Bæjarráð - 538. fundur - 13. ágúst 2007

Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.


Hafnarstjórn 6/8.  126. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


1. tölul. Bæjarráð staðfestir samþykkt hafnarstjórnar um að taka tilboði Geirnaglans ehf. í þekju og lagnir á Ásgeirsbakka kr. 31.614.050


2. tölul. Bæjarráð staðfestir samþykkt hafnarstjórnar um að taka tilboði KNH ehf í sjóvarnir á Ísafirði og Þingeyri kr. 12.727.830.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.2. Fjármálastjóri - mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar - júní 2007.  2007-06-0040.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 10. ágúst s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - júní 2007.


Lagt fram til kynningar.


 


3. Sviðsstjóri umhverfissviðs ? skólaakstur í Dýrafirði.  2007-03-0083.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfissviðs, dagsett 9. ágúst sl., þar sem greint er frá opnun tilboða í skólaakstur í Dýrafirði.  Alls bárust þrjú tilboð frá eftirtöldum aðilum.


 Jón Reynir Sigurðsson  kr. 8.550.- pr. ferð.


 F&S hópferðabílar ehf  kr. 7.950.- pr. ferð.


 Sigríður Helgadóttir  kr. 7.350.- pr. ferð.


Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðsins.


Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs um að ganga til samninga við Sigríði Helgadóttur lægstbjóðanda.4. Lögsýn ehf ? skólaakstur í Dýrafirði. 2007-03-0083.


Lagt fram bréf Björns Jóhannessonar hrl., Lögsýn ehf, dagsett 7. ágúst sl., f.h. umbjóðenda síns Jóns Reynis Sigurðssonar varðandi opnun tilboða í skólaakstur í Dýrafirði þann 19. júní sl. 


Bæjarstjóri lagði fram á fundi bæjarráðs afrit af svarbréfi hans, dags. 10. ágúst sl. til Lögsýnar ehf. Í bréfinu er umbeðinn rökstuðningur Ísafjarðarbæjar lagður fram.


Lagt fram til kynningar.


  


5. Skólastjórnendur Grunnskólans á Ísafirði ? staða aðstoðarskólastjóra.   2007-06-0008. 


Lagt fram bréf Skarphéðins Jónssonar, skólastjóra GÍ, og Jóhönnu Ásgeirsdóttur, aðstoðarskólastjóra GÍ, dags. 5. ágúst sl., þar sem óskað er eftir að uppsögn annars aðstoðarskólastjóra Grunnskólans á Ísafirði verði afturkölluð en þess í stað skipuð nefnd sem endurskoði stjórnskipulag skólans.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að málinu og taka það upp á næsta fundi bæjarráðs.


 


6.  Þingmannafundur að beiðni bæjarráðs.


Bæjarráð óskar eftir fundi fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar með þingmönnum Norðvesturkjördæmis til að ræða aðgerðir vegna fyrirhugaðrar kvótaskerðingar og fjárhagsstöðu hafnar- og bæjarsjóðs. Bæjarstjóra falið að ræða við fyrsta þingmann kjördæmisins vegna fundartíma og tilhögunar fundarins.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:15.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Ingi Þór Ágústsson        


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?