Bæjarráð - 537. fundur - 8. ágúst 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 1/6.  73. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


1. liður. Bæjarráð felur atvinnumálanefnd að taka upp viðræður við stjórn Hvetjanda eignarhaldsfélags um hvort og þá hvernig mögulegt er að fella tillögur nefndarinnar að starfsemi Hvetjanda.


2. liður. Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir stöðu mála varðandi vatnsútflutning.


3.  liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við þá aðila sem tilgreindir eru í tillögu atvinnumálanefndar og koma verkefninu af stað.


 


2. Atlantsolía ehf ? beiðni um frest til framkvæmda við lóð.  2004-11-0068.


Lagt fram bréf Alberts Þórs Magnússonar, framkv.stj. Atlantsolíu ehf, dags. 27. júlí sl., þar sem félagið óskar eftir fresti til næsta vors eða maí 2008 að hefja framkvæmdir við lóð félagsins við Tungubraut 1, Ísafirði.


Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfisnefndar um erindið.


 


3. Bæjarstjóri ? nýbygging Byggðasafns Vestfjarða.  2007-05-0041.


Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 3. ágúst sl., til menntamálaráðuneytisins varðandi ítrekun á erindi Ísafjarðarbæjar frá 25. maí sl. um nýbyggingu Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.



4. Formaður bæjarráðs ? tekjustofnar sveitarfélaga.


Rætt um tekjustofna sveitarfélaga og lögð fram eftirfarandi ályktun:


?Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að tekjustofnar sveitarfélaga standi undir rekstri þeirra, nauðsynlegum framkvæmdum og afborgunum lána. Svo er ekki í dag og þess vegna er mikilvægt að ríki og sveitarfélög semji um leiðréttingu tekjustofna sveitarfélaganna.


Fjármagnstekjuskattur er ein leið til þess að fjölga tekjustofnum sveitarfélaga. Hægt er að ná því markmiði með því að hluti skattsins renni beint til sveitarfélaga og hluti hans fari í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.?


Bæjarráð samþykkti ályktunina samhljóða og felur bæjarstjóra að senda fjármálaráðherra hana.


  


5. Bæjarstjóri ? málefni Vestfjarðanefndar.    


Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir stöðu mála og vinnu Vestfjarðanefndar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:20.


Þórir Sveinsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.        


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?