Bæjarráð - 534. fundur - 9. júlí 2007




 


 


 Þetta var gert:





1. Fundargerð nefndar.


  Barnaverndarnefnd 5/7  85. fundur.


  Fundargerðin er í tveimur liðum.


  Fundargerðin lögð fram til kynningar.


  Fræðslunefnd 26/6.  259. fundur.


  Fundargerðin er í átta liðum.


  8. liður.  Bæjarráð f.h. bæjarstjórnar þakkar Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur  fyrir samstarfið á   liðnum árum og óskar henni alls velfarnaðar í nýju starfi.


  Fundargerðin lögð fram til kynningar.


  Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 29/6.  14. fundur.


  Fundargerðin er í þremur liðum.


  Fundargerðin lögð fram til kynningar.


  Umhverfisnefnd 27/6.  267. fundur.


  Fundargerðin er í þrettán liðum.


  Fundargerðin staðfest í heild sinni án athugasemda.



2. Byggðakvóti til Ísafjarðarbæjar. - Úthlutunarreglur staðfestar af


   sjávarútvegsráðuneyti.  2007-03-0097.


Lagðar fram reglur vegna skiptingar byggðakvóta Ísafjarðarbæjar á einstaka byggðalög sveitarfélagsins.  Reglurnar hafa verið staðfestar af sjávarútvegsráðuneyri og auglýstar í Stjórnartíðindum, samkvæmt auglýsingu nr. 588 þann 4. júlí 2007.  Fiskistofa hefur þegar auglýst eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til og með 20. júlí 2007.


Lagt fram til kynningar.



3. Gamla apótekið. - Stöðumat í júní 2007.  2007-07-0014.


Lagt fram bréf Ingibjargar M. Guðmundsdóttur, fráfarandi yfirmanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 5. júlí s.l., er fjallar um stöðumat á Gamla apótekinu í júní 2007.  Niðurstaða matsins er sú, að lagt er til að rekstri Ungmennahússins í Gamla apótekinu verði lokað sem slíku og að þær eignir, sem hugsanlega er hægt að nýta í félagsstarf ungmenna, verði fluttar í Félagsmiðstöð Ísafjarðarbæjar, enda í eigu sveitarfélagsins.


Bæjarráð vísar bréfi Ingibjargar M. Guðmundsdóttur til umsagnar í félagsmála- nefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.



4. Refa- og minkaveiðar í Ísafjarðarbæ 2007. - Upplýsingar um stöðuna.


   2007-04-0068.


Lagt fram minnisblað frá starfsmanni landbúnaðarnefndar og bæjarritara dagsett 6. júlí s.l., þar sem gerð er grein fyrir þeim kostnaði er kominn er í refa- og minkaveiðar á þessu ári.  Alls hafa verið greiddar kr. 2.277.631.- það sem af er árinu og er það um hálfri milljón króna fram yfir þá fjárhæð sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2007.  Ráðningartími skotmanna er til 31. júlí n.k.


Bæjarráð samþykkir að stöðva refa- og minkaveiðar á þessu ári, þar sem fjármagn til málaflokksins er búið.


  


5. Bréf Arnars Barðasonar ofl., Suðureyri. - Tónlistarnám utan


   lögheimilissveitarfélags.  2007-07-0013.


Lagt fram bréf frá Arnari Barðasyni ofl., Suðureyri, dagsett 4. júlí s.l., er varðar kostnað við tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags og þátttöku sveitarfélagsins í þeim kostnaði.  Um er að ræða nám í söng- og píanóleik.


Bæjarráð óskar umsagnar fræðslunefndar um erindið.



6. Bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði. - Skuldajafnanir Ísafjarðarbæjar gagnvart


   Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar.  2007-07-0002.


Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 27. júní s.l., þar sem félagið f.h. Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar, mótmælir einhliða skuldajöfnun Ísafjarðarbæjar vegna húsaleigureikninga Ísafjarðarbæjar vegna íbúðar  C á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Tjörn, Þingeyri, á móti reikningum frá Heilbrigðisstofnuninni. 


Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að lausn málsins.



7. Bréf Rafhönnunar. - Styrking GSM farsímaþjónustu.  2007-07-0009.


Lagt fram bréf frá Rafhönnun í Reykjavík, dagsett þann 29. júní s.l., þar sem kynnt er væntanleg styrking GSM farsímaþjónustu á stofnvegum og nokkrum ferðamannastöðum.  Í bréfinu kemur fram að væntanlegir verktakar munu sjá um alla samninga við sveitarfélög vegna framkvæmda. 


Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar til kynningar.



8. Minnisblað bæjarritara. - Samstarfssamningur Hérðassambands


   Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.  2007-01-0079.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. júlí s.l., ásamt endurskoðuðum drögum að samstarfssamningi á milli Hérðassambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.  Á fundi bæjarráðs þann 25. júní s.l., var bæjarstjóra falið að fara yfir samninginn og gera þær breytingar, sem um var rætt í bæjarráði.


Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.



9. Samningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.   


Lagður fram undirritaður samningur tíu sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.  Samningur er í tengslum við samning um samstarf ríkis og sveitarfélaga um menningarmál á Vestfjörðum.  Samningurinn var undirritaður í Sævangi, Steingrímsfirði, þann 10. júní 2007. 


Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til menningarmálanefndar.


  



10. Bréf fjármálastjóra. - Drög að reglum vegna greiðslu styrkja á


    fasteignagjöldum af hesthúsum í Ísafjarðarbæ.  2007-05-0006. 


 Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 2. júlí s.l., ásamt tillögu að reglum um styrkveitingar er varða greiðslur fasteignagjalda af hesthúsum í Ísafjarðarbæ og aðlögun að breyttri álagningsprósentu af fasteignamati.


 Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.



11. Bréf Hvetjanda hf. - Boðun aðalfundar 9. júlí 2007.   2007-06-0082. 


 Lagt fram bréf frá Hvetjanda hf., eignarhaldsfélagi, dagsett 22. júní s.l., þar sem boðað er til aðalafundar félagsins þann 9. júlí 2007.  Bréfinu fylgja tillögur stjórnar um breytingar á starfsreglum Hvetjanda hf., eignarhaldsfélags.


 Á aðalfund Hvetjanda hf. mætti Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjaarráðs og Sigurður Pétursson, bæjarráðsmaður.  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fór með atkvæði Ísafjarðarbæjar.



12. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar


     janúar - maí 2007.  2007-06-0040.


 Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 27. júní s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - maí 2007.


 Lagt fram til kynningar.



13. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.


    2007-02-0070.


 Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 25. júní s.l., ásamt 61. fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 22. júní 2007.


 Lagt fram til kynningar.



14. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Námskeið um samningsstjórnun.  2007-07-0004.


 Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. júní s.l., er varðar námskeið fyrir sveitarfélög um samningsstjórnun þann 13. - 14. ágúst n.k.  Námskeiðið verður að öllum líkindum haldið í Reykjavík og gera má ráð fyrir að kostnaður á þátttakanda verði um   kr. 40.000.-.


 Lagt fram til kynningar.



15. Gjaldskrá Vinnuskóla.


 Lögð fram af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2007, þar sem tímagjaldi er breitt í fast gjald og afsláttur er veittur til eldri borgara og öryrkja.


 Bæjarráð samþykkir tillöguna .





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.





Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?