Bæjarráð - 527. fundur - 14. maí 2007

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 8/5.  284. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fræðslunefnd 8/5.  255. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 9/5.  77. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


2. liður.  Bæjarráð vísar öðrum lið til umhverfisnefndar til skoðunar.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 8/5.  263. fundur.


Fundargerðin er í tólf liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Þjónustuhópur aldraðra 4/5.  48. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Fjárhagsáætlun ársins 2008, umræður um skipulag.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs, ræddi um framkvæmd við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 og það að hefja vinnu fyrr en verið hefur undanfarin ár.3. Bréf Rúnars Óla Karlssonar. - Uppsögn á starfi.


Lagt fram bréf Rúnars Óla Karlssonar, atvinnu- og ferðamálafulltrúa Ísafjarðar- bæjar dagsett 28. febrúar s.l., þar sem hann segir upp starfi sínu sem atvinnu- og ferða- málafulltrúi Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð þakkar Rúnari Óla fyrir vel unnin störf í þágu Ísafjarðarbæjar og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.4. Bréf Laufeyjar Jónsdóttur. - Lausn frá störfum í barnaverndarnefnd.  2007-01-0006.


Lagt fram bréf frá Laufey Jónsdóttur, Ísafirði, þar sem hún segir af sér starfi í barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum og um leið sem formaður nefndarinnar.  Ástæðan er sú að hún er að flytja úr bæjarfélaginu og óskar lausnar frá og með 1. júlí n.k.


Bæjarráð þakkar Laufeyju Jónsdóttur vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.


 


5. Minnisblað bæjarritara. - Umsókn Golfklúbbs Ísafjarðar um vínveitingaleyfi.   2007-04-0026.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 9. maí s.l., ásamt umsókn Golfklúbbs Ísafjarðar, um vínveitingaleyfi í skála félagsins í Tungudal.  Bréfinu fylgja umsagnir byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og lögreglustjórans á Vestfjörðum.  Óskað er eftir heimild bæjarráðs/bæjarstjórnar til að gefa út vínveitingaleyfi til Golfklúbbs Ísafjarðar í sex mánuði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Golfklúbbnum verði veitt vínveitingaleyfi til sex mánaða.6. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Aukning stofnfjár.   2007-03-0031.


Lagt fram bréf frá Sparisjóði Vestfirðinga dagsett 7. maí s.l., er varðar aðalfund SPVF 16. mars s.l., afgreiðslu og aukningu stofnfjár.  Í bréfinu kemur fram arðgreiðsla samkvæmt samþykkt aðalfundar 2007 og sú ákvörðun stjórnar að nýta heimild frá aðalfundi 2006, til hækkunar stofnfjár.  Stofnfjáraðilum er boðið að nýta arðgreiðslu sína til aukningar stofnfjár.  Ákvörðun um ráðstöfun arðs berist stjórn fyrir 26. maí n.k.


Bæjarráð samþykkir að arði ársins 2007 verði ráðstafað til aukningar stofnfjár Ísafjarðarbæjar í Sparisjóði Vestfirðinga.7. Bréf Byggðasafns Vestfjarða. - Nýbygging safnahúss í Neðstakaupstað.  2007-05-0041.


Lagt fram bréf frá stjórn Byggðasafns Vestfjarða dagsett 8. maí s.l., þar sem kynnt er bókun frá fundi stjórnar Byggðasafns Vestfjarða þann 7. maí s.l., er varðar nýbyggingu safnahúss í Neðstakaupstað og áskorun til viðkomandi sveitarfélaga um að ljúka hið fyrsta þeirri byggingu.


Bæjarráð tekur undir áherslur í bréfi stjórnar Byggðasafns Vestfjarða og felur bæjarstjóra að koma þeim á framfæri við menntamálaráðherra.8. Bréf Landverndar. - Kynningarmál.  2007-05-0036.


Lagt fram bréf frá Landvernd dagsett 7. maí s.l., ásamt tímariti Landverndar Kríunni og ritinu Skref fyrir skref, sem Landvernd og umhverfisráðuneytið gáfu út á degi umhverfisins.  Í bréfinu er hvatt til skráningar í félagið.


Lagt fram til kynningar.9. Bréf Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ og JCI á Vestfjörðum. - Fjallapassaleikur.  2006-11-0105.


Lagt fram bréf frá Heilsueflingu í Ísafjarðarbæ og JCI á Vestfjörðum dagsett þann 9. maí s.l., þar sem kynntur er leikurinn fjallapassaleikur.  Óskað er eftir fjárframlagi eð styrk með öðrum hætti við verkefnið.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.10. Bréf frá Skólahreysti 2007. - Beiðni um niðurfellingu húsaleigu.   2007-05-0031.


Lagt fram bréf frá Skólahreysti 2007 ódagsett, þar sem lauslega er gerð grein fyrir verkefninu.  Í bréfinu er óskað eftir að Ísafjarðarbær felli niður húsaleigu af íþróttahúsinu á Torfnesi þann 25. mars s.l., en þá var Skólahreysti haldin hér á Ísafirði.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.11. Bréf menntamálaráðuneytis. - Stefna stjórnvalda í byggingarlist.  2007-05-0029.


Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 2. maí s.l., ásamt eintaki af stefnu stjórnvalda í byggingarlist.  Stefnan er unnin af nefnd sem menntamálaráðherra skipaði um mitt ár 2005.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.12. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 743. stjórnarfundar. 


Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 743. fundi er haldinn var þann 27. apríl s.l., að Borgartúni 30 í Reykjavík.


Lagt fram til kynningar. 13. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í vatnsveitu í Tungudal.  2007-04-0040.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 10. maí s.l., er varðar opnun tilboða í vatnsveitu í Tungudal, tillögu um verktaka og fjármögnun verksins.  Eftirfarandi tilboð bárust.


 Sigurgeir G. Jóhannsson ehf.,  kr. 11.203.330,- 91,6 %


 Gröfuþjónusta Bjarna ehf.,  kr. 10.864.480,- 88,9 %


 KNH ehf.,    kr.   9.737.930,- 79,7 %


 Úlfar ehf.,    kr. 13.619.745,- 111,4 %


 Jónbjörn Björnsson,   kr. 14.601.730,- 119,4 %


 Einar Halldórsson,   kr. 15.881.375,- 129,9 %


 Kostnaðaráætlun,    kr. 12.224.825,- 100,0 %


Verði tillaga bæjartæknifræðings um fjármögnun samþykkt, er lagt til að gengið verði til samninga við KNH ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins, með tilliti til breytts umfangs verksins.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimiluð verði millifærsla frá liðum 4311, 4341 og 4351 í fjárhagsáætlun vegna verksins samkvæmt tillögu bæjartæknifræðings.


Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn, að gengið verði til samninga við KNH ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins með tilliti til breytts umfangs.14. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu.  2007-05-0045.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 9. maí s.l., er varðar viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.  Bréfinu fylgiri afrit af bréfi vinnuhóps á vegum ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis til Samb. ísl. sveitarf.


Bæjarráð vísar erindinu til almannavarnanefndar á norðanverðum Vestfjörðum og umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar til kynningar.

15. Umhverfisátak í Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð vekur athygli á hreinsunarátaki í Ísafjarðarbæ, sem stendur dagana 18. - 25. maí n.k. og hvetur almenning, fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í átakinu.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:40.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?