Bæjarráð - 519. fundur - 19. mars 2007

Þetta var gert:1. Málefni Miðfells hf., Ísafirði. - Trúnaðarmál.


Málefni Miðfells hf., Ísafirði og Ísafjarðarbæjar rædd á fundi bæjarráðs.   Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, mætti á fundinn.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa fyrirtækinu bréf og óska eftir frekari upplýsingum.2. Fundargerðir nefnda.


Almannavarnanefnd 14/3.  1. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Stjórn Skíðasvæðis 12/3.  10. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 14/3.  258. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Minnisblað bæjarritara. - Vínveitingaleyfi vegna Fernando´s.  2007-02-0124.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 16. mars s.l., þar sem óskað er eftir, með tilvísun til meðfylgjandi gagna, að heimild verði veitt til veitingar vínveitingaleyfis til eins árs, til veitingastaðarins Fernando´s, Hafnarstræti 12, Ísafirði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að veitingastaðnum Fernando´s, Hafnarstræti 12, Ísafirði, verði veitt vínveitingaleyfi til eins árs.  4. Bréf Erlings Tryggvasonar, Ísafirði.   2005-11-0038.


Lagt fram bréf frá Erlingi Tryggvasyni, Aðalstræti 24, Ísafirði, dagsett 13. mars s.l., er varðar fyrri bréfaskriftir hans við Ísafjarðarbæ vegna veitingastaðarins Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði.  Bréfinu fylgir afrit af bréfi hans til bæjarfulltrúa dagsettu 1. mars 2007.


Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir bréfið.  Eins og áður hefur fram komið er svar við bréfi bréfritara frá 5. janúar s.l., í vinnslu hjá Andra Árnasyni hrl., bæjarlögmanni Ísafjarðarbæjar.  Vænst er að svar bæjarlögmanns liggi fyrir fyrir komandi mánaðarmót.5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Stefnumótun í menningarmálum á Vestfjörðum.   2006-09-0108.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 23. febrúar s.l., er varðar stefnumótun í menningarmálum á Vestfjörðum og samstarfssamning sveitarfélaga á Vestfjörðum.  Eins er lagt fram minnisblað verkefnastjóra Albertínu Elíasdóttur frá 23. febrúar s.l., vegna samtals við formann Menningarráðs Vesturlands.


Jafnframt er lögð fram ,,Stefnumótun í menningarmálum á Vestfjörðum?, tillögur unnar fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga af Menningarráði Vestfjarða í febrúar 2007.


Bæjarráð óskar eftir umsögn menningarmálanefndar.6. Fundur þann 8. mars s.l., með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. 


Lagðar fram upplýsingar frá fund bæjarráðs með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fundi er haldinn var hér á Ísafirði þann 8. mars s.l.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:55.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?