Bæjarráð - 523. fundur - 16. apríl 2007

Þetta var gert:1. Umræður um Eignasjóð Ísafjarðarbæjar. - Fulltrúar umhverfisnefndar ofl. mæta á fund bæjarráðs.  2005-12-0021.


Til fundar við bæjarráð eru mættir fulltrúar úr umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar þau Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir og Björn Davíðsson og Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann B. Gunnarsson, verkefnastjóri, vegna stöðu Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar í stjórnsýslunni.  Einnig er mættur undir þessum lið Guðmundur Kjartansson, löggiltur endurskoðandi Ísafjarðarbæjar.  Svanlaug Guðnadóttir, formaður umhverfisnefndar, situr nú sem fulltrúi í bæjarráði. 2. Fundargerðir nefnda.


Fræðslunefnd 10/4.  254. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


3. liður.  Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum fyrir næsta fund.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Landbúnaðarnefnd 12/4.  79. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


3. liður. Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir skotmönnum


til refa- og minkaveiða eins og verið hefur undanfarin ár. 


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 16/4.  136. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


1. liður.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að samstarfssamningurinn


verði samþykktur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Stjórn Byggðasafns Vestfjarða 27/3.  14. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 11/4.  261. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Minnisblað fjármálastjóra. - Styrkir til greiðslu fasteignagjalda 2004-2007.   2007-03-0095.


Lagt fram minnisblað Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett þann 12. apríl s.l., þar sem að ósk Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, er svarað fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda á árunum 2004-2007, til áhugamannafélaga og félagasamtaka, sem m.a. sinna félags-, menningar-, björgunar- eða íþróttamálum í Ísafjarðarbæ.


Lagt fram til kynningar.4. Minnisblað bæjarritara. - Fulltrúar Ísafjarðarbæjar í sameiginlega búfjáreftirlitsnefnd.  2003-10-0046.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 13. apríl s.l., þar sem fram kemur að kjósa þarf fulltrúa Ísafjarðarbæjar, aðal- og varamann, í sameiginlega búfjáreftirlitsnefnd Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Þórir Örn Guðmundsson verði aðalmaður og Guðmundur Steinþórsson verði varamaður Ísafjarðarbæjar í sameiginlegri búfjár-eftirlitsnefnd sveitarfélaganna.5. Minnisblað bæjarritara. - Nefnd um endurskoðun stjórnsýslu ofl.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 13. apríl s.l., er varðar skipan nefndar um endurskoðun stjórnsýslu og bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn skipi í nefndina með einum fulltrúa af hverjum framboðslista, auk tveggja annara er bæjarstjóri kemur með tillögu um.6. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 742. fundi.


Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 742. fundi, er haldinn var þann 22. mars s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:05.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 Er hægt að bæta efnið á síðunni?