Bæjarráð - 543. fundur - 17. september 2007

Þetta var gert:


1. Fundargerð nefndar.


 Félagsmálanefnd 4/9.  290. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Arnórs Þ. Gunnarssonar. - Kauptilboð í Ísafjarðarveg 6, Hnífsdal.   2007-09-0054.


 Lagt fram bréf frá Arnóri Þ. Gunnarssyni, kt. 250471-5489, dagsett 12. september s.l., þar sem hann gerir kauptilboð í húseigninga Ísafjarðarvegur 6, Hnífsdal.


 Bæjarráð vill upplýsa að húseignin er ekki til sölu og felur bæjarritara að ræða við bréfritara um leigu á húsinu sé áhugi fyrir hendi.   



3. Afrit bréfs lögreglustjórans á Vestfjörðum, til Fjórðungssambands Vestfirðinga.  2007-09-0049.


 Lagt fram afrit af bréfi lögreglustjórans á Vestfjörðum, til Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett þann 10. september 2007.  Bréfið fjallar um samstarf lögreglunnar á Vestfjörðum og sveitarfélaganna og skipan samstarfsnefndar.


 Bæjarráð tekur jákvætt í að skipuð verði sameiginleg samstarfsnefnd og leggur til við bæjarstjórn, að Fjórðungssambandi Vestfirðinga verði falið að hefja viðræður við lögreglustjóra, um hvernig skipan samstarfsnefndar skuli háttað. 



4. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Beiðni um veðbandslausn á lóðarskika.  2007-09-0045.


 Lagt fram bréf Sparisjóðs Vestfirðinga dagsett 6. september s.l., er varðar beiðni um veðbandslausn á lóðarskika úr landi Botns í Súgandafirði, en á lóðinni hefur verið byggt íbúðarhús í eigu Svavars Birkissonar og Svölu S. Jónsdóttur.


 Bæjarráð sér ekki meinbugi á að veita þessa veðbandslausn og vísar erindinu til úrvinnslu hjá byggingarfulltrúa. 



5.  Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum. 2007-08-0061.


 Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. september s.l., er varðar verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum.  Bréfinu fylgir fundargerð fundar um hagsmunagæslu sveitarfélaga í úrgangsmálum, er haldinn var þann 16. ágúst s.l. í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík, sem og verkefnislýsing um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála.  Jafnframt fylgja áherslur Samb. ísl. sveitarf. í úrgangs- málum og tillaga að kostnaðarskiptingu sveitarfélaga.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær taki þátt í verkefninu.   


 


6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði ofl.  2007-09-0037.


 Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 7. september s.l., er varðar viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og Samb. ísl. sveitarf. um kirkjugarðsstæði og fleira.  Reglurnar fylgja bréfinu og voru þær undirritaðar af aðilum þann 29. júlí 2007.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.



7. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Ályktanir frá 52. Fjórðungsþingi.


 Lagðar fram samþykktar ályktanir frá 52. Fjórðungsþingi Vestfirðinga, er haldið var á Tálknafirði dagana 7. og 8. september s.l.


 Lagt fram til kynningar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:55.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?