Bæjarráð - 530. fundur - 5. júní 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 17/4.  82. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Barnaverndarnefnd 24/5.  83. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum. 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Félagsmálanefnd 29/5.  285. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fræðslunefnd 29/5.  257. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Stjórn Skíðasvæðis 29/5.  12. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Þjónustuhópur aldraðra 30/5.  49. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf sjávarútvegsráðuneytis. - Frestur til að skila tillögum og reglum um úthlutun byggðakvóta 2006/2007.  2007-03-0097.


Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneyti dagsett 31. maí s.l., þar sem svarað er bréfi Ísafjarðarbæjar frá 30. maí s.l., um frest til að skila tillögum og reglum um úthlutun byggðakvóta í Ísafjarðarbæ fyrir fiskveiðiárið 2006/2007.  Umbeðinn frestur til 11. júní n.k. var samþykktur.


Umræður urðu um tillögu að skiptingu byggðakvóta og úthlutunarreglum.  Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarritara, að gera drög að tillögu um skiptingu byggðakvóta ársins 2006/2007, ásamt drögum að úthlutunarreglum, í samræmi við umræður á fundinum.  Drögin verði  kynnt á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 7. júní n.k.



3. Bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum. - Afgreiðsla almannavarnarnefndar vegna umsagnar um styrkumsókn.  2007-04-0005.


Lagt fram bréf frá lögreglustjóranum á Vestfjörðum dagsett 31. maí s.l., þar sem fram kemur, að almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps mælir með að Herði S. Harðarsyni verði veittur styrkur vegna fjallabjörgunarnámskeiðs.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að fjárhæð                 kr. 135.000.-, er færist á bókhaldslið 074--


 


4. Minnisblað til bæjarráðs. - Umfjöllun og endurskoðun starfs atvinnu- og  ferðamálafulltrúa.


Lagt fram minnisblað frá nefnd um endurskoðun stjórnskipulags Ísafjarðarbæjar og bæjarmálasamþykktar.  Minnisblaðið varðar endurskoðun á starfi atvinnu- og ferðamálafulltrúa, en Rúnar Óli Karlsson er að láta af því starfi þessa dagana.  Í minnisblaðinu koma fram hugmyndir að nýrri starfslýsingu er varða þetta stöðugildi.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráðið verði í stöðu upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar á grundvelli hugmynda að starfslýsingu.  


 


5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Tilnefningar í Menningarráð Vestfjarða.  2006-09-0108.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 11. maí s.l., er varðar tilnefningar sveitarfélaga í Menningarráð Vestfjarða.  Í bréfinu kemur fram að Ísafjarðarbær þarf að tilnefna tvo fulltrúa í Menningarráðið og tvo varamenn.


Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.



6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Undirritun samstarfssamnings sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.  2006-09-0108.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 1. júní s.l., er varðar undirritun samstarfssamnings sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.  Í bréfinu kemur fram að undirritun verður þann 10. júní n.k. kl. 13:00 í Sauðfjársetri á Ströndum og er þess óskað að sveitarstjórnir sendi fulltrúa með umboð til að undirrita samstarfs- samninginn.  Sveitarstjórnarmenn og fulltrúar í menningarnefndum sveitarfélaga eru hvattir til að vera viðstaddir undirritunina.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að bæjarstjóri verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar og með umboð til að undirrita samstarfssamninginn.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:35.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Arna Lára Jónsdóttir.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?