Bæjarráð - 535. fundur - 16. júlí 2007

Þetta var gert:


1.Fundargerð nefndar.


Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 13/7.  15. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Bæjarráð vísar tilnefningum til umhverfisnefndar.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 11/7.  268. fundur.


Fundargerðin er í fjórtán liðum.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.


Fundargerðin staðfest í heild sinni án athugasemda.



2.Samstarfssamningur Hérðassambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar. 2007-01-0079.


Lagður fram samstarfssamningur á milli Hérðassambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.


Á fundi bæjarráðs þann 9. júlí s.l., voru gerðar smávægilegar breytingar á samningnum,


sem nú hafa verið færðar í texta.


Bæjarráð samþykkir samning Ísafjarðarbæjar við HSV og felur bæjarstjóra að undirrita


samninginn f.h. Ísafjarðarbæjar.


 


3.Bréf bæjartæknifræðings. - Skólaakstur í Dýrafirði.  2007-03-0083.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 11. júlí s.l.,


þar sem greint er frá opnun tilboða í skólaakstur í Dýrafirði.  Alls bárust þrjú tilboð


frá eftirtöldum aðilum.


Jóni Reyni Sigurðssyni, Þingeyri,  kr. 8.550.- pr. ferð.


F&S hópferðabílum ehf., Þingeyri,  kr. 9.164.- pr. ferð.


Svanberg R. Gunnlaugssyni, Þingeyri, kr. 9.450.- pr. ferð.


Lagt er til að gengið verði til samninga við Jón Reyni Sigurðsson á grundvelli tilboðs hans.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita umsagnar bæjarlögmanns, um opnun ofangreindra tilboða áður


en bæjarráð tekur afstöðu til þeirra.



4.Bréf bæjartæknifræðings. - Hesthús í Hnífsdal, hugsanleg uppkaup.


2007-07-0027.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 11. júlí s.l.,


þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum við hesthúsaeigendur í Hnífsdal, varðandi hugsanleg uppkaup hesthúsa vegna fyrirhugaðrar jarðgangnagerðar undir Óshlíð.


Bæjarráð tekur jákvætt í uppkaup á hesthúsum í Hnífsdal og felur bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu. 


  


5.Bréf Ingibjargar Ingadóttur, Ísafirði. - Styrkbeiðni.  2007-07-0026.


Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Ingadóttur, Ísafirði, dagsett 5. júlí s.l., þar sem hún óskar eftir styrk


frá Ísafjarðarbæ til að taka þátt í alþjóðlegri göngu, sem haldin er árlega víðs vegar í Bandaríkjunum, til styrktar rannsóknum og meðferð brjóstakrabbameins.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



6.Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - 52. Fjórðungsþing.  2007-07-0020.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 5. júlí s.l., þar sem minnt er á


52. Fjórðungsþing Vestfirðinga er haldið verður á Tálknafirði dagana 7. og 8. september n.k. 


Sveitarstjórnir eru beðnar um að senda kjörbréf fyrir fulltrúa sína fyrir 8. ágúst n.k.


Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar eigi allir seturétt á Fjórðungsþinginu


og fari með atkvæði Ísafjarðarbæjar að jöfnu.



7.Bréf Young Scandinavia- Scotland Programme. - Kynning á fundi. 2007-06-0085.


Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Young Scandinavia-Scotland Programme, dagsett 22. júní s.l., þar sem kynntur er fundur aðila frá Skandinavíu og Skotlandi, er haldinn verður í Skotlandi í lok nóvember n.k.  Í bréfinu er einstaklingum frá Ísafjarðarbæ boðin þátttaka.


Lagt fram til kynningar. 



8.Erindi Fjölmenningarseturs á Ísafirði. - Styrkbeiðni vegna könnunar.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 13. júlí s.l., þar er greint  frá tölvupósti er borist hefur


frá Fjölmenningarsetri á Ísafirði, þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að kanna atvinnuástand einstaklinga innlendra sem og af erlendum uppruna á norðanverðum Vestfjörðum.  Bréfinu fylgir fyrirhugaður spurningalisti vegna könnunarinnar.


Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 100.000.-, er færist á liðinn 21-81-995-1.



9.Grunnskólinn á Suðureyri. - Skólamötuneyti.  2007-03-0090.  


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 13. júlí s.l., þar sem gerð er grein fyrir smávægilegum breytingum á Grunnskólanum á Suðureyri vegna mötuneytis og tækjakaupa.  Kostnaðaráætlun er alls kr. 2.750.000.-, sem er að mestu vegna tækjakaupa.  Í bréfinu kemur fram að fara verði einnig í breytingar á eldhúsi leikskólans á Suðureyri í tengslum við þetta og lagt er til að farið verði í þær breytingar á árinu 2008.


Bæjarráð samþykkir framkvæmdir í Grunnskóla Suðureyrar, kostnaður fjármagnist úr eignarsjóði.


   


  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:55.


        


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


        


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?