Bæjarráð - 544. fundur - 24. september 2007

Þetta var gert:

1. Fundargerð nefndar.


 Fræðslunefnd 18/9.  261. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 18/9.  127. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 4. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að færa samtals kr. 1.200.000.- á milli bókhaldsliða Ísafjarðarhafnar.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Menningarmálanefnd 18/9.  140. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 17/9.  272. fundur.


 Fundargerðin er í tuttugu og fjórum liðum.


 9. liður.  Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2008 í tengslum við umhverfisstyrki.


 18. liður.  Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn, að greiðslur falli til á árunum 2008, 2009 og 2010.  


 Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.2. Byggðakvóti. - Breyting á úthlutunarreglum endurskoðuð.  2007-03-0097.


 Lagt fram að nýju í bæjarráði minnisblað er varðar tillögu um að afturkalla breytingar er gerðar voru á úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2006-2007.  Erindið var síðast tekið fyrir á 542. fundi bæjarráðs þann 10. september s.l. og var þar frestað.


 Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að samþykkt breyting frá 30. júlí s.l., á áður samþykktum reglum bæjarstjórnar vegna byggðakvóta 2006-2007, verði dregin til baka.3. Bréf Hvíldarkletts. - Uppfylling við lón, frístundahús. 


 Lagt fram bréf frá Hvíldarkletti ehf., Suðureyri, dagsett 17. september s.l., er varðar uppfyllingu við lón á Suðureyri og lóðir fyrir frístundahús.


 Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar og hafnarstjórnar.


 4. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Félagsbær, Flateyri.  2007-07-0008.


 Lagt fram bréf frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar dagsett þann 13. september s.l., varðandi bókun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar vegna málefna Félagsbæjar á Flateyri.  Bókun félagsmálanefndar var svohljóðandi.


 ,,Rætt um málefni Félagsbæjar, Flateyri.  Þar sem samningur Ísafjarðarbæjar við verktaka sem sá um rekstur félagsstarfs aldraðra í húsnæði félags- og menningarmiðstöðvarinnar, Hafnarstræti 11, Flateyri er fallinn úr gildi er æskilegt að fá álit samstarfsaðila um Félagsbæ á því hvernig rekstri þess skuli háttað og hvort taka beri fleiri rekstrarþætti inn í slíkan samning.  Jafnframt telur nefndin rétt að endurskoða samstarfssamninginn með vísan til 6. gr. hans.


 Bæjarráð felur fulltrúa sínum í framkvæmdastjórn Félagsbæjar að sitja væntanlegan fund um endurskoðun rekstrar.5.  Fréttatilkynning. - Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna samdráttar í þorskafla.


 Lögð fram fréttatilkynning um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna samdráttar í þorskafla.  Fréttatilkynningunni fylgja nánari upplýsingar um einstaka liði hennar ofl.


 Lagt fram til kynningar.


 


6. Bréf Samtaka náttúrustofa. - Endurskoðun samninga vegna reksturs  náttúrustofa.  2006-06-0001.


 Lagt fram bréf formanns Samtaka náttúrustofa dagsett 19. september s.l., er varðar endurskoðun samninga vegna reksturs náttúrustofa.  Í árslok 2007 renna út samningar milli umhverfisráðuneytisins og flestra þeirra sveitarfélaga sem standa að rekstir Náttúrustofa.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.


 


7. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Hlutafélagaform.  2007-04-0001.


 Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 17. september s.l., er varðar breytingar á Lánasjóði sveitarfélaga í hlutafélag í samræmi við lög um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóðinn nr. 150/2006.  Stofnun Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., fór fram 23. mars s.l.  Kennitala Lánasjóðsins er 580407-1100.


 Lagt fram til kynningar.8. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2007-02-0070.


 Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 19. september s.l., ásamt 62. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 14. september s.l.


 Lagt fram til kynningar.9. Bréf Löggiltra endurskoðenda Vestfjörðum ehf. - Bankaviðskipti.  2006-08-0073.


 Lagt fram bréf frá Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum ehf., Ísafirði, dagsett þann 19. september s.l., álitsgerð varðandi tilboð í bankaþjónustu Ísafjarðarbæjar í framhaldi af tilboðum er borist hafa eftir auglýst útboð.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að frávikstilboði Landsbanka Íslands hf. verði tekið. 10. Drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2008.


 Lögð fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2008.  Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun 2008 verði endanlega samþykk í bæjarstjórn fyrir komandi jól og að 3ja ára áætlun verði samþykkt í lok janúar 2008.


 Bæjrrráð samþykkir vinnuferil við gerð fjárhagsáætlunar 2008, með þeirri breytingu að fyrri og síðari umræða færist fram um viku.11. Bréf frá Runavík í Færeyjum, vinabæ Ísafjarðarbæjar.


 Lagt fram tölvubréf frá Runavík vinabæ Ísafjarðarbæjar í Færeyjum móttekið  þann 20. september s.l., þar sem listamönnum frá Ísafjarðarbæ er boðin þátttaka í listahátíð í Runavík er stendur dagana 28. október til 4. nóvember n.k.


 Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.12. Umræður um væntanlegan fund bæjarstjóra og formanns bæjarráðs með fjárlaganefnd Alþingis.


 Rætt um væntanlegan fund bæjarstjóra og formanns bæjarráðs með fjárlaganefnd Alþingis þann 28. september n.k.  Farið yfir helstu málefni er ræða þarf á þeim fundi.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?