, sem séð gæti um hönnun, byggingu og rekstur fasteigna sveitarfélaga.  Bréfinu fylgir tillaga með greinargerð.


 Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og telur rétt að hún fái frekari umræðu á vettvangi Samb. ísl. sveitarf.



8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Könnun á viðhorfi til starfsemi og þjónustu sambandsins.  2007-11-0080.


 Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. nóvember s.l., er varðar könnun Capacent Gallup á viðhorfum til starfsemi og þjónustu Samb. ísl. sveitarf.  Könnunin var gerð í maí/júní 2007 og fylgir hún bréfinu.


 Lagt fram til kynningar.



9. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar.   2007-06-0040. 


 Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 30. nóvember s.l.,  mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - október 2007.


 Lagt fram til kynningar.



10.  Afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til fjárlaganefndar Alþingis.


 Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til fjárlaganefndar Alþingis dagsett 28. nóvember s.l., er varðar tillögu til fjáraukalaga, rekstrarvanda hjúkrunarheimila/öldrunarstofnana. Í bréfinu er gerð grein fyrir hallarekstri vegna þjónustudeilda á Hlíf Ísafirði.  Uppsafnaður rekstrarhalli borinn af Ísafjarðarbæ frá árinu 1993 er í dag 250 milljónir króna.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:18.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?