Bæjarráð - 540. fundur - 27. ágúst 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 23/8.  74. fundur.


Fundargerðin er í þrettán liðum..


4. liður.  Bæjarráð samþykkir heimild til að ráða verkefnastjóra samkvæmt


ósk atvinnumálanefndar, vegna átaks til atvinnusköpunar í Ísafjarðarbæ og óska eftir stuðningi frá Byggðastofnun til að greiða verkefnisstjóranum laun.


7. liður.  Magnús Reynir Guðmundsson spurðist fyrir um hverjir væru þeir aðilar, er stæðu að væntanlegum samningum við Ísafjarðarbæ um vatnssölu frá Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar.


Bæjarstjóri upplýsti, að viðkomandi aðilar óskuðu eftir að nöfn þeirra væru ekki gefin upp opinberlega meðan á viðræðum stæði.


10. liður.  Bæjarráð samþykkir að sótt verði um styrk til ráðningar verkefnisstjóra vegna ,,Sjávarþorpsins Suðureyri".


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


Félagsmálanefnd 21/8.  289. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 21/8.  139. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 22/8.  271. fundur.


Fundargerðin er í fimmtán liðum.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.


13. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.


Fundargerðin staðfest í heild sinni án athugasemda.



2. Bréf Lögsýnar ehf. - Skólaakstur í Dýrafirði.  2007-03-0085. 


Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 21. ágúst s.l., er varðar útboð Ísafjarðarbæjar á skólaakstri í Dýrafirði og svar bæjarstjóra í bréfi þann 10. ágúst s.l., við bréfi Lögsýnar ehf. frá 7. ágúst s.l.  Í bréfi Lögsýnar ehf. frá 21. ágúst s.l., er óskað eftir afritum gagna er varða málið.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu með bæjarlögmanni Ísafjarðarbæjar. 


 


3. Bréf sjávarútvegsráðuneytis. - Dragnótaveiðar á Vestfjörðum.  2007-06-0071.


Lagt fram bréf sjávarútvegsráðuneytis dagsett 20. ágúst s.l., þar sem vísað er til bréfs Ísafjarðarbæjar frá 28. júní s.l., um erindi Íbúasamtaka Önundarfjarðar vegna dragnótaveiða í Önundarfirði.  Í bréfi Ísafjarðarbæjar er óskað eftir umsögn sjávarútvegs- ráðuneytis um dragnótaveiðar í Önundarfirði og í öðrum fjörðum á Vestfjörðum.


Ráðuneytið tekur fram, að ekki eru fyrirhugaðar breytingar á gildandi reglum um dragnótaveiðar á Vestfjörðum.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara Íbúasamtökum Önundarfjarðar.



4. Vatnsmál og mögulegir samningar. - Áformsyfirlýsing.


Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að áformsyfirlýsingu vegna vatnssölu frá Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar.    Drögin eru unnin af Andra Árnasyni hrl., bæjarlögmanni og eru trúnaðarmál á þessu stigi. 


Bæjarráð heimilar Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, að undirrita ofangreinda áformsyfirlýsingu f.h. Ísafjarðarbæjar.


 


5.  Bréf fjármálastjóra. - Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.  2007-08-0044.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 24. ágúst s.l., er varðar lántöku Ísafjarðarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, að fjárhæð EUR 2.100.000.- eða um íslenskar kr. 190 milljónir.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 2.100.000 EUR til 10 ára, í samræmi við  skilmála lánssamnings nr. 27/2007 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna nýbyggingu Grunnskólans á Ísafirði, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.


Jafnframt er Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamninginn við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:25.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Magnús Reynir Guðmundson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?