Bæjarráð - 545. fundur - 1. október 2007

Þetta var gert:1. Fundargerðir  nefnda.


 Atvinnumálanefnd 25/9.  76. fundur.


 Til fundar við bæjarráð undir 5. lið fundargerðar atvinnumálanefndar mætti


 Sigríður Kristjánsdóttir, sem annast hefur skipulagningu á málþinginu


 ,,Atvinna fyrir alla?, sem haldið verður í Edinborgarhúsinu þann 20. október n.k. 


 Sigríður greindi frá undirbúningi málþingsins og væntanlegri dagskrá.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Félagsmálanefnd 25/9.  291. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 21/9.  273. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 26/9.  274. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Bréf Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri. - Húsnæðismál.  2007-09-0041.


 Lagt fram bréf Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri dagsett 6. september s.l., þar sem greint er frá húsnæðisvanda sveitarinnar og óskað aðstoðar Ísafjarðarbæjar við að leysa þann vanda.


 Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við forsvarsmenn Sæbjargar og er málið í ágætum farvegi.3. Bréf Ksf. Harðar á Ísafirði. - Beiðni um kaup á dýnum vegna glímu.  2007-09-0108. 


 Lagt fram bréf frá Hermanni Níelssyni f.h. Ksf. Harðar á Ísafirði, dagsett þann 24. september s.l.  Í bréfinu kemur fram beiðni um að keyptar verði æfingadýnur fyrir glímu, dýnur er staðsettar verði í Íþróttahúsinu Torfnesi, Ísafirði.  Gera má ráð fyrir að dýnur sem taldar er fullnægjandi kosti um kr. 700.000.-.


 Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar og óskar eftir að nefndin taki erindið fyrir við vinnslu fjárhagsáætlunar 2008.    4. Bréf vinabæjanna Joensuu í Finnlandi og Linköping í Svíþjóð. 2006-10-0023.


 Lögð fram bréf frá vinabæjum Ísafjarðarbæjar, Joensuu í Finnlandi og Linköping í Svíþjóð, þar sem þakkað er fyrir frábært vinabæjarmót unglinga er haldið var hér í Ísafjarðarbæ dagana 25. - 31. ágúst s.l.


 Bæjarráð vill þakka Árna H. Ívarssyni, kennara og öðrum þeim sem að undirbúningi stóður fyrir mjög gott starf.5.  Bréf Wouter Van Hoeymissen. - Beiðni um styrk vegna endurbóta á húsi.  2005-03-0104.


 Lagt fram bréf frá Wouter Van Hoeymissen, Fjarðargötu 5, Þingeyri, dagsett 13. september s.l., þar sem hann sækir um styrk vegna endurbóta og viðhalds á Fjarðargötu 5 á Þingeyri.  Húsið gengur undir nafninu Simbahöllin á Þingeyri.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða hvernig beiðnin falli að styrkveitingum Ísafjarðarbæjar við endurgerð gamalla húsa.6. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar.   2007-06-0040.


 Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 28. september s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar til og með ágúst 2007.


 Lagt fram til kynningar.


 


7. Bréf R3-ráðgjarar. - Kynning á þjónustu fyrirtækisins. 


 Lagt fram bréf frá R3-ráðgjöf, Síðumúla 33, Reykjavík, dagsett 18. september s.l., þar sem fyrirtækið og þjónusta þess er kynnt.


 Lagt fram til kynningar.8. Bréf Jafnréttisstofu. - Könnun.  2007-09-0117.


 Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu dagsett 25. september s.l., þar sem greint er frá könnun er nú stendur yfir hjá félagsmálaráðuneyti og Jafnréttisstofu, hjá fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri, samanber 13. gr. laga nr. 96/2000.  Í bréfinu er m.a. þess farið á leit að Jafnréttisstofu verði veittar upplýsingar um jafnréttisáætlun, sem fyrirtæki eða stofnun á vegum móttakanda þessa bréfs hefur sett sér.


 Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu til afgreiðslu.  Afgreiðslan verði lögð fyrir bæjarráð.     9. Minnisblað. - Reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.


 Lagðar fram reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar, er afgreiddar voru frá félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar á 290. fundi nefndarinnar þann 4. september s.l.  Á 229. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar var reglunum vísað til frekari skoðunar í bæjarráði.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar verði samþykktar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?