Bæjarráð - 529. fundur - 29. maí 2007

Þetta var gert:1. Fundargerðir nefnda.


Landbúnaðarnefnd 24/5.  81. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 23/5.  265. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Bréf Lögsýnar ehf. - Byggingarleyfis- og gatnagerðargjöld af bílskúr við Dalbraut 11, Hnífsdal.  2007-05-0080.


Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 21. maí s.l., er varðar álagningu byggingarleyfis- og gatnagerðagjalda á bílskúrsbyggingu að Dalbraut 11, Hnífsdal.


Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings til skoðunar.3. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Frumvarp til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.  2007-05-0083.


Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 16. maí s.l., þar sem óskað er umsagnar um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.


 


4. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. - Minnisblað um málefni er varða Önundarfjörð og Flateyri.  2006-12-0025.


Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar dagsett 18. maí s.l., ásamt minnisblöðum til nokkurra stofnana Ísafjarðarbæjar, er varða ýmis verkefni og umhverfismál.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Bæjarráð bendir á að minnisblöðin hafa þegar borist tæknideild Ísafjarðarbæjar.


 


5. Minnisblað bæjarstjóra. - Fulltrúi Ísafjarðarbæjar í barnaverndarnefnd.   2007-01-0006.


Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. maí s.l., þar sem lagt er til að Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi, komi í stað Laufeyjar Jónsdóttur, sem fulltrúi Ísafjarðarbæjar í sameiginlegri barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum og verði hún jafnframt formaður nefndarinnar.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Birna Lárusdóttir verði kjörin fulltrúi Ísafjarðarbæjar í barnaverndarnefnd í stað Laufeyjar Jónsdóttur.6. Minnisblað bæjarritara. - Slökkvistöðin í Hnífsdal.  2007-04-0033.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 25. maí s.l., er varðar sölu slökkvistöðvarinnar í Hnífsdal.  Bæjarstjórn hafnaði kauptilboði í eignina þann 26. apríl s.l. Eignin hefur nú verið í sölu hjá Fasteignasölu Vestfjarða ehf., í um mánaðar tíma án þess að kauptilboð hafi borist.


Því leggur bæjarritari fram að nýju kauptilboð frá Slysavarnardeildinni í Hnífsdal í eignina dagsett þann 17. apríl s.l., að upphæð kr. 400.000.-.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekið verði kauptilboði Slysavarnar-deildarinnar í Hnífsdal í slökkvistöðina í Hnífsdal.  7. Afrit bréfs til ráðuneyta ofl., vegna Núpsskóla í Dýrafirði.  2007-05-0033.


Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til menntamálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Barnaverndarstofu, varðandi tillögu Í-lista er samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 3. maí s.l. og varðar hugsanlega notkun Núpsskóla í Dýrafirði.


Lagt fram til kynningar.8. Bréf sjávarútvegsráðuneytis. - Byggðakvóti 2006/2007.   2007-03-0097.


Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneyti dagsett 21. maí s.l., úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2006/2007.  Í hlut Ísafjarðarbæjar komu alls 454 þorskígildistonn er skiptast á byggðalög sem hér segir.


       Ísafjarðarbær:   193 tonn


       Hnífsdalur:     22 tonn


       Þingeyri:     87 tonn


       Suðureyri:     15 tonn


       Ísafjörður:   137 tonn Alls 454 tonn.


Bréfinu fylgir tegundasundurliðun á einstaka byggðalög, sem og lög og reglugerðir er varða stjórn fiskveiða og úthlutun byggðakvóta.  Jafnframt fylgja reglur þær er bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar setti við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006.


Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir fresti hjá sjávarútvegsráðuneyti til 11. júní n.k., til að skila inn tillögum um skiptingu byggðakvóta í Ísafjarðarbæ.  Jafnframt felur bæjarráð bæjarritara að vinna málið frekar fyrir næsta fund bæjarráðs.9. Bréf menntamálaráðuneytis. - Æskulýðslög nr. 70/2007.  2007-05-0069.


Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 16. maí s.l., er varðar ný samþykkt æskulýðslög nr. 70/2007.  Lögin fylgja bréfinu ásamt athugasemdum við frumvarp til æskulýðslaga.  Óskað er eftir að lögin verði kynnt þeim aðilum í sveitarfélaginu og öðrum, er vinna með börnum og ungu fólki.


Bæjarráð vísar erindinu til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins er málið varðar, sem og til HSV.10. Ályktun frá félagi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Ísafjarðarbæ.  2007-02-0139.


Lögð fram ályktun frá félagi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Ísafjarðarbæ dagsett 22. maí s.l., er varðar atvinnumál á Flateyri.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.11. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Skýrsla vinnuhóps um aðgerðir  og reglur vegna refa- og minkaveiða.  2007-05-0070.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 18. maí s.l., ásamt tillögum og skýrslu vinnuhóps FV, að aðgerðum og reglum vegna refa- og minkaveiða.  Í bréfinu er þess óskað að sveitarfélög á Vestfjörðum taki til umfjöllunar tillögur að samræmdum reglum um refa- og minkaveiðar, ásamt skýrslu vinnuhópsins.


Bæjarráð vísar tillögum og skýrslu til umsagnar landbúnaðarnefndar.12. Minnisblað bæjartæknifræðings. - Frágangur lóðar við Edinborgarhús. 2006-04-0006.


Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 25. maí s.l., er varðar frágang lóðar við Edinborgarhús á Ísafirði og væntanlegan samning við Ásel ehf., Ísafirði, um verkið.  Um er að ræða að ljúka frágangi á plani neðan við Edinborgarhús, gangstétt meðfram Aðalstræti og göngustíg frá Edinborgarhúsi upp að Austurvegi.  Heildarkostnaður er samkvæmt meðfylgjandi sundurliðun kr. 10.024.620.-.  Óskað er heimildar til að ganga frá samkomulagi við Ásel ehf. á grundvelli tilboðs félagsins.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði til samninga við Ásel ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.  Fjármögnun verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.

 Er hægt að bæta efnið á síðunni?