Bæjarráð - 541. fundur - 3. september 2007

Þetta var gert:1. Fundargerðir nefnda.


Fræðslunefnd 28/8.  260. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


9. liður. Bæjarráð tekur undir þakkir fræðslunefndar til handa Skarphéðni Jónssyni fráfarandi skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði og óskar honum alls velfarnaðar í nýju starfi.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Landbúnaðarnefnd 28/8.  82. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


3. liður.  Bæjarráð óskar eftir að tillögur vinnuhóps Fjórðungssambandsins


verði lagðar fyrir næsta fund bæjarráðs.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Bréf samgönguráðuneytis. - GSM - farsímaþjónusta.  2007-08-0063. 


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 20. ágúst s.l., er varðar vinnu við að GSM-farsímaþjónusta verði aðgengileg á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum og á helstu ferðamannastöðum.  Meðfylgjandi bréfinu er upplýsingarit þar sem gerð er grein fyrir stöðu verkefnisins, en ákveðið var að skipta GSM-verkefni fjarskiptasjóðs í tvo áfanga.


Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þær fyrirætlanir er kynntar eru með bréfi samgönguráðuneytisins, um uppbyggingu farsímaþjónustu á þjóðvegum.  Þar kemur fram að uppbyggingu á að ljúka á Vestfjörðum á árinu 2008.


 


3. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar  janúar - júlí 2007.   2007-06-0040.


Lagt fram bréf fjármálastjóra, mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - júlí 2007.


Lagt fram til kynningar.4. Bréf bæjartæknifræðings. - Uppkaup hesthúsa í Hnífsdal.  2007-07-0027.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 30. ágúst s.l., þar sem hann gerir grein fyrir uppkaupum hesthúsa á Búðartúni í Hnífsdal.  Uppkaupin eru fjármögnuð af Vegagerðinni og Ísafjarðarbæ, en þar sem hlutur Ísafjarðarbæjar er ekki í fjárhagsáætlun ársins, óskar bæjartæknifræðingur eftir aukafjárveitingu vegna þessa að upphæð kr. 7.012.000.-.


Bæjarráð fagnar því að niðurstaða hefur náðst í uppkaupum á hesthúsunum á Búðartúni og munar þar mestu um framlag Vegagerðarinnar.  Bæjarráð felur bæjarstjóra, að vinna áfram að málefni skeiðvallar í Hnífsdal.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að beiðni bæjartæknifræðings verði samþykkt og fjármögnun vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007.


 


5. Bréf bæjartæknifræðings. - Sparkvöllur á Suðureyri.  2007-06-0003.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 28. ágúst s.l., varðandi tillögu Í-lista er samþykkt var á 216. fundi bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2007 og með tilvísun í málefnasamning B og D-lista, um sparkvöll á Suðureyri.  Þar sem K.S.Í. hefur nú staðfest að þeir geti útvegað gervigras á sparkvöll á Suðureyri, óskar bæjartæknifræðingur eftir aukafjárveitingu að upphæð kr. 8.2 milljónir, til gerðar sparkvallar þar.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að beiðni bæjartæknifræðings verði samþykkt og fjármögnun vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007.


 


6. Svör Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, við fyrirspurnum Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, á 539. fundi bæjarráðs.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 30. ágúst s.l., þar sem hann svarar fyrirspurnum frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa, er bornar voru fram á 539. fundi bæjarráðs þann 20. ágúst s.l.  Bréfinu fylgja margvíslegar upplýsingar til viðbótar við svör bæjarstjóra.


Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, þakkar bæjarstjóra fyrir umbeðin svör við fyrirspurnum frá 539. fundi bæjarráð. 7. 52. Fjórðungsþing Vestfirðinga. - Dagskrá.  2007-07-0020.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 31. ágúst s.l., ásamt dagskrá fyrir 52. Fjórðungsþing Vestfirðinga er haldið verður á Tálknafirði dagana 7. og 8. september n.k. 


Lagt fram til kynningar.   


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?