Bæjarráð - 548. fundur - 22. október 2007

Þetta var gert:1. Hvíldarklettur ehf. - Afgreiðsla erinda.


 Í framhaldi af beiðni Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, á 231. fundi bæjarstjórnar þann 18. október s.l., eru mætt til fundar við bæjarráð Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, til að ræða afgreiðslur erinda Hvíldarkletts ehf., Suðureyri, til Ísafjarðarbæjar.  Jóhann Birkir fór yfir og útskýrði stöðu aðal- og deiliskipulagsvinnu á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.


 Sigurður Pétursson óskaði að eftirfarandi yrði bókað.  ,,Óska eftir að bæjarstjóri leggi fram minnisblað á næsta fundi bæjarráðs, um afgreiðslur Ísafjarðarbæjar á skipulagi á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri á árinu 2007?.2. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 16/10.  89. fundur.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 8/10.  20. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 15/10.  21. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Menningarmálanefndar 16/10.  142. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við þá sem atvinnumálanefnd hefur valið til verkefnastjórnunar.


 Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerðu bæjarráði grein fyrir viðræðum, sem verið hafa við þá aðila er atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar lagði til að valdir yrðu til verkefnisstjórnar á fyrirhuguðu átaki til atvinnusköpunar í Ísafjarðarbæ.  Þessir aðilar eru Steinþór Bragason, Ólafur A. Ingólfsson, Einar Á. Hrafnsson og Sigmundur R. Guðnason.


 Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra, að halda áfram viðræðum við ofangreinda aðila og kynna þær bæjarráði.4. Minnisblað bæjarritara. - Samkeppni um byggðamerki.  2007-03-0045.


 Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 19. október s.l., er varðar samkeppni um byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ.  Nefnd um byggðamerki lagði niðurstöður sínar fyrir bæjarráð þann 15. október s.l., samkvæmt bréfi dagsettu 8. október s.l.


 Bæjarráð frestaði afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar bæjarráðs.  Frestun var meðal annars til þess, að kannað yrði hvort Ísafjarðarbæ væri heimilt að opinbera innkomnar tillögur, þrátt fyrir að engin tillaga yrði hugsanlega notuð sem byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ.


 Leitað var umsagnar bæjarlögmanns varðandi málið og var niðurstaða hans sú, að ef öllum tillögum yrði hafnað væri ekki lagalegur grundvöllur fyrir því að leggja tillögurnar fram til sýnis fyrir almenning, án þess að leita heimilda viðkomandi aðila.


 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. 5.  Bréf útgáfunefndar afmælisdagbókar með vísum eftir Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli. 


 Lagt fram bréf frá útgáfunefnd afmælisdagbókar með vísum eftir Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnadal, Önundarfirði, dagsett þann 9. október s.l.  Útgáfa bókarinnar er þáttur í að minnast þess, að á þessu ári eru liðin 100 ára frá fæðingu Guðmundar Inga.  Leitað er eftir styrk til útgáfunnar eða loforði um kaup einhverra eintaka af afmælisdagabókinni.


 Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.6. Bréf Hestamannafélagsins Hendingar. - Uppbygging félagssvæðis í Engidal.  2006-04-0053.


 Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði, dagsett 14. október s.l., þar sem greint er frá samþykkt félagsfundar Hendingar um að Ísafjarðarbær og félagið geri með sér samning varðandi uppbyggingu á félagssvæðinu í Engidal í Skutulsfirði.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn Hendingar um erindi bréfsins.7. Bréf Foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði. - Fulltrúi foreldra á fundum fræðslunefndar.  2007-10-0054.


 Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Grunnskólans á Ísafirði, dagsett 10. október s.l., er varðar boðun og setu fulltrúa foreldra á fundum fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.


 Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.8. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Úthlutanir framlaga.   2007-10-0050.


 Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 12. október s.l., er varðar reglur um ráðstöfun 1.400 millj. króna aukaframlags til Jöfnunarsjóðsins 2007 og úthlutanir framlaga.  Bréfinu fylgja ofangreindar reglur og önnur gögn.


 Bæjarráð vísar bréfinu inn í vinnu við endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2007.9. Bréf Framkvæmdasýslu ríkisins. - Ársskýrsla 2006.  2007-10-0051.


 Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 5. október s.l., ásamt Ársskýrslu FSR fyrir árið 2006.


 Lagt fram til kynningar.10. Bréf bæjarstjóra. - Forsögn - þarfagreining, sundlaugar við Torfnes.


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. október s.l., er varðar umræður um sundlaugarmál á Ísafirði, núverandi aðstæður í sveitarfélaginu o.fl. Bréfinu fylgir skýrslan ,,Forsögn og þarfagreining almennings-, keppnis-, æfinga- og kennslulaugar við Torfnes á Ísafirði?, sem unnin er af KJG ráðgjöf verkfræðistofu árið 2006.


 Bæjarráð vísar bréfi bæjarstjóra til íþrótta- og tómstundanefndar og til vinnslu við fjárhagsáætlun ársins 2008. 11. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Boðun þingmannafundar.


 Lögð fram dagskrá frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna boðunar þingmannafundar 23. október n.k. kl. 13:00 - 16:00, sem haldinn verður í Þróunarsetrinu á Ísafirði.  Fundurinn er haldinn að ósk þingmanna Norðvesturkjördæmis.


 Lagt fram til kynningar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:27.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?