Bæjarráð - 546. fundur - 8. október 2007


Þetta var gert:



1. Fundargerð nefndar.


 Atvinnumálanefnd 3/10.  77. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 1. liður.  Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við Steinþór Bragason, Ólaf A. Ingólfsson, Einar Á. Hrafnsson og Sigmund R. Guðnason, um


 verkefnisstjórn á fyrirhuguðu átaki til atvinnusköpunar í Ísafjarðarbæ.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Menningarmálanefnd 2/10.  141. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Íbúðalánasjóðs. - Árvellir 2-26, Hnífsdal ofl.  2004-10-0063.


 Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs dagsett 4. október s.l., er varðar samþykki stjórnar Íbúðalánasjóðs vegna beiðni um niðurfellingu á eftirstöðvum skulda vegna Árvalla 2-26, Hnífsdal.


 Lagt fram til kynningar.



3. Bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði. - Skólaakstur í Dýrafirði.  2007-03-0083.


 Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 3. október s.l., þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála hvað varðar útboð á skólaakstri í Dýrafirði.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.


  


4. Minnisblað bæjarstjóra. - Erindi vegna Fjarðargötu 5, Þingeyri.  2005-03-0104.


 Lagt fram minnisblað frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 3. október s.l., þar sem hann gerir tillögu um, að veittur verði styrkur að upphæð kr. 220.000.- vegna endurbóta á húseigninni Fjarðargötu 5, Þingeyri, þar sem beiðnin falli að reglum við auglýsingu og sölu/afhendingu gamalla húsa í eigu Ísafjarðarbæjar.  Bæjarráð fól bæjarstjóra á 545. fundi sínum að kanna hvort beiðni félli að ofangreindum reglum.


 Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 220.000.- er færist á bókhaldsliðinn 09-29-995-1.



5.  Bréf Sjóvá-Almennra. - Sveitarfélagatrygging.  2006-09-0103.


 Lagt fram bréf frá Sjóvá-Almennum dagsett 3. október s.l., þar sem félagið vekur athygli á ,,Sveitarfélagatryggingu Sjóvá-Almennra? og óskar eftir að erindið hljóti umfjöllun í bæjarstjórn.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa útboð á tryggingum Ísafjarðarbæjar, þar sem samningar við Vátryggingarfélag Íslands eru lausir um komandi áramót. 



6. Bréf frístundahúsaeigenda í Selárdal, Súgandafirði.  2007-10-0016.


 Lagt fram bréf frá frístundahúsaeigendum í Selárdal í Súgandafirði, dagsett 20. september s.l., þar sem lýst er ástandi vegar úr Botni í Súgandafirði út í Selárdal.  Óskað er eftir að gerð verði framkvæmdaáætlun um endurbætur og verkinu komið á fjárhagsáætlun og hafist handa við endurbætur hið fyrsta.


 Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar vegna vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2008.  Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra, að óska eftir því við samgönguráðuneytið, að vegurinn verði færður til Vegagerðarinnar, sem héraðs- eða landsvegur.


 


7. Bréf stjórnar Sparisjóðs Vestfirðinga. - Fundarboð.  2007-10-0004. 


 Lagt fram fundarboð frá stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga dagsett 27. september s.l., þar sem stjórnin boðar til fundar þriðjudaginn 9. október n.k. kl. 17:00 í Félagsheimilinu á Þingeyri.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


 Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra, að mæta á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



8. Bréf Massa þrif ehf. - Kynning á þjónustu. 


 Lagt fram bréf frá Massa þrif ehf., Ísafirði, þar sem boðin er fram og kynnt þjónusta fyrirtækisins.


 Lagt fram til kynningar.



9. Fjárlagaerindi Ísafjarðarbæjar 2007. - Fundur formanns bæjarráðs og bæjarstjóra með fjárlaganefnd Alþingis.


 Lagðar fram upplýsingar um erindi formanns bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og bæjarstjóra borin fram á fundi með fjárlaganefnd Alþingis þann 28. september s.l.   Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu og frekari grein fyrir fundinum með fjárlaganefnd.



10. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 746. stjórnarfundar.


 Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 746. fundi er haldinn var þann 28. september s.l. í Borgartúni 30, Reykjavík.


 Lagt fram til kynningar.



11. Bréf Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum. - Lækkun hitakostnaðar íbúðarhúsnæðis.  2007-10-0003.


 Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum dagsett 28. september s.l., er greinir frá skipan nefndar iðnaðarráðherra, til að fara yfir og meta ávinning af aðgerðum stjórnvalda til að lækka kostnað við upphitun íbúðarhúsnæðis.  Nefndin skilaði skýrslu um málið í júní s.l. og fylgir skýrslan bréfinu.


 Lagt fram til kynningar.



12. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. - Þróun ferðamála á Vestfjörðum. 2007-10-0001.


 Lögð fram skýrsla frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða unnin af Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Vestfjarða tímabilið 1996-2007, skýrsla um þróun ferðamála á Vestfjörðum.


 Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?