Bæjarráð - 520. fundur - 26. mars 2007

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


Byggingarnefnd  framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 12/3.  17. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fræðslunefnd 19/3.  253. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Stjórn Skíðasvæðis 19/3.  11. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Edinborgarhússins ehf. - Fjármögnun samnings. 2006-03-0133.


Lagt fram bréf frá Edinborgarhúsinu ehf., Gísla Jóni Hjaltasyni, stjórnarformanni, dagsett 23. mars s.l., er varðar framlag Ísafjarðarbæjar til menningarhúsa á Ísafirði, þar sem Ísafjarðarbær skuldbindur sig til að greiða kr. 70 milljónir í framlag til uppbyggingar Edinborgarhússins ehf., á næstu 10 árum.


Stjórn Edinborgarhússins ehf., fer þess á leit að Ísafjarðarbær verði við beiðni um að samþykkja skuldabréf til Landsbanka Íslands, sem lægi til hliðar við samning Ísafjarðarbæjar og Edinborgarhússins ehf.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra þessa beiðni bréfritara frekar fyrir næsta fund bæjarráðs.



3. Minnisblað bæjarritara. - Vínveitingaleyfi vegna Langa Manga ehf.  2007-02-0053.


Undir þessum lið dagskrár eru mættir á fund bæjarráðs, að eigin ósk, Erlingur Tryggvason og Sigurður Erlingsson.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 22. mars s.l., þar sem óskað er eftir með tilvísun til meðfylgjandi gagna, að heimild verði veitt til veitingar vínveitingaleyfis til eins árs, til veitingastaðarins Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að veitingastaðnum Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði, verði veitt vínveitingaleyfi til eins árs.



4. Bréf forsvarsmanna Fossavatnsgöngunnar 2007.  2007-03-0087.


Lagt fram bréf undirritað af Kristbirni R. Sigurjónssyni f.h. Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði 2007 dagsett 20. mars s.l., þar sem fram kemur beiðni um afnot af Íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði, dagana 27.-29. apríl n.k.  Óskað er eftir afnotum án endurgjalds og með aðstoð bæjarstarfsmanna við flutning tækja.


Bæjarráð samþykkir erindið og veitir styrk fyrir greiðslu kostnaðar af liðnum 21-81-995-1.



5. Bréf Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. - Atvinnuendurhæfing í heimabyggð.  2007-03-0089.


Lagt fram bréf frá Lífeyrissjóði Vestfirðinga dagsett 20. mars s.l., um kynningu á atvinnuendurhæfingu í heimabyggð.  Boðað er til fundar á Hótel Ísafirði um málið mánudaginn 26. mars n.k. kl. 12:00.  Áætlað er að fundurinn standi til kl. 14:00.


Lagt fram til kynningar.



6. Fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarráðsmanns. - Styrkir til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignagjalda.  2007-03-0095.  


Lögð fram fyrirspurn frá Sigurði Péturssyni, bæjarráðsmanni, dagsett 23. mars s.l., er varðar styrkveitingar til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignagjalda á árunum 2004-2007, reglur um slíka styrki og heildarupphæð styrkja, greint eftir árum.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni. 



7. Minnisblað bæjarritara. - Samningur við SKG-veitingar ehf., um rekstur á mötuneyti í Grunnskólanum á Ísafirði.   2007-03-0058.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 23. mars s.l., er varðar samning Ísafjarðarbæjar við SKG-veitingar ehf., um rekstur mötuneytis í Grunnskólanum á Ísafirði og verðlagningu heitra máltíða þar og á Hlíf, Torfnesi.  Málinu var á fundi bæjarráðs þann 12. mars s.l. vísað til bæjarstjóra, sem fól bæjarritara að draga saman upplýsingar um málið og ræða við fulltrúa SKG-veitinga ehf.  Minnisblaðinu fylgir samantekt bæjarritara um gildandi gjaldskrá og útfærslu hennar, sem og upplýsingar úr viðræðum við forsvarsmenn SKG-veitinga ehf.  Eins fylgja minnisblaðinu upplýsingar um hvað sambærileg fyrirtæki og sveitarfélög í öðrum landshlutum hafa verið að gera eða ekki gera, varðandi lækkun virðisaukaskatts úr 14% í 7% þann 1. mars 2007.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær niðurgreiði heitar máltíðir frá SKG-veitingum ehf.,  um 9% í mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði og á Hlíf, frá og með  1. apríl n.k.


Sigurður Pétursson fulltrúi Í-lista vill árétta þá afstöðu sína, að SKG-veitingar ehf., ættu að sjá sóma sinn í að skila til viðskiptavina sinna þeirri lækkun á virðisaukaskatti matvæla, sem í hlut fyrirtækisins hefur komið.



8. Bréf sjávarútvegsráðuneytis. - Byggðakvóti.  2007-03-0097.


Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneyti dagsett 20. mars s.l., er varðar auglýsingu til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta.  Í bréfinu er sveitarstjórnum gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006.  Umsóknarfrestur um byggðakvóta er til 4. apríl 2007.  Ítarlegur rökstuðningur þarf að fylgja umsókn.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir Ísafjarðarbæ.



9. Afrit bréfs Landmælinga Íslands til Árneshrepps.  2005-08-0062.


Lagt fram afrit af bréfi Landmælinga Íslands dagsettu 20. mars s.l., til Árneshrepps og varðar sveitarfélagamörk Ísafjarðarbæjar og Árneshrepps á Geirólfsgnúpi.


Bæjarráð vísar til þess, að Ísafjarðarbær óskaði eftir leiðréttingu þar sem Landmælingar Íslands breyttu sveitarfélagamörkum, sem gilt hafa um aldir.  Örnefnanefnd hefur úrskurðað um að hin eldri sveitarfélagamörk séu rétt.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi Landmælinga Íslands.



10. Trúnaðarmál.  2007-03-0105.


Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.


   


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:15.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?