Bæjarráð - 550. fundur - 12. nóvember 2007

Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.


 Atvinnumálanefnd 8/11. 78. fundur.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Félagsmálanefnd 6/11.  294. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Fræðslunefnd 30/10.  264. fundur.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 25/10.  129. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Erindi til bæjarráðs. - Beiðni um aukafjárveitingu 2007.


 Lagt fram erindi frá bæjarritara dagsett 8. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu á þessu ári vegna greiðslu húsaleigu fyrir skrifstofu á 3. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Óskað er eftir aukafjárveitingu upp á kr. 370.000.-.


 Bæjarráð samþykkir beiðni um aukafjárveitingu og vísar afgreiðslu til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007.



3. Bréf Heiðars Kristinssonar. - Bókun fræðslunefndar á 263. fundi.  2007-10-0054.


 Lagt fram bréf frá Heiðari Kristinssyni, formanni foreldrafélags GÍ. dagsett 1. nóvember s.l., þar sem hann mótmælir bókun í 263. fundargerð fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar, þar sem bókað var að fulltrúi foreldra, Heiðar Kristinsson, mætti ekki.


 Jafnframt er lagt fram minnisblað frá bæjarritara, þar sem hann gerir grein fyrir boðun fulltrúa foreldra á tvo síðustu fundi fræðslunefndar.


 Bæjarráð vísar bréfi Heiðars Kristinssonar til fræðslunefndar. 



4. Bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna. - Styrkbeiðni.  2007-11-0015.


 Lagt fram bréf frá Nýsköpunarsjóði námsmanna dagsett 5. nóvember s.l., þar sem þess er óskað að Ísafjarðarbær styrki sjóðinn um kr. 2.000.000.- á næsta starfsári.


 Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



 5.  Bréf Elíasar Guðmundssonar, Suðureyri. - Lóðamál Skólagötu 6, Suðureyri.  2007-08-0047.


 Lagt fram bréf frá Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri, dagsett 3. nóvember s.l., er varðar lóðamál fasteignarinnar Skólagötu 6, Suðureyri og bréf hans frá 25. ágúst s.l., þar sem sótt var um nýja lóð undir húsið, ásamt ósk um aðstoð Ísafjarðarbæjar við flutning hússins.


 Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartækni-fræðings, til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, er varðar málið.


 Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir fundi sínum, bæjarstjóra, hafnarstjóra og bæjartæknifræðingi með Elíasi Guðmundssyni nú í dag.  Á fundinum var rætt um mögulega breytingu á skipulagi, þannig að ekki þurfi að færa húsið að Skólagötu 6, Suðureyri.


 Erindi Elíasar Guðmundssonar vísað til umhverfisnefndar.



6. Bréf bæjartæknifræðings. - Beiðni um aukafjárveitingu vegna skipulags.  2005-12-0008.


 Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 6. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu á þessu ári, að upphæð allt að kr. 1.500.000.-, vegna skipulagsbreytinga á Suðureyri.


 Bæjarráð samþykkir beiðni um aukafjárveitingu og vísar afgreiðslu til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007.



7. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Endurskoðun samgöngu áætlunar.  2007-11-0005.


 Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 1. nóvember s.l., þar sem fram kemur að á fjórðungsþingi nú í haust var fastanefnd FV um samgöngumál falið að hefja endurskoðun á samgönguáætlun FV frá 2004.  Þar sem samþykkt var að öll sveitarfélög á Vestfjörðum ættu fulltrúa í nefndinni, er þess óskað að Ísafjarðarbær tilnefni einn fulltrúa.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Birna Lárusdóttir verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í endurskoðunarnefnd um samgöngumál.



8. Bréf Ólínu Þorvarðardóttur vegna vefsíðunnar skutull.is,  2007-11-0003.


 Lagt fram bréf frá Ólínu Þorvarðardóttur f.h. vefsíðunnar skutull.is, dagsett 2. nóvember s.l., þar sem þess er óskað að vefsíðan hljóti sama rými á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og bb.is.  Enn fremur er þess óskað að auglýsingar þær sem Ísafjarðarbær birtir á bb.i, verði boðnar vefsíðunni skutull.is, til birtingar á sambærilegu verði.  Beiðnin er grundvölluð með tilvísun til laga og stjórnarskár.


 Sigurður Pétursson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.


 Bæjarráð samþykkir að á heimasíðu Ísafjarðarbæjar verði tengill sem vísi á vefsíðuna skutul.is.  Að öðru leyti er erindinu hafnað, þar sem ekki er um sambærilegan fréttamiðil við bb.is að ræða, en bb.is hefur um langt árabil starfað sem fréttamiðill á Vestfjörðum. Bæjarráð bendir á að fleiri svæðisbundnar vefsíður eru í boði á svæðinu  svo sem thingeyri.is, án þess að njóta sérstakra styrkja eða fríðinda frá Ísafjarðarbæ.   



9. Bréf Fjárfestingarstofu. - Rekstur og uppsetning netþjónabúa.  2007-11-0001.


 Lagt fram bréf frá Fjárfestingastofu dagsett 31. október s.l., vegna athugunar á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa í einstökum sveitarfélögum. Í bréfinu er ákveðnum sveitarfélögum boðið að taka þátt í verkefninu.  Kostnaður hvers sveitarfélags í ofangreindum athugunum er kr. 400.000.-.  Svar um þátttöku óskast eigi síðar en 15. nóvember n.k.


 Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að finna kostnaði stað í fjárhagsáætlun.


 Erindið sent atvinnumálanefnd til kynningar.



10. Bréf Stefáns Dan Óskarssonar. - Líkamsræktarstöð, styrkbeiðni.


 Lagt fram bréf frá Stefáni Dan Óskarssyni dagsett 8. nóvember s.l., þar sem hann greinir frá opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar á vegum Stúdíó Dan á Ísafirði.  Óskað er eftir fjárframlagi frá Ísafjarðarbæ upp á kr. 3-4 milljónir.  Í staðinn mun Stúdíó Dan veita afslætti er gætu numið 30-40% til starfsmanna Ísafjarðarbæjar og íþróttafélaga vegna leigu og eða þjónustu í líkamsræktarstöðinni.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Stefán Dan, um mögulega útfærslu á þeim hugmyndum um samstarf er settar eru fram í bréfinu. 



11. Bréf stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar. - Skýrsla starfsársins 2006.  2007-10-0086.


 Lagt fram bréf frá stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 23. október s.l., ásamt skýrslu sjóðsins fyrir starfsárið 2006.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Bréfinu vísað til menningarmálanefndar og til stjórnar Byggðasafns Vestfjarða.



12. Minnisblað bæjarritara. - Nýtt byggðamerki.  2007-03-0045.


 Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 8. nóvember s.l., vegna frestunar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á 232. fundi sínum, á afgreiðslu um innkomnar tillögur á nýju byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ.


 Bæjarráð frestar liðnum til næsta fundar. 



13. Bréf Jennýjar Jóakimsdóttur f.h. félagasamtakanna Ungir frumkvöðlar.


 Lagt fram bréf Jennýar Jóakimsdóttur f.h. félagasamtakanna Ungir frumkvöðlar dagsett 23. október 2007. Í bréfinu er gerð grein fyrir samtökunum og þess vænst að Ísafjarðarbær gerist félagi í þeim.  Félagsgjald er kr. 200.000.- á ári.


 Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar fræðslunefndar. 



14. Fundargerð framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.


 Lögð fram fundargerð framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá 55. fundi er haldinn var þann 31. október s.l.


 Lagt fram til kynningar.



15. Bréf Náttúrustofu Vestfjarða. - Náttúrustofuþing 21. nóvember n.k.


Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða þar sem fram kemur, að þann 21. nóvember n.k., munu Samtök Náttúrustofa á Íslandi standa fyrir náttúrustofuþingi, sem haldið verður í Bolungarvík.  Þingið er öllum opið og fylgir dagskrá þess bréfinu.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar til kynningar.



16. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 747. stjórnarfundar.


 Lögð fram 747. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 19. október að Borgarúni 30, Reykjavík.


 Lagt fram til kynningar.



17. Bréf bæjarstjóra. - Húsnæðismál Siglingaklúbbsins Sæfara.


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. nóvember s.l., er varðar fasteignina Suðurtanga 2 á Ísafirði og hugsanleg kaup Siglingaklúbbsins Sæfara á hluta þess húsnæðis.  Bæjarstjóri leggur til, að Ísafjarðarbær gangi inn í kauptilboð Sæfara í húsið, þar sem það er á safnasvæði Neðstakaupstaðar.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði inn í kauptilboð Sæfara á hluta húseignarinnar Suðurtang 2, Ísafirði.


 Bæjarráð beinir því til umhverfisnefndar að húseignin Suðurtangi 2, Ísafirði, verði sett inn á forkaupsréttarlista Ísafjarðarbæjar.


 Bæjarráð vísar bréfi bæjarstjóra til menningarmálanefndar til kynningar. 



18. Bréf bæjarstjóra. - Alsýn, drög að samningi. 


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. nóvember s.l., er varðar drög að samningi við Alsýn ehf. á Ísafirði, um atvinnuráðgjöf.  Bréfinu fylgja nefnd drög að samningnum.


 Bæjarráð telur rétt að endurskoðunarákvæði í 2. grein samnings verði að sex mánuðum liðnum frá gildistöku samnings.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn með þeirri breytingu verði samþykktur.  



19. Hagfræðistofnun HÍ. - Áhrif aflasamdráttar í þorski á fjárhag sveitarfélaga.


 Lögð fram skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá nóvember 2007, um áhrif aflasamdráttar í þorski á fjárhag sveitarfélaga.  Skýrslan er unnin að beiðni Samb. ísl. sveitarf.


 Lagt fram til kynningar.



20. Fjárhagsáætlun ársins 2008. - Tekjustofnar.


 Til fundar við bæjarráð undir þessum lið dagskrár er mættur Þórir Sveinsson, fjármálastjóri. Bæjarstjóri fór yfir vinnuferil við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2008.  Jafnframt fór Þórir Sveinsson, fjármálastjóru, yfir tekjustofna fjárhagsáætlunar 2008 svo sem fasteignagjöld og þjónustugjaldskrár.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að miðað verði við 13.03 % útsvar og óbreytta álagningastuðla í fasteignagjöldum að svo stöddu.  Álagningastuðlar fasteignagjalda verða teknir til endurskoðunar þegar fasteignamat liggur fyrir.  Almennt hækki gjaldskrár um 4.5 %, sem er áætluð vísitöluhækkun á árinu 2007.


Undantekningar eru dagvistagjöld leikskóla, þar sem sérstök tillaga mun koma fram, sem og hluti hafnargjalda og gjaldskrá vinnuskóla, þar sem einnig munu koma fram sérstakar tillögur.    


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:12.


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?