Bæjarráð - 551. fundur - 19. nóvember 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


 Atvinnumálanefnd 14/11. 79. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Barnaverndarnefnd 15/11.  90. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Félagsmálanefnd 14/11.  295. fundur.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Fræðslunefnd 13/11.  265. fundur.


 Fundargerðin er í ellefu liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 9/11.  130. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 7/11.  84. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Menningarmálanefnd 15/11.  143. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 30/10.  19. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 13/11.  20. fundur.


 Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Skíðasvæðis um ráðningu Úlfs


 Guðmundssonar, sem forstöðumanns Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 14/11.  277. fundur.


 Fundargerðin er í ellefu liðum.


 8. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar.   2007-06-0040.


 Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 14. nóvember s.l., ásamt mánaðarskýrslu um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - september 2007.  Í bréfi fjármálastjóra kemur fram að gerðar hafa verið breytingar á framsetningu rekstrarskýrslu mánaðarins, dregið hefur verið úr sundurliðun og tölum fækkað í sundurgreiningu rekstrar.


 Lagt fram til kynningar.



3. Bréf Kristjáns Ólafssonar. - Beiðni um endurskoðun álagningar fasteignagjalda.


  Lagt fram bréf frá Kristjáni Ólafssyni, Ísafirði, dagsett 15. nóvember s.l., þar sem hann óskar eftir endurskoðun á álagningu fasteignagjalda á húseignina Kirkjuból 4 í Engidal,  Skutulsfirði.


 Bæjarráð óskar umsagnar landbúnaðarnefndar.



4. Bréf Húsfélags Hafnarstrætis 9-13, Ísafirði. - Sorphirðugjöld.  2007-11-0052.


 Lagt fram bréf frá Húsfélagi Hafnarstrætis 9-13, Ísafirði, dagsett 15. nóvember s.l., þar sem greint er frá fyrirhugaðri flokkun sorps frá húsfélaginu og notkunar pressugáma frá Gámaþjónustu Vestfjarða.  Óskað er eftir endurskoðun sorpgjalda vegna breytinga á núverandi fyrirkomulagi.


 Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.



5.  Bréf Blakfélagsins Skells, Ísafirði. - Öldungamót BLÍ 2008.  2007-11-0051.


 Lagt fram bréf frá Blakfélaginu Skelli á Ísafirði dagsett 14. nóvember s.l., þar sem greint er frá, að 33. öldungamót Blaksambands Íslands á næsta ári verður haldið hér á Ísafirði.  Leitað er liðsinnis Ísafjarðarbæjar varðandi framkvæmd mótsins.


 Bæjarráð lýsir yfir vilja til samstarfs og vísar erindinu til íþrótta- og tómstunda-nefndar.



6. Bréf Súgfirðingafélagsins í Reykjavík. - Beiðni um styrk.  2007-11-0004.


 Lagt fram bréf frá Súgfirðingafélaginu í Reykjavík dagsett 7. nóvember s.l., þar sem fram kemur að félagið á efri hæð húseignarinnar Aðalgötu 18, Suðureyri.  Leitað er eftir veglegum styrk frá Ísafjarðarbæ til endurbóta á húsnæðinu.


 Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindi félagsins.



7. Bréf Önnu Jóhannesdóttur, dýralæknis. - Örmerkjagagnagrunnur.   2007-11-0039.


 Lagt fram bréf frá Önnu Jóhannesdóttur, dýralækni, dagsett 8. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við að stofna örmerkjagagnagrunn gæludýra.


 Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



8. Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. - Beiðni um hækkun styrks. 2007-11-0036.


 Lagt fram bréf frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, dagsett 12. nóvember s.l., þar sem sótt er um hækkun á rekstrarstyrk Ísafjarðarbæjar til Listaskóla RÓ fyrir árið 2008.  Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.


 Bæjarráð vísar erindinu inn í vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2008.



9. Afrit bréfs heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. - Sóttvarnir.  2007-11-0027.


 Lagt fram afrit bréfs heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis til Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ dagsett þann 30. október s.l.  Bréfið fjallar um sóttvarnir og ábyrgð sóttvarnalækna. Í bréfinu kemur fram að Fjölnir Freyr Guðmundsson, yfirlæknir heilsugæslu á Ísafirði, hefir verið tilnefndur til að vera ábyrgur fyrir sóttvörnum í Vestfjarðaumdæmi.


 Lagt fram til kynningar.



10. Bréf Gróu Bjarnadóttur, Þingeyri.  2007-10-0078.


 Lagt fram bréf frá Gróu Bjarnadóttur á Þingeyri, dagsett þann 11. nóvember s.l. og varðar fasteignagjöld.


 Bæjarráð samþykkir að taka upp mál Gróu Bjarnadóttur hvað varðar álagningu fasteignagjalda.



11. Bréf efnahags- og skattanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um lagaákvæði um almenningssamgöngur, endurgreiðslur VSK og olíugjald.  2007-11-0047.


 Lagt fram bréf frá efnahags- og skattanefnd Alþingis dagsett 13. nóvember s.l., þar sem óskað er umsagnar frumvarps til laga um lagaákvæði um almenningssamgöngur, 23. mál, endurgreiðslu virðisaukaskatts og olíugjald. 


 Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.



12. Flutningur starfa hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga til Ísafjarðarbæjar.


 Bæjarráð fagnar samþykkt stjórnar Samb. ísl. sveitarf., um flutning starfa hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga til Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:40.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?