Bæjarráð - 522. fundur - 10. apríl 2007

Þetta var gert:1. Fundargerð nefndar.


Félagsmálanefnd 3/4.  282. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Afrit af bréfi Andra Árnasonar hrl., til Erlings Tryggvasonar. 2005-11-0038.


Lagt fram afrit af bréfi Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanni, til Erlings Tryggvasonar, Ísafirði, dagsett 29. mars s.l.  Bréfið er svar við erindi Erlings vegna veitingastaðarins Langa Manga á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.3. Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.  2006-10-0139.


Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 28. mars s.l., bréf er varðar heimsókn nefndarinnar til Ísafjarðarbæjar, viðræður nefndarmanna við bæjarráð Ísafjarðarbæjar og niðurstöður nefndarinnar hvað varðar fjármál Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram til kynningar.4. Bréf Harðar S. Harðarsonar. - Beiðni um styrk vegna fjallabjörgunarnámskeiðs í Bandaríkjunum.   2007-04-0005.


Lagt fram bréf frá Herði S. Harðarsyni dagsett 2. apríl s.l., þar sem hann óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að fara á fjallabjörgunarnámskeið í Bandaríkjunum dagana 2. til 9. júní n.k.


Bæjarráð vísar erindinu til sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.5. Bréf Ragnheiðar Hákonardóttur og Guðbjartar Ásgeirssonar. Vatnsflaumur og tjón á Urðarvegi 33, Ísafirði.  2007-04-0006.


Lagt fram bréf frá Ragnheiði Hákonardóttur og Guðbjarti Ásgeirssyni, Urðarvegi 33, Ísafirði, dagsett 31. mars s.l., varðandi vatnsflaum og tjón er varð þann 31. mars s.l. á Urðarvegi 33, Ísafirði, vegna mikilla vatnavaxta.


Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings og óskar eftir tillögu sem fyrst, til úrlausnar á þessum vanda.6. Minnisblað bæjarritara. - Samkomulag Ísafjarðarbæjar og Hestamannafélagsins Storms á Vestfjörðum.  2005-08-0019.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. apríl s.l., er varðar samkomulag Ísafjarðarbæjar og Hestamannafélagsins Storms á Vestfjörðum frá 12. apríl 2006, um stuðning Ísafjarðarbæjar við byggingu reiðskemmu að Söndum í Dýrafirði.  Samkomulagið hljóðar upp á árlegan styrk kr. 1.709.905.- frá Ísafjarðarbæ árin 2007 -2009.  Þar sem ekki var gert ráð fyrir greiðslu vegna ársins 2007 í gildandi fjárhags- áætlun, er óskað eftir að greiðsla ársins kr. 1.709.905.- verði tekin inn við endurskoðun á fjárhagsáætlun þessa árs og greiðsluheimild veitt nú.


Bæjarráð samþykkir greiðsluheimild og vísar fjármögnun til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007.7. Bréf Ísafjarðarbæjar til sjávarútvegsráðuneytis. - Umsókn um byggðakvóta.  2007-03-0097.


Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til sjávarútvegsráðuneytis dagsett 4. apríl s.l., umsókn Ísafjarðarbæjar um hlutdeild í byggðakvóta, samkvæmt bréfi ráðuneytisins þann 20. mars s.l.  Jafnframt er lögð fram greinargerð Ísafjarðarbæjar, er fylgdi bréfi Ísafjarðarbæjar, um þróun sjávarútvegs í Ísafjarðarbæ undanfarin ár.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:10.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?