Bæjarráð - 528. fundur - 21. maí 2007

Þetta var gert:

1. Atvinnumál í Ísafjarðarbæ í ljósi nýjustu tíðinda frá Flateyri.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram minnisblað á fundinum er varðar stöðu mála á Flateyri eftir ákvörðun eigenda Kambs ehf., að selja allar eigur fyrirtækisins og leggja þar með niður rekstur á Flateyri.  Um 70 manns vinna í fiskvinnslu félagsins og um 50 manns á bátum félagsins.


Megin áhersluþættir eru, að tryggja sem mestar aflaheimildir áfram á svæðinu, setja upp teymishóp til að halda utan um hagsmuni starfsfólksins sem missir atvinnuna og leita leiða til að skapa atvinnu að nýju á Flateyri.  Ráðinn verði sérstakur verkefnastjóri sem vinni með teymishópnum og stýri uppbyggingarverkefni.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að verkefninu. 


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að Ísafjarðarbær ásamt einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu gangist fyrir stofnun almenningshlutafélags, sem hafi þann tilgang að kaupa veiðiheimildir og tryggja fullvinnslu sjávarafurða í sveitarfélaginu.


 


2. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 16/5.  72. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Landbúnaðarnefnd 15/5.  80. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


2. liður.  Bæjarráð vísar 2. lið aftur til frekari vinnslu í nefndinni, að ósk formanns landbúnaðarnefndar.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 14/5.  264. fundur.


Fundargerðin er í fjórtán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - Aðalfundarboð.  2007-05-0061.


Lagt fram bréf frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 9. maí s.l., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 23. maí n.k. kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum.


 


4. Bréf Hestamannafélagsins Hendingar. - Fasteignagjöld af hesthúsum. 2007-05-0051.


Lögð fram ályktun frá aðalfundi Hestamannafélagsins Hendingar, Ísafirði, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ, að skilgreina hesthús í bæjarfélaginu sem frístundahús með fasteignagjaldsstuðli 0,45%.


Bæjarráð hefur látið kanna málið og komist að því að ekki eru lagalegar heimildir fyrir lægri gjaldflokkun.  Bæjarráð upplýsir að unnið er að gerð reglna um styrkveitingar vegna þessara mála. 


 


5. Bréf Vegagerðarinnar. - Varaleiðir um Breiðadals- og Botnsheiði.2007-05-0041.


Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 13. mars 2007, þar sem fram kemur að varaleiðir, ef göng undir Breiðadals- og Botnsheiði kynnu að lokast, verði skoðaðar við endurskoðun Viðbragðsáætlunar, eins og óskað er eftir í ályktun bæjarstjórnar Ísabjarðar- bæjar frá 15. febrúar 2007.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.6. Bréf Landmælinga Íslands. - Sveitarfélagamörk á milli Árneshrepps og Ísafjarðarbæjar.  2005-08-0062.


Lagt fram bréf frá Landmælingum Íslands dagsett 15. maí s.l., er varðar legu sveitarfélagamarka milli Árneshrepps og Ísafjarðarbæjar.  Bréfinu fylgir afrit af bréfi oddvita Árneshrepps til Landmælinga Íslands dagsett 8. maí s.l., er varðar sama mál.


Bæjarráð treystir úrskurði Örnefnanefndar og aðhefst ekkert frekar í málinu.  7. Bréf Tónlistarfélags Ísafjarðar. - Framkvæmdir við Austurveg 11, Ísafirði. 2007-05-0039.


Lagt fram bréf frá formanni Tónlistarfélags Ísafjarðar, Jóni Páli Hreinssyni, móttekið 10. maí s.l., þar sem rætt er um endurbætur á Austurvegi 11, Ísafirði og samning Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélagsins.


Bæjarráð samþykkir beiðni Tónlistarfélagsins um greiðslu á kr. 17 milljónum til félagsins samkvæmt samningi, enda hafa fjármunirnir verið greiddir frá ríkinu til Ísafjarðarbæjar samkvæmt samningi um menningarhús.  8. Minnisblað bæjartæknifræðings. - Skólamötuneyti á Suðureyri. 2007-03-0090.


Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 3. maí s.l., er varðar skólamötuneyti fyrir leikskólann Tjarnarbæ, Suðureyri og Grunnskóla Suðureyrar.


Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun fyrir lágmarksbreytingar í Grunnskóla Suðureyrar, sem taki mið af veisluhöldum í íþróttahúsinu og geri jafnframt ráð fyrir móttöku á mat frá leikskólanum Tjarnabæ fyrir grunnskólabörn.9. Bréf Háskólaseturs Vestfjarða. - Aðalfundarboð.


Lagt fram bréf frá Háskólasetri Vestfjarða dagsett 14. maí s.l., þar sem boðaður er aðalfundur fulltrúaráðs þann 24. maí 2007.  Fundurinn verður haldinn í Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði og hefst kl. 10:30.


Bæjarráð felur fulltrúum Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráði Háskólaseturs þeim Guðna G. Jóhannessyni og Lárusi G. Valdimarssyni, að mæta á aðalfundinn f.h. Ísafjarðarbæjar.  10. Bréf SÁÁ. - Beiðni um styrk vegna álfasölu.  2007-05-0053.


Lagt fram bréf frá SÁÁ þar sem leitað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna árlegrar álfasölu félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ, sem fram fer dagana 31. maí til 2. júní n.k.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?