Bæjarráð - 529. fundur - 29. maí 2007

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


Landbúnaðarnefnd 24/5.  81. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 23/5.  265. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Lögsýnar ehf. - Byggingarleyfis- og gatnagerðargjöld af bílskúr við Dalbraut 11, Hnífsdal.  2007-05-0080.


Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 21. maí s.l., er varðar álagningu byggingarleyfis- og gatnagerðagjalda á bílskúrsbyggingu að Dalbraut 11, Hnífsdal.


Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings til skoðunar.



3. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Frumvarp til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.  2007-05-0083.


Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 16. maí s.l., þar sem óskað er umsagnar um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.


 


4. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. - Minnisblað um málefni er varða Önundarfjörð og Flateyri.  2006-12-0025.


Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar dagsett 18. maí s.l., ásamt minnisblöðum til nokkurra stofnana Ísafjarðarbæjar, er varða ýmis verkefni og umhverfismál.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Bæjarráð bendir á að minnisblöðin hafa þegar borist tæknideild Ísafjarðarbæjar.


 


5. Minnisblað bæjarstjóra. - Fulltrúi Ísafjarðarbæjar í barnaverndarnefnd.   2007-01-0006.


Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. maí s.l., þar sem lagt er til að Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi, komi í stað Laufeyjar Jónsdóttur, sem fulltrúi Ísafjarðarbæjar í sameiginlegri barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum og verði hún jafnframt formaður nefndarinnar.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Birna Lárusdóttir verði kjörin fulltrúi Ísafjarðarbæjar í barnaverndarnefnd í stað Laufeyjar Jónsdóttur.



6. Minnisblað bæjarritara. - Slökkvistöðin í Hnífsdal.  2007-04-0033.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 25. maí s.l., er varðar sölu slökkvistöðvarinnar í Hnífsdal.  Bæjarstjórn hafnaði kauptilboði í eignina þann 26. apríl s.l. Eignin hefur nú verið í sölu hjá Fasteignasölu Vestfjarða ehf., í um mánaðar tíma án þess að kauptilboð hafi borist.


Því leggur bæjarritari fram að nýju kauptilboð frá Slysavarnardeildinni í Hnífsdal í eignina dagsett þann 17. apríl s.l., að upphæð kr. 400.000.-.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekið verði kauptilboði Slysavarnar-deildarinnar í Hnífsdal í slökkvistöðina í Hnífsdal.  



7. Afrit bréfs til ráðuneyta ofl., vegna Núpsskóla í Dýrafirði.  2007-05-0033.


Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til menntamálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Barnaverndarstofu, varðandi tillögu Í-lista er samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 3. maí s.l. og varðar hugsanlega notkun Núpsskóla í Dýrafirði.


Lagt fram til kynningar.



8. Bréf sjávarútvegsráðuneytis. - Byggðakvóti 2006/2007.   2007-03-0097.


Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneyti dagsett 21. maí s.l., úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2006/2007.  Í hlut Ísafjarðarbæjar komu alls 454 þorskígildistonn er skiptast á byggðalög sem hér segir.


       Ísafjarðarbær:   193 tonn


       Hnífsdalur:     22 tonn


       Þingeyri:     87 tonn


       Suðureyri:     15 tonn


       Ísafjörður:   137 tonn Alls 454 tonn.


Bréfinu fylgir tegundasundurliðun á einstaka byggðalög, sem og lög og reglugerðir er varða stjórn fiskveiða og úthlutun byggðakvóta.  Jafnframt fylgja reglur þær er bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar setti við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006.


Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir fresti hjá sjávarútvegsráðuneyti til 11. júní n.k., til að skila inn tillögum um skiptingu byggðakvóta í Ísafjarðarbæ.  Jafnframt felur bæjarráð bæjarritara að vinna málið frekar fyrir næsta fund bæjarráðs.



9. Bréf menntamálaráðuneytis. - Æskulýðslög nr. 70/2007.  2007-05-0069.


Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 16. maí s.l., er varðar ný samþykkt æskulýðslög nr. 70/2007.  Lögin fylgja bréfinu ásamt athugasemdum við frumvarp til æskulýðslaga.  Óskað er eftir að lögin verði kynnt þeim aðilum í sveitarfélaginu og öðrum, er vinna með börnum og ungu fólki.


Bæjarráð vísar erindinu til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins er málið varðar, sem og til HSV.



10. Ályktun frá félagi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Ísafjarðarbæ.  2007-02-0139.


Lögð fram ályktun frá félagi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Ísafjarðarbæ dagsett 22. maí s.l., er varðar atvinnumál á Flateyri.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



11. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Skýrsla vinnuhóps um aðgerðir  og reglur vegna refa- og minkaveiða.  2007-05-0070.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 18. maí s.l., ásamt tillögum og skýrslu vinnuhóps FV, að aðgerðum og reglum vegna refa- og minkaveiða.  Í bréfinu er þess óskað að sveitarfélög á Vestfjörðum taki til umfjöllunar tillögur að samræmdum reglum um refa- og minkaveiðar, ásamt skýrslu vinnuhópsins.


Bæjarráð vísar tillögum og skýrslu til umsagnar landbúnaðarnefndar.



12. Minnisblað bæjartæknifræðings. - Frágangur lóðar við Edinborgarhús. 2006-04-0006.


Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 25. maí s.l., er varðar frágang lóðar við Edinborgarhús á Ísafirði og væntanlegan samning við Ásel ehf., Ísafirði, um verkið.  Um er að ræða að ljúka frágangi á plani neðan við Edinborgarhús, gangstétt meðfram Aðalstræti og göngustíg frá Edinborgarhúsi upp að Austurvegi.  Heildarkostnaður er samkvæmt meðfylgjandi sundurliðun kr. 10.024.620.-.  Óskað er heimildar til að ganga frá samkomulagi við Ásel ehf. á grundvelli tilboðs félagsins.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði til samninga við Ásel ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.  Fjármögnun verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?