Bæjarráð - 521. fundur - 2. apríl 2007

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 15/3.  81. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Félagsmálanefnd 20/3.  281. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 21/3.  75. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 28/3.  259. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 29/3.  260. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


6. liður.  Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfisnefndar um fund vegna Eignasjóðs.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Kristínar Völundardóttur. - Nefnd um nýtt byggðamerki. 2007-03-0045.


Lagt fram bréf frá Kristínu Völundardóttur, formanni nefndar um nýtt byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ.  Í bréfinu er greint frá fyrsta fundi nefndarinnar og tillögum að framkvæmd samkeppni um nýtt byggðamerki og verðlaunafé.


Bæjarráð samþykkir að nefnd um nýtt byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ fái allt að kr. 800.000.- til ráðstöfunar til greiðslu kostnaðar og verðlaunafjár, sem greitt verður af liðnum 21-81-995-1.



3. Bréf Lögsýnar ehf. - Lóðamál við Neðri Tungu, Skutulsfirði.  2006-11-0020.


Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 19. mars s.l., er varðar lóðamál við útihús að Neðri Tungu í Skutulsfirði.


Bæjarráð óskar eftir fundi með bréfritara og umbjóðanda hans.



4. Bréf Glímudeildar Harðar. - Styrkbeiðni vegna utanlandsferðar.  2007-03-0111.


Lagt fram bréf frá Hermanni Níelssyni, formanni og þrjálfara Glímudeildar Harðar á Ísafirði, dagsett 26. mars s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, vegna ferðar glímumanna frá Ísafirði til Loopi Leon á Spáni.


Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.



5.Bréf Háskólans í Reykjavík. - Efling mannauðs - MBA nám við HR.  2007-03-0098.


Lagt fram bréf frá Háskólanum í Reykjavík dagsett 19. mars s.l., þar sem kynnt er stuttlega MBA-nám við Háskólann í Reykjavík.  Bréfinu fylgir bæklingur.


Lagt fram til kynningar.



6. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. - Eignarhluti. - Niðurfærsla eigin fjár.


Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 28. mars s.l., tilkynning um eignarhluta Ísafjarðarbæjar í sjóðnum, niðurfærslu eigin fjár, inneign vegna niðurfærslu og árlegar greiðslur.


Lagt fram til kynningar.



7. Önnur mál.


Arna Lára Jónsdóttir Í-lista lagði fram svohljóðandi skriflegar fyrirspurnir.


Fyrirspurn vegna tillögu bæjarráðs frá 26. mars s.l., þess efnis að leggja til við bæjarstjórn, að Ísafjarðarbær niðurgreiði heitar máltíðir frá SKG-veitingum ehf., um 9% í mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði og á Hlíf, frá og með 1. apríl n.k.


1.  Hvað er gert ráð fyrir að þessi lækkun komi til með að kosta bæjarsjóð á ári ?


2.  Hverjar eru forsendurnar á bak við 9% lækkun ? 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:55.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?