Bæjarráð - 547. fundur - 15. október 2007

Þetta var gert:





1. Vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2008.


 Undir þessum lið dagskrár eru eftirtaldir mættir til viðræðna við bæjarráð, um vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2008.  Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, Sædís María Jónatansdóttir, félagsmálafulltrúi, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sem jafnframt er ritari bæjarráðs.   Fyrir fundinum liggur vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2008.


Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, gerði grein fyrir einstaka þáttum í vinuferlinu og gat um hinar ýmsu forsendur er þurfa að liggja fyrir við upphaf vinnu við fjárhagsáætlun.



2. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 11/10.  88. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Félagsmálanefnd 9/10.  292. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Fræðslunefnd 9/10.  262. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu undir fundargerð fræðslunefndar. ,,Legg til að óháðum aðila, ráðningarstofu eða ráðgjafafyrirtæki, verði falið að meta umsækjendur um  stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði.?


 Svanlaug Guðnadóttir og Birna Lárusdóttir létu bóka eftirfarandi undir fundargerð fræðslunefndar.  ,,Áður en viðtöl voru tekin við umsækjendur var athugað hvort ástæða væri til að fá   ráðgjafafyrirtæki til að leggja mat á umsóknir.  Niðurstaðan varð sú að þeir þrír aðilar úr stjórnsýslu bæjarins sem viðtölin tóku væru fyllilega hæfir til þess, því að auki fór fimm manna   fræðslunefnd yfir öll gögn málsins og  hefur hún lagt til við bæjarstjórn niðurstöðu sína.?


 Sigurður Pétursson lét bóka eftirfarandi undir fundargerð fræðslunefndar.  ,,Í ljósi þess, að annar umsækjandi, um stöðu skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, erbæjarfulltrúi og hefur nýlega  verið sagt upp störfum af núverandi meirihluta bæjarstjórnar, tel ég nauðsynlegt að óháður aðili leggi mat á umsækjendur til að  fullt jafnræði beggja umsækjenda verði hafið yfir allan vafa.?


 Svanlaug Guðnadóttir og Birna Lárusdóttir lögðu fram svohljóðandi bókun undir


 fundargerð fræðslunefndar. ,,Vakin er sérstök athygli á því, að staða aðstoðarskólastjóra II var lögð niður vegna skipulagsbreytinga.  Þeim starfsmanni, sem er  jafnframt annar umsækjenda  um skólastjórastöðu við Grunnskólann á Ísafirði, var


 boðin staða deildarstjóra á sömu launum.  Viðkomandi þáði ekki stöðuna.?


 Bæjarráð vísar tillögu Sigurðar Péturssonar til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 11/10.  128. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 10/10.  82. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Stjórn Skíðasvæðis 11/10.  18. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 10/10.  275. fundur.


 Fundargerðin er í fjórtán liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf nefndar um byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ.  2007-03-0045.


 Lagt fram bréf frá nefnd um byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ dagsett 8. október s.l., þar sem greint er frá starfi nefndarinnar.  Efnt var til samkeppni um gerð byggðamerkis og í bréfinu kemur fram að alls bárust 82 tillögur um byggðamerki fyrir skilafrest er var til 31. ágúst s.l.  Nefndin hélt alls sex fundi og fylgja fundargerðir nefndarinnar bréfinu.  Nefndin og tilkvaddir sérfræðingar treystu sér ekki til að mæla með einhverri einni tillögu sem byggðamerki Ísafjarðarbæjar. Nefndin telur sig nú hafa lokið störfum.  Allar innkomnar tillögur fylgdu bréfinu.


 Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar bæjarráðs.


  


4. Afrit af bréfi bæjarstjóra til fjármálaráðherra. - Sjávarþorpið Suðureyri.  2007-10-0005.


 Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, dagsett 4. október s.l., er varðar beiðni um stuðning í verkefnið ,,Sjávarþorpið Suðureyri?.  Bréfið er jafnframt sent til Össurs Skarphéðins-sonar, byggðamálaráðherra og Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra.


 Lagt fram til kynningar.



5.  Bréf Umhverfisstofnunar. - Flugöryggi í Fljótavík.  2007-08-0011.


 Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 9. október s.l., er varðar flugöryggi í Fljótavík á Ströndum og hugsanlega lagningu flugbrautar.  Umhverfisstofnun bendir á að leita beri leyfis stofnunarinnar til framkvæmda í friðlandinu, einnig þarf að liggja fyrir samþykki sveitarfélags og landeigenda.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Bréfið er stílað á umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.



6. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Sameiginlegur fundur Ísafjarðarbæjar, Súðavíkurhrepps og Bolungarvíkurkaupstaðar.  2007-10-0035.


 Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 5. október s.l., þar sem með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar Bolungarvíkur frá 4. október s.l., er óskað eftir sameiginlegum fundi með Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi þann 29. október n.k. kl. 16:00 í Ráðhúsi Bolungarvíkur.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:33.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?