Bæjarráð - 536. fundur - 30. júlí 2007

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.


Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 18/7.  19. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 25/7.  269. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.


Fundargerðin staðfest í heild sinni án athugasemda.2. Umhverfisnefnd - gatnagerðargjöld í Ísafjaðarbæ.  2007-06-0010.


Lögð fram drög að nýrri samþykkt um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ ásamt fylgiskjölum.


Bæjarráð óskar eftir áliti bæjarlögmanns á drögunum.


 


3. Fjármálastjóri ? útboð á bankaþjónustu Ísafjarðarbæjar.  2006-08-0073.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 26. júlí sl., þar sem greint er frá opnun tilboða í bankaþjónustu Ísafjarðarbæjar.  Alls bárust fimm tilboð frá eftirtöldum aðilum.

Bankastofnun                               upphæð nettó                yfirdráttarvextir


Glitnir hf                                        5.800.000 kr.                 14,24%


Landsbanki hf                               7.557.500 kr.                 15,30%


Landsbanki hf ? frávikstilboð       7.557.500 kr.                  14,80%


Sparisjóður Bolungarvíkur            3.221.750 kr.                  14,86%


Sparisjóður Vestfirðinga              430.000 kr.                     14,85%


Lagt er til að samið verði við Landsbanka um bankaþjónustu Ísafjarðarbæjar til næstu þriggja ára með möguleika á framlengingu um tvö ár.


Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins fram til næsta bæjarráðsfundar.4. Guðbjörg Guðlaugsdóttir ? kauptilboð í Aðalgötu 1, Suðureyri.  2007-07-0041.


Lagt fram bréf Guðbjargar Guðlaugsdóttur, ódagsett, ásamt fylgiskjölum þar sem hún og eiginmaður hennar Hjalti Sigurðsson óska að kaupa fasteign Ísafjarðarbæjar við Aðalgötu 1, Suðureyri.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við aðila málsins. 


  


5. Bæjarritari - skólaakstur í Dýrafirði.  2007-03-0083.  


Lagt fram minnisblað frá Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, dagsett 25. júlí sl., og minnisblað bæjarlögmanns (trúnaðarmál) varðandi opnun tilboða í skólaakstur í Dýrafirði.


Á grundvelli umsagnar bæjarlögmanns hafnar bæjarráð öllum tilboðum og óskar eftir nýju útboði á skólaakstri í Dýrafirði.6. Bæjarritari ? Tónlistarfélag Ísafjarðar.  2007-05-0039.


Lagt fram minnisblað ásamt fylgiskjölum frá Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, dagsett 24. júlí sl., varðandi greiðslu á 17 millj.kr. fjárframlagi bæjarsjóðs til Tónlistarfélagsins, sbr. samning aðila frá 23. maí 2006.


Bæjarráð samþykkir að greiða 17 millj.kr. til Tónlistarfélagsins þrátt fyrir ákvæði 5. gr. samnings aðila gegn því skilyrði að Tónlistarfélagið geri grein fyrir framkvæmdum sem fjármagnaðar eru samkvæmt samningnum í síðasta lagi í árslok 2008 og framvísi verkáætlun áður en til greiðslu fjárframlagins kemur.7. Útvegsmannafélag Vestfjarða - snurvoðaveiðar í Önundarfirði.  2007-06-0071.


Lagt fram bréf frá Einari Vali Kristjánssyni, formanni Útvegsmannafélags Vestfjarða, dagsett 18. júlí sl., með umsögn um erindi Íbúasamtaka Önundarfjarðar að bæjarstjórn beiti sér fyrir lokun á snurvoðaveiðar í Önundarfirði. Í bréfinu er farið þess á leit að fram komnu erindi um lokun á snurvoðaveiðar í Önundarfirði verði synjað.


Bæjarráð framsendir svar Útvegsmannafélagsins til sjávarútvegsráðuneytisins og Íbúasamtaka Önundarfjarðar.8. Bæjarritari ? spurningarkeppni sjónvarpsins.


Lagt fram minnisblað ásamt fylgiskjali frá Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, dagsett 25. júlí sl., varðandi erindi frá RUV um skipan 3ja manna liðs frá Ísafjarðarbæ sem í haust tæki þátt í spurningarkeppni sjónvarpsins fyrir hönd sveitarfélagsins.


Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.9. Fjórðungssamband Vestfirðinga ? Menningarráð Vestfjarða.  2006-09-0108.  


Lagt fram bréf Albertínu F. Elíasdóttur, verkefnisstjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 13. júlí sl., ásamt ?Samþykktir Menningarráðs Vestfjarða? sem staðfestar voru á stjórnarfundi ráðsins 11. júlí sl.  Óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á samþykktunum.


Bæjarráð staðfestir samþykktir fyrir Menningarráð Vestfjarða.10. Ari ehf ? beiðni um akstursstyrk.  2007-07-0035.  


Lagt fram bréf Gísla Hermannssonar, framkv.stj. Ara ehf, dagsett 12. júlí sl., þar sem óskað er þátttöku sveitarfélagsins í greiðslu kostnaðar vegna aksturs starfsmanna fyrirtækisins frá Flateyri til Súðavíkur.


Bæjarráð bendir á að almenningssamgöngur eru á milli Flateyrar og Ísafjarðar. Bæjarráð óskar eftir viðræðum við Súðavíkurhrepp og Bolungarvíkurkaupstað um almenningssamgöngur á milli sveitarfélaganna.11. Hugmyndasmiðjan Þingeyri ? samgöngumál.  2007-07-0039.  


Lagt fram bréf ódagsett frá forsvarsmönnum Hugmyndasmiðjunnar Þingeyri ásamt afriti áskorunar til samgönguráðherra varðandi samgöngumál á Vestfjörðum.


Bæjarráð þakkar fyrir áhugavert erindi og sendir til samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til kynningar.12. Félag slökkviliðsmanna ? beiðni um styrk.  2007-07-0037.  


Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga frá félagi slökkviliðsmanna, dags. í júlí 2007, með beiðni um framlag í sjúkra- og líknasjóð slökkviliðsmanna í tilefni átaksins ?Ykkar öryggi ? okkar áhætta.?


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.13. Íbúasamtök Önundarfjarðar ? hafnarframkvæmdir á Flateyri.  2007-07-0049.  


Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar, dags. 24. júlí sl., varðandi hafnarframkvæmdir á Flateyri.


Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar.14. Starfsmaður landbúnaðarnefndar ? refa- og minkaveiðar. 2007-04-0068.


Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali frá Þóri Erni Guðmundssyni, starfsmanni landbúnaðarnefndar, dagsett 27. júlí sl., þar sem gerð er grein fyrir kostnaði við eyðingu refa og minka á árinu 2007. Óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð 800.000 kr. til málaflokksins. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2007.15. Bæjarstjóri ? byggðakvóti.


Rætt um úthlutunarreglur varðandi byggðakvóta í Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð samþykkir að fella út ákvæði um að byggðakvóta skuli skipt samkvæmt lönduðum afla til vinnslu í Ísafjarðarbæ á tímabilinu 1. júlí 2006 til 30. júní 2007.16. Atvinnumál í Ísafjarðarbæ.


Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, ræddi um atvinnumál í Ísafjarðarbæ og lagði fram bókun: ?Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar og fyrirsjáanlegrar blóðtöku vegna niðurskurðar á þorskkvóta á komandi fiskveiðiári, átel ég fyrir hönd Í-listans í Ísafjarðarbæ, meirihluta bæjarstjórnar fyrir framtaksleysi í atvinnumálum bæjarins. Síðustu vikur og mánuði hefur ekkert frumkvæði komið frá meirihluta bæjarstjórnar og hvorki atvinnumálanefnd né hafnarnefnd verið kölluð saman til fundar. Tillögur sem bæjarfulltrúar Í-listans hafa fengið samþykktar í bæjarstjórn hafa verið svæfðar í nefndum eða týnst í skúffum meirihlutans. Því legg ég til að atvinnumálanefnd verði þegar kölluð til fundar við bæjarráð til að ræða tillögur til úrbóta í atvinnumálum bæjarins og framkvæmdaáætlun sett af stað.?


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:23.


Þórir Sveinsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Níels Björnsson.        


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?