Bæjarráð - 532. fundur - 18. júní 2007

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.


Fræðslunefnd 12/6.  258. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 11/6.  79. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 12/6.  137. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 13/6.  266. fundur.


Fundargerðin er í tuttugu og fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Bréf bæjartæknifræðings. - Sláttur opinna svæða í Ísafjarðarbæ.   2005-03-0054.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 11. júní s.l., er varðar slátt opinna svæða í Ísafjarðarbæ.  Í bréfinu kemur fram, að í samningum um slátt opinna svæða frá árinu 2005, er gert ráð fyrir vísitöluhækkun á samningstíma, en fjárhagsáætlun þessa árs gerir ekki ráð fyrir þeirri hækkun.  Kostnaðarliður vegna þessa þarf að hækka um kr. 1,9 milljónir ef ekki á að semja að nýju við verktaka um breytt fyrirkomulag.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að liður 11-41-4991 verði hækkaður um krónur 1,9 milljónir og verði hækkun vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007.3. Bréf bæjartæknifræðings. - Sparkvöllur á Flateyri.  2007-06-0038.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 11. júní s.l., er varðar hugsanlegan sparkvöll á Flateyri.  Bæjartæknifræðingur óskar heimildar til að hefja vinnu við sparkvöll á Flateyri, kostnaður við framkvæmdir er um kr. 8 milljónir.  Í bréfinu er vísað til samþykktar bæjarstjórnar á 216. fundi, við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2007, þar sem fram kemur að gera ætti ráð fyrir einum sparkvelli í Ísafjarðarbæ.


Með tilvísun til samþykktar á 216. fundi bæjarstjórnar við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2007, samþykkir bæjarráð að framkvæmdir við sparkvöll á Flateyri verði hafnar.


 


4. Bréf Sturlu Páls Sturlusonar, formanns Stefnis. - Sparkvöllur á Suðureyri.  2007-04-0063.


Lagt fram bréf frá Sturlu Páli Sturlusyni, formanni íþróttafélagsins Stefnis á Suðureyri, dagsett þann 8. júní s.l., er varðar m.a. uppsetningu sparkvalla á Flateyri og í Hnífsdal, sem og sparkvallamál á Suðureyri.


Bæjarráð vísar erindinu til HSV með tilvísun í samning Ísafjarðarbæjar og HSV frá 3. mars 2005.5. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar - apríl 2007.   2007-06-0040.


Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 11. júní s.l., mánaðar- skýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - apríl 2007.


Lagt fram til kynningar.6. Bréf bæjartæknifræðings. - Grafa fyrir áhaldahús Ísafjarðarbæjar.   2007-06-0037.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 11. júní s.l., þar sem undirritaður óskar heimildar til að ganga til samninga um kaup á vélgröfu frá fyrirtækinu Vélar og þjúnustu ehf. og sölu á eldra tæki.  Kostnaður er um kr. 9,5 milljónir, sem yrði á fjárhagsáætlun ársins 2008.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að beiðni bæjartæknifræðings verði samþykkt og fjármögnun vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.7. Bréf Póst- og fjarskiptastofnunar. - Útboð á háhraðatengingum.   2007-06-0045.


Lagt fram bréf Póst- og fjarskiptastofnun dagsett 11. júní s.l., er varðar undirbúning útboðs á háhraðatengingum til þeirra íbúa í dreifbýli, sem ekki eiga kost á slíkum tengingum.


Bæjarráð felur bæjarstjóra málið til úrvinnslu.    8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Hópferð á Opna daga sveitarstjórnarvettvangs ESB.   2007-06-0050.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 11. júní s.l., varðandi hópferð á Opna daga sveitarstjórnarvettvangs ESB í haust.  Opnir dagar verða 8. - 10. október n.k. í Brussel.


Lagt fram til kynningar.9. Bréf Tryggva Guðmundssonar, Ísafirði. - Umhverfisslys í Hornbjargi.    2007-06-0051.


Lagt fram bréf frá Tryggva Guðmundssyni, Ísafirði, móttekið 14. júní s.l., þar sem hann greinir frá ,,Umhverfisslysi í Hornbjargi?.  Í bréfinu lýsir hann þeim breytingum er orðið hafa á fuglalífi í og við Hornbjarg, sem hann telur fyrst og fremst vera af völdum refs.  Hann kallar á aðgerðir til að snúa þessari óheillaþróun við.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar.  


 


10. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Aðalfundarboð.   2007-06-0052.


Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 12. júní s.l., þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðsins á Hótel Sögu, Reykjavík, föstudaginn      5. október n.k.


Lagt fram til kynningar.11. Bréf Greips Gíslasonar. - ,,Við Djúpið?, beiðni um styrk. 


Lagt fram bréf frá Greipi Gíslasyni dagsett í júní 2007, ásamt greinargerð, þar sem hann óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 350.000.- vegna tónlistarhátíðarinnar ,,Við Djúpið?, sem haldin verður hér á Ísafirði dagana 18.-24. júní 2007.


Meirihluti bæjarráðs vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.  Arna Lára Jónsdóttir óskaði bókað, að hún teldi rétt að erindinu væri vísað til menningarmálanefndar.12. Bréf Jóns H. Péturssonar. - Styrkbeiðni vegna Alþjóðaleika ungmenna í Reykjavík 20.-25. júní n.k.


Lagt fram bréf frá Jóni H. Péturssyni, íþróttafræðingi og knattspyrnuþjálfara, Ísafirði, dagsett 15. júní s.l., þar sem hann sækir um styrk að upphæð ca. kr. 22.000.- sem er þátttökugjöld vegna þátttöku 10 drengja úr Boltafélagi Ísafjarðar, í Alþjóðaleikum ungmenna er haldnir vera í Reykjavík 20. - 25. júní n.k.


Bæjarráð samþykkir erindið,  kostnaður greiðist af liðnum 21-81-995-1.13. Bréf bæjartæknifræðings. - Púttvöllur á Ísafirði.  2007-06-0036.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 15. júní s.l., er varðar fyrirhugaðan púttvöll á Ísafirði.  Heildar kostnaður við gerð púttvallar er um krónur 7,5 milljónir og hlutur Ísafjarðarbæjar áætlaður krónur 3,7 milljónir.


Bæjarráð vísar samningi um byggingu púttvallar til umræðu í bæjarstjórn.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.  17:37


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?